laugardagur, janúar 26, 2008

Frí....eða eitthvað

loksins komin í einhvers konar frí...í dag er enginn skóli, enginn vinna og engin ræktin (fór 7x í síðustu viku) 1. vikan í Betra Form námskeiðinu gekk vel, missti 800 gr og ætla mér að missa meira í þeirri næstu en það er hins vegar nammidagur í dag og ég er búin að vera hugsa um bragðaref alla vikuna og held ég skelli mér bara á einn slíkan á eftir....
Ég er ekki beinlínis að fara að sitja með tærna upp í loft í dag því þó það sé ekki skóli verður maður að lesa eitthvað líka og gott ef ekki líka að sjá eitthvað um heimilið.

Við skötuhjúin ætlum að hafa það gott í kvöld svona í tilefni gærdagsins og fara út að borða og í bíó á Brúðgumann
eeeeeeeeeeeen fyrst ætla ég að klára að horfa á Stardust sem Stebbi niðri í vinnu lét mig fá í gær, hún er að koma skemmtilega á óvart og mæli með henni við alla sem hafa gaman að ævintýramyndum.

kv.
Apríl Eik

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Minns að vinna sig á í lestrinum á blogginu. DísúsKRÆST, SJÖ SINNUM í ræktina á einni viku, það er örugglega ekki NORMAL - allavega ekki í mínu tilfelli! FER svona EINU SINNI Í VIKU AÐ MEÐALTALI ÞESSAR VIKURNAR OG MÁNUÐINA, nokkuð proud of myself ... gæti verið verra :)

Hilsen,
Sólfríður