sunnudagur, nóvember 19, 2006

Snjór snjór og aftur snjór

þá er kominn vetur eins og á að vera.
Ég búin að eiga afmæli og fékk fína gjöf, Litla Hafmeyjan og Tarzan á DVD frá Binna...hefði ekki getað verið betra.
Við fórum svo í mat til m&p og smá eftirrétt, ætluðum í bíó en bara nenntum því ekki. Ég ætlaði svo að fara í bíó í kvöld en viti menn...það koma allt í einu eitthvað hvít sem kallaðist í eina tíð, snjór.
Sem betur fer bað ég Binna um að skutla mér í vinnuna í morgun því það voru þó nokkuð mikil átök við að koma bílnum út á götu og svo heim aftur. Til mikillar lukka hafði ég ekki læst hurðinni heima því ég var með lyklana hans Binna og fattaði það náttúrulega ekki fyrr en Binni var næstum því fastur á ljósum einhversstaðar næstum því fastur. Binni komst ekkert út til að komast á Laugaás, endan hefði ekki verið mikið um að vera þar. Svo er bara spurning hvernig maður kemst svo aftur heim í kvöld...hmm...held það sé nokkuð ljóst að vetrardekkin verða sett undir í vikunni.
Vonandi að snjórinn haldi sér eitthvað fram eftir vetri..svo það verði smá árstíðarbreyting í ár.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn um daginn ... aftur :)

Hvernig væri að blogga ?! Alveg ár og dagar síðan þú bloggaðir síðast eða svona næstum hehe.

Hilsen,
Solls a.k.a. Sólveigur