föstudagur, júní 01, 2007

Júní

oooojjj bara....það er skíta veður úti....það er eins gott að þetta verði í síðasta skiptið í sumar sem hitastigi fer niður fyrir 2 stafatölu...or else....
Ekki mikið meira að frétta frá því síðast. Ég fór á Esjuna í 8. skipti (með 2 x hálfum skiptum), keypti mér göngustafi á mið en varð allt í einu eitthvað svo spéhrædd þegar ég ætlaði að prufa gripina að ég sleppti því. Sem var greinilega rosalega gott því ég misteig mig líltilega á vinstri (smá aum í vinstri hásininni) og svo næstum því á hægri (náði að redda því) og svo endaði ég á því að fara niður mun brattari leið þar sem mölin var alveg skraufþurru og viti menn....mín bara plompaði beint á bossann og fékk 2 lítil sá í lófann....hefði verið sniðugt að vera með stafinn til að styðja við mig.
Ég var svo í gær að klára gardínurnar með hjálp mömmu (eða ég að hjálpa henni að klára þetta) og fer líklega í að dunda mér við að setja þær upp í kvöld...hversu leiðinlegt er líf manns orðið þegar maður er farinn að nota föstudagskvöld til að hengja upp gardínur?!?!?!? Nei líf mitt er sko fullt af gleði :oD

Ég er svo að fara í óvissuferð 09.júní og verður mikið fjör...ég verð víst ekki að drekka, sem ég er svolítið farin að sjá eftir að hafa ákv að gera ekki....nei ég er ekki ólétt eins og mörgum hefur dottið í hug heldur bara minnka drykkjuna aðeins svo maður verði ekki svona dýr í rekstri ;o) en þetta verður bara út júní...átti að vera útað Flateyjarferðinni, 20-22 júlí, en út júní er alveg nóg....

Held þetta sé bara orðið nokkuð gott...endilega kvittið fyrir ykkur hérna svo mér finnist fleiri en bara Una og einstaka sinnum Solla mágkona sem kíkja hingað inn ;o)

kv
Apríl Eik

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Una - sægning in ;P

LaraogEri sagði...

Lára sægning in :o)

Maður hefur alltaf gott af því að minnka drykkjuna inn á milli... þá verður maður líka fyrr fullur þegar maður drekkur næst hehe...

Engar myndir hjá þér? ;o)

Nafnlaus sagði...

*kíkj*... frá manneskju sem er hvorki Una né Solla ;-p