fimmtudagur, janúar 24, 2008

Allt að verða kreisý

Fyrr má nú fyrr vera en lætin í borgarstjórninni....eða á maður kannski að segja Borgarstjórnleysunni. Ef lögin væru það klár að fyrirbyggja svona og setja neyðarkosningar þegar meirihluti í borgar/sveitarstjórn fellur á sama kjörtímabilinu og lýðurinn fengi að kjósa aftur fengju Sjálfstæðis- Framsók og Samfylking fæstu atkvæðin og við mundum sjá hæðsta hlutfall af auðum kjörseðlum síðan kosningar á Íslandi hófust. Ég ætti alla veg mjög erfitt með að ákv hverjum af þessum flokkum ég treysti best til að stjórna borginni, eins gott að þetta gerist ekki á Alþingi líka!!!

Annars er bara allt í góðu héðan af okkur að frétta, skólinn gengur ágætlega, ræktin stendur sig enn þá og vinnan....jaa hún er bara eins og alltaf og ekki orð um það meir. Talandi um vinnuna þá er ég í fríi á helginni og ætla að hafa það gott, ekkert planað en gæti jafnvel bara verið breytt útaf vananum og kannski farið út að borða og svo í bíó....hver veit

Ég er að fara að læra núna, þetta virðist vera alveg heilósköp sem við eigum að koma í hausinn á okkur núna og bara 2-3 vikur liðnar af skólanum :o/

Bið að heilsa í bili og ef einhver hefur áhuga á að stofna flokk til að bjóða sig fram í næstu kosningum, flokkur unga fólksins eins og Fönklistinn var hér um árið fyrir vestan, þá skal ég alveg kjósa þá því þeir sem eru við völd núna (núverandi og fyrrverandi meirihluti) eru ekki atkvæðis míns virði.

Pís out

Engin ummæli: