laugardagur, janúar 26, 2008

Frí....eða eitthvað

loksins komin í einhvers konar frí...í dag er enginn skóli, enginn vinna og engin ræktin (fór 7x í síðustu viku) 1. vikan í Betra Form námskeiðinu gekk vel, missti 800 gr og ætla mér að missa meira í þeirri næstu en það er hins vegar nammidagur í dag og ég er búin að vera hugsa um bragðaref alla vikuna og held ég skelli mér bara á einn slíkan á eftir....
Ég er ekki beinlínis að fara að sitja með tærna upp í loft í dag því þó það sé ekki skóli verður maður að lesa eitthvað líka og gott ef ekki líka að sjá eitthvað um heimilið.

Við skötuhjúin ætlum að hafa það gott í kvöld svona í tilefni gærdagsins og fara út að borða og í bíó á Brúðgumann
eeeeeeeeeeeen fyrst ætla ég að klára að horfa á Stardust sem Stebbi niðri í vinnu lét mig fá í gær, hún er að koma skemmtilega á óvart og mæli með henni við alla sem hafa gaman að ævintýramyndum.

kv.
Apríl Eik

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Allt að verða kreisý

Fyrr má nú fyrr vera en lætin í borgarstjórninni....eða á maður kannski að segja Borgarstjórnleysunni. Ef lögin væru það klár að fyrirbyggja svona og setja neyðarkosningar þegar meirihluti í borgar/sveitarstjórn fellur á sama kjörtímabilinu og lýðurinn fengi að kjósa aftur fengju Sjálfstæðis- Framsók og Samfylking fæstu atkvæðin og við mundum sjá hæðsta hlutfall af auðum kjörseðlum síðan kosningar á Íslandi hófust. Ég ætti alla veg mjög erfitt með að ákv hverjum af þessum flokkum ég treysti best til að stjórna borginni, eins gott að þetta gerist ekki á Alþingi líka!!!

Annars er bara allt í góðu héðan af okkur að frétta, skólinn gengur ágætlega, ræktin stendur sig enn þá og vinnan....jaa hún er bara eins og alltaf og ekki orð um það meir. Talandi um vinnuna þá er ég í fríi á helginni og ætla að hafa það gott, ekkert planað en gæti jafnvel bara verið breytt útaf vananum og kannski farið út að borða og svo í bíó....hver veit

Ég er að fara að læra núna, þetta virðist vera alveg heilósköp sem við eigum að koma í hausinn á okkur núna og bara 2-3 vikur liðnar af skólanum :o/

Bið að heilsa í bili og ef einhver hefur áhuga á að stofna flokk til að bjóða sig fram í næstu kosningum, flokkur unga fólksins eins og Fönklistinn var hér um árið fyrir vestan, þá skal ég alveg kjósa þá því þeir sem eru við völd núna (núverandi og fyrrverandi meirihluti) eru ekki atkvæðis míns virði.

Pís out

sunnudagur, janúar 20, 2008

Hjúkkur 2011

komin tími á smá innlegg hérna...
skólinn byrjaður, vinnan og ræktin líka. Það er smá puð að skipuleggja sig alminnilega en það fylgir því víst að vera í háskóla.
Það eru einhverjir svo framtaksamir í bekknum að við erum komnar með okkar bloggsíðu, sjá hér til vinstri (Hjúkkur 2011). Nafn síðunnar er dregið af því að við munum útskrifast 2011!!!

Meira er ekki fréttum af þessum bænum í bili...

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Komið....

Biðinni er lokið....listinn er kominn á hjukrun.hi.is og ég er á honum....ofarlega!!!
Ég var sem sagt nr. 22 af 102 :o) alls ekki slæmt fyrir þá gömlu
2 einkunnir eru komnar í hús, 7,5 fyrir lífefnafræði og svo 8,5 fyrir sálfræðina....held það sé bara nokkuð nærri því sem ég hafði spáð. Restin kemur svo inn á morgun og skólinn byrjar á fimtudaginn

meira var það ekki í bili...

Þetta kemur í dag....

mánudagur, janúar 07, 2008

föstudagur, janúar 04, 2008

Skólinn...

í dag er 4.janúar og einkunnirnar eru ekki komnar inn. Það er frekar erfitt að vera ekki kíkja 50 x á dag þegar maður situr við tölvuna allan dagin og er á neti, s.s. vinna. Þær koma inn í síðasta lagi 10.jan en ég hef það á tilfinningunni þær koma inn 9.jan!!! Bíð spennt þanngað til
Svo er ég, Binni og pabbi að fara á Bubba tónleikana á morgun, nokkuð viss um að það verði svolítið flott.
Annars er það bara bíða og reyna að láta tímann líða hratt...sem gengur frekar illa.

Verðum í bandi 9-10.jan :oD

miðvikudagur, janúar 02, 2008

Árið 2008

Þá er nýja árið komið...við skötuhjúin fórum í mat til mömmu og pabba og fórum svo þaðan til Ingu systir hans Binna. Við komum heim seint og síðar meir eða mjög snemma, eftir því hvernig maður lítur á það. Fyrsti dagur ársins var frekar þunnur og nýjársmáltíðin var frá McDonalds.

Svo er það áramótaheitin:
1. Taka ræktina í gegn og missa a.m.k. 15 kg
2. Fara oftar í heimsókn til Ástu og Júlíu ömmu, til Grindavíkur til Emmu og Bubbu.
3. Fara á línuskauta í sumar og hjóla meira en síðasta sumar (stunda meiri útiveru)

Þá er maður búinn að setja þetta á netið og verður víst að standa sig við það...þó það hafi nú verið svolítið ógnvekjandi að setja markmiðið um að kg fjöldan á netið.

Svo er bara sitja og bíða efir einkunnunum....það er ekki ein einasta einkunn er komin, sem er nú kannski svolítið lélegt þar sem á morgun er mánuður síðan við tókum fyrsta prófið!!!!