mánudagur, júní 25, 2007

Jónsmessunótt

Það var margt um manninn í bænum á helginni.
Ég ætlaði nú ekki að gera neitt meira en bara að fá mér 1-2 bjóra með Unu áður en hún færi að vinna. Það rættist nú ekki alveg...Binni fór með Albert bróður sínum eitthvað út og ég kíkti með Unu í vinnuna. Hún var þar til svona 3:30 og þá fórum við niður Laugarveginn. Ég hafði farið aðeins áður niður á höfn og tók nokkrar myndir...á símann minn af því ég hélt ég mundi ekki nota myndavélina...asni...nú þarf ég bara að koma þessum myndum af símanum á tölvuna. Alla vega ég og Unu skelltum okkur á Hressó og dönsuðum af okkur rassinn. Ég hitti Róbert bróðir sem sagði allt gott og hana Ollý, stelpu sem er að vinna hjá Símanum.
Seint og síðar meir var kominn tíminn til að fara heim, Una gisti hjá vini sínum en ég tók leigara heim enda að fara vinna kl.10 um morguninn. Stoppaði á Nesti og keypti smá snarl handa okkur hjónaleysunum og svo bara beint heim. Rétt áður en ég sofnaði hafði ég sent henni Ástu Marteins sms..."Vilti hringja ef ég vakna ekki á morgun, er að fara að lúlla núna." Þetta sendi ég kl.6:40 og var mætt í vinnuna, búin að fara í sturtu kl.10....sem betur fer var ekki mikið um að vera á sunnudeginum þannig ég slapp alveg. Ég kom svo við á KFC á leiðinni heim
Við ætlum að taka því rólega næstu vikurnar, næsta helgi verðum við upp í bússtað ásamt fríðu föruneyti (Una, Allý og fl.)

thjaá...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þrusu gaman - og áhugavert að blóðið var ekki á dansgólfinu heldur á bolnum mínum!? Killing in the name of maður!!!!!!!!!!

April sagði...

Næst þegar við tökum svona djamm...gera það á helgi sem ég er EKKI að vinna. 2 tímasvefn er ekki heilsusamlegt...

Nafnlaus sagði...

blóð?.. omg!
ég kalla þig nú góða að mæta í vinnuna daginn eftir svona djamm...

April sagði...

regla sem ég hef sett mér síðan ég fór að drekka og vinna...þynnka er ekki veikindi!!!