laugardagur, ágúst 23, 2008

Litla þjóðin sem gat...frh

Varð að bæta þessu inní...var að lesa að New York Times hefðu fjallað um íslenska handbolta liðið og hvorki meira né minni en á forsíðu. Ég fór á www.nytimes.com og fletti þar upp greininni sem var skrifuð um liðið. Ég ætla ekki að hafa alla greinina en þið getið lesið hana hérna
Maður fær bara tár í augun....

en já, ég hljóp 10 km í dag í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði 12 þús kr. fyrir Blátt Áfram. Ég var klt og 10 min að hlaupa (samkv. úrinu mínu) og bætti mig um 5 mín úr Elliðaárdalnum, það eru reyndar minna af brekkum á þessari leið en Elliðaárdalnum og munurinn gæti legið í því. Ég hafði eitthvað pælt í því að hlaupa hálft maraþon næsta ár (hálft maraþon hljómar miklu betur en 21 km), við sjáum bara til, fékk svolítið mikið af blöðrum á ilina á hægri fót.

Svo er bara spurningin, djamma fram að leik eða bara stutt í kvöld og vakna snemma....hhmmmm

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aðdáunarvert að þú hafir hlaupið, dugleg stelpa,
Þú ert kannski ekki búin að ákveða þig en ég ætla að snemma að sofa, sofna yfir imbanum og vakna til að horfa á leikinn.

April sagði...

það var farið að sofa en ekki snemma, og vaknað og horft á leikinn og sofnað aftur....svo er bara að taka á móti strákunum OKKAR á miðvikurdaginn

Nafnlaus sagði...

OMG ég trúi því ekki ennþá að þú hafir hlaupið 10 kílómetra. Ég er ekki einu sinni viss um að ég gæti labbað 10 kílómetra.