mánudagur, febrúar 20, 2006

Til Hamingju Ísland

Til Hamingju Ísland
þ.e.a.s. ef einhver fýlupúkinn nær ekki að eyðileggja gleðina hjá okkur hinum með að fá það í gegn að banna Sylvíu Nótt að fara....heyrði það í kvöld fréttunum að það ætti að fara í lögfræðingana með þetta...70.000 atkvði af 150.000 er víst ekki nóg til að láta kyrrt liggja...örugglega ógeðslega gaman að vera gaurinn sem verður til þessa að Sylvía fer ekki, mjög vinsæll á ættarmótum ;o)
en ég hef engar áhyggjur...
annars er það að frétta að við fórum á djammið á helginni og vorum þunn á sunnudaginn....ég fór svo aðeins að versla á laugardaginn, svona konudagsgjöf handa mér....Binni bíður mér út að borða bara seinna. Fór líka í bíó með Ester á sunnudaginn því kallinn hennar er ekki á landinu og við fórum auðvita á Casanova :o) sem er bara nokkuð góð og sæt mynd....
og svo vinna í dagþað fer að styttast í árshátíðina og þá verður sko djammað feitt og Binni fær kannski að vera með ef hann þarf ekki að kokka, þetta er ekki alveg komið á hreint...
en annars vona ég bara að Sylvía komist áfram og bara Til hamingju Ísland með að velja næst flottasta lag ever....síðast var fyrir 20 árum....ætli það séu þá 20 ár þar til við sendum eitthvað annað sem er dæmt til að meika'ða ;o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Amms - lagið er algjör snilld!

Þetta held ég að verði svona make it or brake it mission. Annað hvort á fólk eftir að fíla þetta eða fordæma.

Efast um að nokkur þori að stjaka við úrslitunum, nema að sá hinn sami sé ekki með fullefemm!

April sagði...

eða....er svo ógeðslega desperite að koma einu af sínum 3 lögum að.....ég held samt að það verði ekki

Nafnlaus sagði...

Sælarrr skvísa :) Ohh ég gæti ekki verið meira samála þér í því að þessi kalldjöfull verði með skotleyfi á sér ef hann fær það í gegn að banna lagið hennar út. Alla vega á hann ekki eftir að hafa það gott greyjið hehe. Jæja þangað til næst knús Sæunn Inga símamær.