sunnudagur, febrúar 26, 2006

Loksins...

Var að fá mjöööööög góðar fréttir....ætla ekki að segja frá þeim núna :oD
Þetta eru ekki fréttir frá mér heldur aðilum nánum mér....mjög nánum mér.....bíð aðeins með að kjafta frá ;o)

mánudagur, febrúar 20, 2006

Til Hamingju Ísland

Til Hamingju Ísland
þ.e.a.s. ef einhver fýlupúkinn nær ekki að eyðileggja gleðina hjá okkur hinum með að fá það í gegn að banna Sylvíu Nótt að fara....heyrði það í kvöld fréttunum að það ætti að fara í lögfræðingana með þetta...70.000 atkvði af 150.000 er víst ekki nóg til að láta kyrrt liggja...örugglega ógeðslega gaman að vera gaurinn sem verður til þessa að Sylvía fer ekki, mjög vinsæll á ættarmótum ;o)
en ég hef engar áhyggjur...
annars er það að frétta að við fórum á djammið á helginni og vorum þunn á sunnudaginn....ég fór svo aðeins að versla á laugardaginn, svona konudagsgjöf handa mér....Binni bíður mér út að borða bara seinna. Fór líka í bíó með Ester á sunnudaginn því kallinn hennar er ekki á landinu og við fórum auðvita á Casanova :o) sem er bara nokkuð góð og sæt mynd....
og svo vinna í dagþað fer að styttast í árshátíðina og þá verður sko djammað feitt og Binni fær kannski að vera með ef hann þarf ekki að kokka, þetta er ekki alveg komið á hreint...
en annars vona ég bara að Sylvía komist áfram og bara Til hamingju Ísland með að velja næst flottasta lag ever....síðast var fyrir 20 árum....ætli það séu þá 20 ár þar til við sendum eitthvað annað sem er dæmt til að meika'ða ;o)

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

"Ekki höfnun/úrskurðurinn" mikli

Hérna kemur úrskurðurinn um nafnið mitt. Ég grét smá þegar ég las þetta síðasta, bara það af fá EKKI höfnun svona í fyrsta skipta hefur greinilega meira að segja fyrir mig en mig grunaði....og svo ef þetta verður samþykkt (er samt að reyna að undirbúa mig fyrir höfnun) þá þarf ég að fara að velta því fyrir mér hvort ég ætli að láta þetta ganga í gegn...sem ég geri líklega en það verður eitthvað sniðugt


1.

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 1/2006

Eiginnafn: Apríl Eik (kvk.)


Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:



Eiginnafnið Eik (kvk.) er á mannanafnaskrá og þarf því ekki að fjalla um það í manna-nafnanefnd.



Skráning ættarnafna og kenninafna samkvæmt ákvæðum 7. og 8. gr. laga nr. 45/1996 fer fram hjá Hagstofu Íslands og þarf því ekki að fjalla um kenninafnið [...] í nefndinni.



Á undanförnum árum hafa margar beiðnir um skráningu eiginnafnsins Apríl (kvk.) komið til úrskurðar mannanafnanefndar. Síðast var fjallað um nafnið Apríl í úrskurði nefndar-innar nr. 110/2005 þann 25. nóvember 2005. Einnig var fjallað um nafnið í úrskurðum mannanafnanefndar nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og var nafninu hafnað í öllum tilvikum.


Þrátt fyrir ofangreinda úrskurði um eiginnafnið Apríl var ákveðið að fresta afgreiðslu máls þessa til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

Allt í gúddí

VIldi bara láta vita af mér....er svo sem ekkert merkilegt að frétta, er í fríi á helginni sem þýðir konudagurinn verður þunnur ;o) eða eitthvað annað sniðugt
bið að heilsa í bili ;o)

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ekki höfnun

Jæja nú ber loksins til tíðinda hér á bæ....ég fékk svar frá mannanafnanefnd.....og.....ég fékk EKKI höfnun eins og ég var búin að búast við!!!!
Þau ætla að fresta ákvörðunartöku með nafnið Apríl (kvk) vegna gagnaöflunar!!!! Það er bara miklu meira en það sem ég bjóst við, það var nefnilega tekið framm að það hefði verið sótt um nafnið núna í nóvember og þá hafnað og svo talið upp fleiri skipti sem það hafði verið sótt um en alltaf hafnað en samt sem áður....ætla þau að FRESTA ákvaraðnatöku vegna gagnaöflunar og fl. Líklega að athuga hvort það gangi upp að hafa Apríl (kvk) með stóru A-i en apríl (kk) með litlu a-i :o)
og kannski líka að athuga hvort fallbeygingin virki!!!
En við skulum samt bíða og sjá til með hvort það verði samykkt eða ekki, en þetta er samt byrjunin :o)

þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Þar sem það hefur verið rosalega lítið að gerast hjá mér undanfarið annað en að mála vegg í herberginu þá ákv ég að skella þessu inn á....

Fjögur störf sem ég hef unnið við:
1. Frystihús Ísfirðinga - fiskvinnsla
2. Pizza 67 - þjóna
3. Lauga ás – þjóna
4. Síminn – 8007000 (tek bara við vandamálum þegar ég er í vinnunni!!)

Fjórar myndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
1. Disney myndir
2. Dreamworks myndir (Shrek og Ice Age)
3. Three Amigos
4. Gladiator

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
1. Gjövik
2. Ísafjörður
3. Cupertino (USA)
4. Reykjvaík

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla að horfa á:
1. Little Britan
2. Sex And The City
3. Smack the Pony
4. Desperate Housewives
And many, many, many more!

Fjórir staðir sem ég hef ferðast til í fríi:
1. Evrópa
2. Kalifornía
3. Benidorm
4. Vestfirðir

Fjórar vefsíður sem ég fer inná daglega:
1. Mbl.is
2. b2.is
3. Blogg-rúnturinn
4. people.com

Fjórir cd sem ég get ekki verið án:
Ég ætla að sleppa að svara þessum lið þar sem ég á I-pod og hef mína tónlist þar, er ekki að spá í geisladiska

Fjórir aðilar sem ég ætla að klukka:
1.Una
2.María Guðbjörg
3.Edda Kata
…og þeir sem vilja vera með ;o)

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Allt að verða kreisí

Var eins og flestir aðrir íslendingar að horfa á leikinn í gær og svo leikinn í dag og viti menn ég mun horfa á leikinn á morgun ;o) maður heldur í vonina...en það er víst það merkilegasta sem er að gerast hjá mér.
Rakst á þetta hjá henni Lóu minni og ákv að setja þetta á síðuna mín, svo verður bara gaman að sjá hvað og hverjir skrifa hjá mer ;o)
Friður út...

1. Hver ert þú?

2. Erum við vinir?

3. hvenær hittumst við fyrst og hvernig?

4. Ertu hreinskilin við mig?

5. Er ég fýlupúki ??

6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu af hverju þú valdir það.

7. lýstu mér í einu orði:

8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?

9. Lýst þér ennþá þannig á mig?

10. Hvað minnir þig á mig?

11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað - hvað myndi það vera?

12. Hversu vel þekkiru mig?

13. Hvenær sástumig síðast?

14. Hefur þig einhvern tímann langað að segja mér e-ð en ekki getað það?

15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?