sunnudagur, júní 10, 2007

Óvissuferðin

Það var mikið fjör í óvissuferðinni í gær. Við mættum niður í vinnu kl.12:30 og lögðum af stað um 1 leitið. Við héldum af stað austur fyrir fjall í sumarbústaðaland (sem ég man ekki hvað heiti) og stoppuðum þar á tjaldsvæði. Þar var okkur skipt í 4 lið og fórum í leiki. Fyrsti leikurinn sem við fórum í var dekkjahlaup. Þá áttum við að komast á milli 2 keila á 7 dekkjum og ferja dekkin yfir...vandamálið var hins vegar að við vorum 12 í liði þannig 2-3 þurfa að standa á einu dekki. Við rústuðum þessu í fyrri umferð en í þeirri seinni var klikkaði smá því við föttuðum ekki að við áttum að stafla þeim líka, ekki nóg að komað þeim yfir. Hinir 2 leikirnir var að leita að boltum, með bundið fyrir augun. Þá átti liðstjórinn að beina hinum að boltunum, vísa þeim að koma til sín og þá gætu þeir farið að hjálpa hinum sem eftir voru. Við rústuðum þessu líka sem og reipitoginu, sem var kannski smá “ekki-sanngjarnt” þar sem í hinu liðinu var 1 strákur og 11 stelpur meðan við vorum eiginlega 50-50 stelpur og strákar. Svo voru öll liðin komin saman og fórum í boðhlaup, 2 og 2 saman með fætur bundnar saman hlaupa að keilunni og aftur til baka. Man svo sem ekki hvernig okkur gekk þar, vorum í 2-3 sæti. Eftir það var annað kapphlaup. Hlaupa að keilunni, snúa sér í 10 hringi og svo aftur til baka....það er nógu erfitt edrú en ástandið eftir nokkra bjóra var ekki til að bæta úr. Ég byrjaði fyrir mitt lið og ætlaði svo aldeilis að massa þetta nema hvað þegar ég fer að hlaupa til baka tek ég 2 skref og sé svo allt í einu gras...tekst að staulast á fætur og yfir línuna hinum megin. Ligg þar í nokkrar mínútur til að ná áttum þegar gaurinn sem var nr. 2 í liðinu við hliðina á okkur kom hlaupandi á fullri ferð með ekkert jafnvægi. Svo var þetta meir og minna út alla keppnina, fólk hlaupandi hingað og þanngað og liggjandi í grasin grenjandi úr hlátri.

Eftir þetta var allt tekið saman og upp í rútu. Við stoppuðum í Hveragerði í listigarðinum og grilluðum hamborgara og slöppuðum aðeins af. Svo var bara haldið heim. Stigin voru víst ekki talin enda var það svo sem ekki sem skipti máli.

Þegar við komum heim aftur fór ég, Kristrún og Stebbi í partý í Álfheimunum. Ég stoppaði ekki lengi og fékk far með Ingu hópstjóra heima. Mín orðin frekar þreytt og smá hausverk.

Binni fór svo að veiða í dag með Grétari bróður sínum og er bara ein heima að slappa af....sé til með hvað ég nenni að gera mikið en ég þarf líklega að ná í bílinn á eftir.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

og ég bara al alein í vinnunni meðan allir að djamma og drekka bjór :( búhú!!!

April sagði...

og Róbert...hann var með þér ;o)

Nafnlaus sagði...

Hihihi... ég sé ykkur alveg fyrir mér labbandi um eins og hauslausar hænur - hihi

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís,

Þetta hefur verið hin flottasta óvissuferð! :)

Ótrúlega gaman þegar vel heppnast.