fimmtudagur, febrúar 16, 2006

"Ekki höfnun/úrskurðurinn" mikli

Hérna kemur úrskurðurinn um nafnið mitt. Ég grét smá þegar ég las þetta síðasta, bara það af fá EKKI höfnun svona í fyrsta skipta hefur greinilega meira að segja fyrir mig en mig grunaði....og svo ef þetta verður samþykkt (er samt að reyna að undirbúa mig fyrir höfnun) þá þarf ég að fara að velta því fyrir mér hvort ég ætli að láta þetta ganga í gegn...sem ég geri líklega en það verður eitthvað sniðugt


1.

Ár 2006, fimmtudaginn 26. janúar, er fundur haldinn í mannanafnanefnd. Fyrir er tekið

mál nr. 1/2006

Eiginnafn: Apríl Eik (kvk.)


Kveðinn er upp svohljóðandi úrskurður:



Eiginnafnið Eik (kvk.) er á mannanafnaskrá og þarf því ekki að fjalla um það í manna-nafnanefnd.



Skráning ættarnafna og kenninafna samkvæmt ákvæðum 7. og 8. gr. laga nr. 45/1996 fer fram hjá Hagstofu Íslands og þarf því ekki að fjalla um kenninafnið [...] í nefndinni.



Á undanförnum árum hafa margar beiðnir um skráningu eiginnafnsins Apríl (kvk.) komið til úrskurðar mannanafnanefndar. Síðast var fjallað um nafnið Apríl í úrskurði nefndar-innar nr. 110/2005 þann 25. nóvember 2005. Einnig var fjallað um nafnið í úrskurðum mannanafnanefndar nr. 33/1992, 53/1998, 45/2000, 46/2000 og 68/2000 og var nafninu hafnað í öllum tilvikum.


Þrátt fyrir ofangreinda úrskurði um eiginnafnið Apríl var ákveðið að fresta afgreiðslu máls þessa til frekari skoðunar og gagnaöflunar.

Engin ummæli: