fimmtudagur, júní 28, 2007

Sumarbústaður...

Við erum loksins að fara upp í sumarbústað á morgun...ég er í fríi og ætla að vera komin þanngað kl.14 takk fyrir og farin að sóla mig....búin að fylgjast veeeel með veðurspánni og það verður ekki ský á himni á morgun.
Nóg að gera í vinnunni...skrifa meira seinna...

mánudagur, júní 25, 2007

Jónsmessunótt

Það var margt um manninn í bænum á helginni.
Ég ætlaði nú ekki að gera neitt meira en bara að fá mér 1-2 bjóra með Unu áður en hún færi að vinna. Það rættist nú ekki alveg...Binni fór með Albert bróður sínum eitthvað út og ég kíkti með Unu í vinnuna. Hún var þar til svona 3:30 og þá fórum við niður Laugarveginn. Ég hafði farið aðeins áður niður á höfn og tók nokkrar myndir...á símann minn af því ég hélt ég mundi ekki nota myndavélina...asni...nú þarf ég bara að koma þessum myndum af símanum á tölvuna. Alla vega ég og Unu skelltum okkur á Hressó og dönsuðum af okkur rassinn. Ég hitti Róbert bróðir sem sagði allt gott og hana Ollý, stelpu sem er að vinna hjá Símanum.
Seint og síðar meir var kominn tíminn til að fara heim, Una gisti hjá vini sínum en ég tók leigara heim enda að fara vinna kl.10 um morguninn. Stoppaði á Nesti og keypti smá snarl handa okkur hjónaleysunum og svo bara beint heim. Rétt áður en ég sofnaði hafði ég sent henni Ástu Marteins sms..."Vilti hringja ef ég vakna ekki á morgun, er að fara að lúlla núna." Þetta sendi ég kl.6:40 og var mætt í vinnuna, búin að fara í sturtu kl.10....sem betur fer var ekki mikið um að vera á sunnudeginum þannig ég slapp alveg. Ég kom svo við á KFC á leiðinni heim
Við ætlum að taka því rólega næstu vikurnar, næsta helgi verðum við upp í bússtað ásamt fríðu föruneyti (Una, Allý og fl.)

thjaá...

mánudagur, júní 18, 2007

17.júní

17.júní kom og fór með glæsibrag...
Ég kíkti aðeins út með Ester á laugardaginn á kaffihús í spjall, sem var mjög fínt svona reyklaust.
Binni kíkti út með Nonna félaga sínum (sem er víst að fara að flýja land, eða flytja til Danmerkur)
Binni fór svo upp í bústarð með Grétari bróður sínum að mála bústaðinn meðan ég kíkti til mömmu og pabba í vöfflur og læti. Júlli bróðir kom með allar stelpurnar sínar og höfðum við það bara nokkuð gott hjá þeim, vantaði alla veg ekki kræsingarnar á þessu heimili.
Ég kíkti svo í bæinn með Júlla og co en við hefðum svo sem getað sleppt því. Bara smá gelgjur á ímyndurnarfylleríi, túristar að furða sig á ósköpunum og pólverjar á fyllerií.
Ég kom mér svo bara vel fyrir heima með video og ís. Binni kom svo heim seint og síðar meir og þar með var dagurinn liðinn.
Núna er önnur mjög þreytt vinnuvika að hefjast og maður ekki að nenna þessu en þraukar...

Bið að heilsa í bili...

