mánudagur, maí 29, 2006

Mér tókst það...

Loksins dregur til tíðinda hér á bæ. Ég hef beðið aðeins með það að tilkynna þetta en læt það vaða þar sem ég gekk frá þessu í dag, svona formlega.
Í síðustu viku, nánar tiltekið síðasta mánudag, fékk ég bréf frá Dóms-og kirkjumálaráðuneyti sem hefst svona: "Hér með tilkynnist yður að ráðuneytið hefur gefið út nafnbreytingarleyfi, yður til handa, þannig að nafn yðar verði Apríl Eik Stefánsdóttir Beck." Það er sem sagt búið að samþykkja nafnið Apríl, kvk með eignarfalls-endingu og öllu. Hins vegar er ekki búið að koma úrskuðrinum á netið en það verður vonandi gert í vikunni, langar svolítið til að sjá hvað var ákveðið. Þið getið rétt ímyndað ykkur gleðina þegar ég fékk þetta, Binni reyndar las þetta upp og gerði það svo snildarlega, að þegar ég sá svipinn á honum sagði ég: " Þau höfnuðu þessu." og ég virkilega trúði því!!!
Eitt sem sýnir hvað Ísland er lítið land, Guðmundur Örvar Bergþórsson, lögfræðingurinn sem skrifar undir er bróðir hans Binna, og kona sem afgreiddi mig með leyfið heitir Inga Dóra og þekkti mömmu og pabba þegar þau bjuggu útí Noregi og er líka skólasystir hennar Ástahildar frænku. En boltinn er kominn af stað, Inga Dóra sagði að þetta verði líklega ekki komið í þjóðskrá fyrr en í næstu viku og þá get byrjað á því að fá allt dótið á RÉTT nafn. Sem betur fer fór ég fram á það á sínum tíma að fá 2 stúdentskírteini, eitt á hvort nafn, en það var ekki hægt þannig Apríl var sett í sviga undir Ástu þannig ég þarf líklega ekki að endurnýja það, við sjáum hins vegar til með það.
Annað í fréttum, ég, Binni og Júlli bróðir erum að fara vestur á föstudaginn til að hjálpa þeim gömlu að flytja suður. Við keyrum svo aftur á sunnudaginn vonandi, verður gott að hvíla sig aðeins áður en vinnuvikan hefst aftur.

Nóg í bili hérna...ætla að kíkja í þjóðskrá og athuga hvort þetta sé nokkuð komið inn, held ekki en það má kíkja (það er gallinn við að þurfa að bíða í viku, ég vinn við tölvu þannig það er mjög auðvelt fyrir mig að komast á netið!!!)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju!

En ég vissi ekki að maður gæti unnið á tölu... alltaf lærir maður eitthvað nýtt!

April sagði...

hey þú hefur ekki efni á því að gera grín af "tipo" annara manna...

Nafnlaus sagði...

TIl hamingju með nafnið;) Kv. Arna Símamær

April sagði...

takktakk