föstudagur, maí 19, 2006

20 ára bölvun aflétt

Þetta er alla vega mín kenning.
Fyrir 20 árum, 1986, tókum við Íslendingar þátt í Evróvisíon í fyrsta skiptið. Bjartsýnin var svo ógurleg í landanum að við vissum (héldum ekki) vissum að við værum að fara að meika það í hinum stóra heimi og yrðum loksins heimsfræg með Gleðibankanum. Árangurinn varð víst ekki betri en 16. sætið það árið. Svo heldur boltinn áfram að rúlla og við ótrauð sendum áfram lög í keppnina og í hvert skipti finnum við einhvern veðbanka sem spáir okkur góðu gengi. Núna loksins 20 árum seinna segjum við "Screw this" og sendum inn lag sem við vitum að hneykslar og gerir allt vitlaust með manneskju sem gefur skít í allt og alla. Það var alltaf bókað mál, við myndum ekki vinna og líklega ekki komast í undan úrslitin.
Næsta ár munum við í fyrsta skipti eiga séns, þar sem karma er búin að jafna metin fyrir hrokann í okkur fyrir 20 árum.

Áfram Finnland

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Heheh... það breytir ekki því að alltaf er spurt "hvað fór úrskeiðis?" you got to love it!

April sagði...

Ísland er örugglega eina landið sem eyðir jafnt miklum tíma í spjallþætti þar sem þessari spr er umrædd...