miðvikudagur, mars 07, 2007

Árshátíð Símans

Þá er árshátíðin hjá Símanum núna næsta laugardag. Ég lærði af mistökunum í fyrra og ætla ekki að vera að vinna hvorki fyrr um daginn eða daginn eftir ;o)
Annars var ég að skoða myndir frá því í fyrra árshátíðna, stelpu daginn og Benidorm....alltaf kann maður betur og betur að meta myndavélagleði hjá manni svona eftir á ;o)
Annars er ekki mikið né flókið plan fyrir laugardaginn, fer í spinning kl.9, fer í Kringluna að klára að versla það sem ég þarf (skraut í hárið og fl.) heim í bað/sturtu. Hafa til hár og förðun, föt og svo kl.17 er fordrykkur og þaðan er farið í Laugardalshöllina kl.19 (rútur ferja fólkið)
Svo verður (eins og stendur á mörgum miðunum) kátt í Höllinni fram á rauða nótt...muna bara að hafa myndavélina vel hlaðna ;o)

Meira var það nú ekki...sjáum svo til með hvort ég nenni að skrifa eitthvað á sunnudaginn...

ps.
Ég var að taka aðeins til á linkunum mínum og hef bara þá sem ég skoða eitthvað reglulega eða þá sem skrifa eitthvað reglulega (sem þýðir að ég kíki þanngað reglulega) þannig ef einhver móðgast þá bara só bí it

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Apríl Eik Stefánsdóttir Beck!

Detta af mér allar dauðar lýs! Að þú skulir ekki skammast þín! Hehe. Reyndar er þessi grein ...hmmm bara eins og hún er. Erum við ekki bara betri mannverur að tjá okkur um fáfræði og vitleysu annarra???

Lov sé Guði!
AMEN