Jæja þetta var svo gott að vera hjá mömmu og pabba á jólunum með binna....við höfðum það ekkert smá gott og stjanað alveg við okkur allan sólahringinn...og hvað fékk maður svo í jólagjöf.....svona fljótt upp talið fékk ég Issy Myaki (held það sé skrifað svona) frá Júlla og familiu, frá þeim fengum við líka bolla sem var búið að mála á Apríl Eik og á hinn Binni, þannig við eigum merkta bolla frá Sonju Mist og Eydísi Völu. Frá Róberti bróði fékk ég (og Binni) La Coste (held líka það sé skrifað svona) og myndina Voksne Menneske, takk fyrir það, frá Ingu systir hans Binna og fjölsk fengum við Tivoli Audio Model one (mæli með því að þið flettið því upp á netinu...gegt flott útvarp) fengum kisu glös frá Emmu og mjög flottan leir kertastjaka. Ester gaf mér Kronks new groove, glos og sápu frá body shop. Svo fengum við Binni sitthvora lopapeysuna frá mömmu og pabba sem við erum ótrúlega sæt saman í...fékk líka frá m&p bókina Myndin af pabba – saga Thelmu, þetta er virkilega hryllileg bók sem maður verður að lesa, þetta er ekki spurning um þola óhugnað eða ekki, maður verður bara að gera það þó væri ekki nema af því hún fór í gegnum það að skrifa hana....nóg um það í bili. Ég var svo búin að lofa Binna að ég mundi opna gjöfina hans síðast sem ég gerði...næstum því.....hann gaf mér Canon IXUSi!!!! Sem er bara rugl flott myndavél!!!! Til að gera þetta allt saman mikið skemmtilegra og mig meira kjaftstopp (já ég veit, en ég kom ekki upp orði!!!) Þá gáfu m&p mér 3 daga ljósmyndunarnámskeið fyrir stafrænarmyndavélar!!!!! Og þeir tvei (pabbi og Binni) voru ekkert búnnir að plana eitt né neitt.....þannig ég er að fara á ljósmyndunarnámskeið, láta gamlan draum rætast ;o)
Eftir allt pakkaflóðið var tekið í smá spil og það er svona nokkurn vegin það sem var gert heima...það var étið – sofið – spilað einmitt eins og jólin eiga að vera :oD
Svo var áætlað að fara heima 27.12 en það var ófært nema fyrir 1 vél þannig við áttum forgang 28.12 en þá var öllu flugi aflýst sem var frekar svart fyrir okkur þar sem ég er að fara að vinna á morgun og Binni á fös og við eigum eftir að kaupa áramóta matinn og dótið og ég veit ekki hvað og hvað....
M&p, þetta yndislega fólk, lánuðu okkur subaruinn til að keyra suður....sem vær ágætis hugmynd til að byrja með en þegar við vorum að koma frá Súðavík (næsti bær við Ísafjörð) var okkur ekki farið að lítast á blikuna þar sem var MJÖG erfitt að sjá milli stikanna að sé ekki minnst á vindinn sem lét aðeins heyra í sér....en til að hafa hugsanlega langa sögu stutta þá komumst við á leiðarenda heil á húfi og núna með 2 bíla til umráða þar til mamma kemur í feb ;o)
Ætla að fara að leika mér aðeins við að setja nýja canon forritið í tölvuna....
Ef ég skrifa ekkert fyrir áramót (sem ég skil ekki alveg af hverju ég er að standa í þessu því það virðist bara vera ein manneskja sem les þetta, hún Una!!)
Þá bara Gleðilegt ár...
6 ummæli:
Speaking of the devil - hér I am :)
Til lukku með að hafa komist heil á höldnu í bæinn elskurnar mínar... vona að þið farið ekki að taka spyrnukeppnir uppí árbænum fyrst þið hafið tvo bíla í takinu...
hei ég les líka stundum færslurnar þínar, gaman að sjá hvað þú og Binni eruð að bralla.
Gleðilegt nýtt ár
ekki koma hugmyndum í hausinn á mér....eða Binna....hittumst á nýju ári ;o)
Hei, það var mjög gaman að hafa ykkur skötuhjúin hérna hjá okkur. Þetta voru bara of fáir dagar (og veðrið ekkert til að monta sig af) og ´það var ekkert dekrað meira við ykkur en þið eigið skilið - og hana nú.
Pabbi
æ voða er pabbi þinn góður
já ég veit...hann er besti kallinn í öllum heiminum :o)
Skrifa ummæli