sunnudagur, júní 10, 2007

Óvissuferðin

Það var mikið fjör í óvissuferðinni í gær. Við mættum niður í vinnu kl.12:30 og lögðum af stað um 1 leitið. Við héldum af stað austur fyrir fjall í sumarbústaðaland (sem ég man ekki hvað heiti) og stoppuðum þar á tjaldsvæði. Þar var okkur skipt í 4 lið og fórum í leiki. Fyrsti leikurinn sem við fórum í var dekkjahlaup. Þá áttum við að komast á milli 2 keila á 7 dekkjum og ferja dekkin yfir...vandamálið var hins vegar að við vorum 12 í liði þannig 2-3 þurfa að standa á einu dekki. Við rústuðum þessu í fyrri umferð en í þeirri seinni var klikkaði smá því við föttuðum ekki að við áttum að stafla þeim líka, ekki nóg að komað þeim yfir. Hinir 2 leikirnir var að leita að boltum, með bundið fyrir augun. Þá átti liðstjórinn að beina hinum að boltunum, vísa þeim að koma til sín og þá gætu þeir farið að hjálpa hinum sem eftir voru. Við rústuðum þessu líka sem og reipitoginu, sem var kannski smá “ekki-sanngjarnt” þar sem í hinu liðinu var 1 strákur og 11 stelpur meðan við vorum eiginlega 50-50 stelpur og strákar. Svo voru öll liðin komin saman og fórum í boðhlaup, 2 og 2 saman með fætur bundnar saman hlaupa að keilunni og aftur til baka. Man svo sem ekki hvernig okkur gekk þar, vorum í 2-3 sæti. Eftir það var annað kapphlaup. Hlaupa að keilunni, snúa sér í 10 hringi og svo aftur til baka....það er nógu erfitt edrú en ástandið eftir nokkra bjóra var ekki til að bæta úr. Ég byrjaði fyrir mitt lið og ætlaði svo aldeilis að massa þetta nema hvað þegar ég fer að hlaupa til baka tek ég 2 skref og sé svo allt í einu gras...tekst að staulast á fætur og yfir línuna hinum megin. Ligg þar í nokkrar mínútur til að ná áttum þegar gaurinn sem var nr. 2 í liðinu við hliðina á okkur kom hlaupandi á fullri ferð með ekkert jafnvægi. Svo var þetta meir og minna út alla keppnina, fólk hlaupandi hingað og þanngað og liggjandi í grasin grenjandi úr hlátri.

Eftir þetta var allt tekið saman og upp í rútu. Við stoppuðum í Hveragerði í listigarðinum og grilluðum hamborgara og slöppuðum aðeins af. Svo var bara haldið heim. Stigin voru víst ekki talin enda var það svo sem ekki sem skipti máli.

Þegar við komum heim aftur fór ég, Kristrún og Stebbi í partý í Álfheimunum. Ég stoppaði ekki lengi og fékk far með Ingu hópstjóra heima. Mín orðin frekar þreytt og smá hausverk.

Binni fór svo að veiða í dag með Grétari bróður sínum og er bara ein heima að slappa af....sé til með hvað ég nenni að gera mikið en ég þarf líklega að ná í bílinn á eftir.

föstudagur, júní 08, 2007

Út í óvissuna...

Það er hin margrómaða óvissuferð Símans á morgun...vildi bara láta ykkur vita svo þið getið búist við bloggi á morgun eða sunnudagin...eða mánudaginn...og þá jafnvel myndir í leiðinni

Annars vil ég þakka þessum 3 sem commentuðu á síðuna mína...gott að vita að maður er vinsæll ;o)

kv
Prílius

föstudagur, júní 01, 2007

Júní

oooojjj bara....það er skíta veður úti....það er eins gott að þetta verði í síðasta skiptið í sumar sem hitastigi fer niður fyrir 2 stafatölu...or else....
Ekki mikið meira að frétta frá því síðast. Ég fór á Esjuna í 8. skipti (með 2 x hálfum skiptum), keypti mér göngustafi á mið en varð allt í einu eitthvað svo spéhrædd þegar ég ætlaði að prufa gripina að ég sleppti því. Sem var greinilega rosalega gott því ég misteig mig líltilega á vinstri (smá aum í vinstri hásininni) og svo næstum því á hægri (náði að redda því) og svo endaði ég á því að fara niður mun brattari leið þar sem mölin var alveg skraufþurru og viti menn....mín bara plompaði beint á bossann og fékk 2 lítil sá í lófann....hefði verið sniðugt að vera með stafinn til að styðja við mig.
Ég var svo í gær að klára gardínurnar með hjálp mömmu (eða ég að hjálpa henni að klára þetta) og fer líklega í að dunda mér við að setja þær upp í kvöld...hversu leiðinlegt er líf manns orðið þegar maður er farinn að nota föstudagskvöld til að hengja upp gardínur?!?!?!? Nei líf mitt er sko fullt af gleði :oD

Ég er svo að fara í óvissuferð 09.júní og verður mikið fjör...ég verð víst ekki að drekka, sem ég er svolítið farin að sjá eftir að hafa ákv að gera ekki....nei ég er ekki ólétt eins og mörgum hefur dottið í hug heldur bara minnka drykkjuna aðeins svo maður verði ekki svona dýr í rekstri ;o) en þetta verður bara út júní...átti að vera útað Flateyjarferðinni, 20-22 júlí, en út júní er alveg nóg....

Held þetta sé bara orðið nokkuð gott...endilega kvittið fyrir ykkur hérna svo mér finnist fleiri en bara Una og einstaka sinnum Solla mágkona sem kíkja hingað inn ;o)

kv
Apríl Eik