Einhver ákvað að sumarið væri komið....ég er ekki alveg sammála...
En ég er búin að fara á Esjuna 1 sinni og er að fara aftur á þri. Hrafnhildur í vinnunni fór með mér um daginn og ætlar aftur núna. Stebbi ætlar líka og kannski Karen og Ásta M. Það verður fríður hópur sem fer á fjallið á verkalýðsdaginn....svo í sund á eftir.
Bryn kom í bæinn á síðasta vetrardag því hún var að fara til London in the crack of dawn á sumardaginn fyrst. Við skemmtum okkur vel eins og í gamla daga og bíð ég bara eftir því að hún flytji í bæinn aftur.
Ég og Una erum svo byrjaðar að undirbúa stelpudaginn aftur og verður hann 12.maí núna í ár, sama dag og kosningar og Eurovísion, þannig það verður þéttskipaður dagur hjá okkur.
Fer svo að setja inn myndir af vogleðinni og sumardeginum fyrst og eitthvað meira..
bæbæ
Apríl Eik
sunnudagur, apríl 29, 2007
sunnudagur, apríl 15, 2007
Söngvakeppni Framhaldsskólanna
ég er EKKI sátt við úrslitin...skítapleis og ekkert annað....Hamrahlíð var laaaaaangbest þó þeir hafi ekki sungið heilan texta og bara raddað lag....en common...það voru margir aðrir sem sungu mikið betur en þessu gaur, þó hann hafi sungið elsta lagið með Deep Purple!!!!
vildi bara koma þessu á framfæri
til hamingju Sæunn enn og aftur
ég er dottin í það...bæ
vildi bara koma þessu á framfæri
til hamingju Sæunn enn og aftur
ég er dottin í það...bæ
föstudagur, apríl 13, 2007
Til hamingju
Þetta er frábær dagur í söluverinu...Sæunn hópstjóri sem er búin að vera að reyna að verða ólétt síðan löngu áður en ég byrjaði hérna fékk sitt fyrsta JÁ í dag. Við erum öll búin að vera að halda í okkur andanum og þegar fréttirnar bárust fóru allir næstum því að gráta :oD
Það verður svo gaman að fylgjast með og vona það besta með þeim hjónum .
síðan hennar er http://barnaland.is/barn/44006/
ef einhver vill kíkja á þetta.
Það verður svo gaman að fylgjast með og vona það besta með þeim hjónum .
síðan hennar er http://barnaland.is/barn/44006/
ef einhver vill kíkja á þetta.
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Páskarnir 2007
Páskarnir í ár voru bara nokkuð góðir...ég er alla vega mjög sátt.
Ég var að vinna til kl.22 á miðvikudaginn og þar sem Una var ekkert að gera dró ég hana út með mér. Binni var að hitta gamla skólafélaga þannig ég ákvað bara að hitta vinkonu mína líka.
Við byrjuðum á því að fara heim til mín þar sem ég hafði mig aðeins til og svo til Unu þar sem hún hafi sig til. Við fórum svo í bjór og spjall á Ölver sem vildi svo skemmtilega til að Binni var líka þar. Allt í góðu. Binni nennti svo ekki að vera mikið lengur og fór heim um 2 leitið sem telst nú nógu seint fyrir marga. Ég og Una fórum hins vegar á smá pöbbarölt, byrjuðum á Dillon, dönsuðum þar aðeins. Fórum svo á Celtic og út aftur. Kíktum aðeins á Hverfisbarinn bara upp á fönnið þar sem það var engin röð, fengum okkur sitthvorn bjórinn og fórum svo út með helminginn, not our kind of people.... Við kíktum á Kofa Tómasar frænda en sama og á Celtic, beint út aftur. Við fengum svo stimpil til að fara frítt inn á Pravda sem við nýttum okkur og dönsuðum aðeins meira. Þaðan átti leiðin að liggja á Amsterdam en þar sem við þurftum að borga okkur inn snérum við við og fórum á Dubliners. Þar hittum við gamlan kærasta hennar Unu sem bauð okkur í glas. Þá var nú vel liði á kvöld og sumir orðnir þreyttir og eitthvað meirar. Við komum við á Hlöllabátum og fegnum okkur "morgunmat" og ég keypti stóra pizzu á Pizza Pronto fyrir Binna, honum finnst þær svo góðar, mér reyndar líka.
Þetta var bara miðvikudagurinn.
Fimmtudaginn var bara afslöppun með þó góðum göngutúr og sama á föstudaginn með góðum hjólatúr.
Laugardagurinn var eitthvað á þekju en það var sömuleiðis kíkt aðeins út þá. Una fékk Allý vinkonu sína til að kíkja í spil til okkar og þegar því var lokið (ég og Binni RÚSTUÐUM háskólanemunum!!!) fórum við niður í bæ. Binni hitti félaga sína þar en ég og Una hittum Maríurnar á Ölstofunni. Una fór svo fyrr heim einhverra hluta vegna þannig ég, Allý og Maríurnar sátum eftir og kjöftuðum. Það var loka kl.3, náðum að draga það til svona hálf fjögur, þá mætti ég Binna á leiðinni niður eftir og við fórum saman heim...ddöööö...fengum okkur sitthvora samlokuna og lognuðumst svo útaf.
Á sunnudaginn fengum við páskaegg og lamb hjá mömmu...Júlli bróðir mætti með stelpurnar sínar og svo Róbert bróðir líka.
Eftir matinn var setið og spjallað á melltunni og svo bara drýfa sig heim.
Í gær, annan í páskum, var aftur móti tekin U-beygja í mataræði og steiktu fiskur í matinn hjá okkur hjónaleysunum. Við skelltum okkur svo í bíó á Wild Hogs sem var bara hin ágætasta skemmtun.
Núna er svo vinnuvikan byrjuð aftur á fullar og ræktin/átakið líka.
Bið að heilsa í bili...
Apríl Eik
Ég var að vinna til kl.22 á miðvikudaginn og þar sem Una var ekkert að gera dró ég hana út með mér. Binni var að hitta gamla skólafélaga þannig ég ákvað bara að hitta vinkonu mína líka.
Við byrjuðum á því að fara heim til mín þar sem ég hafði mig aðeins til og svo til Unu þar sem hún hafi sig til. Við fórum svo í bjór og spjall á Ölver sem vildi svo skemmtilega til að Binni var líka þar. Allt í góðu. Binni nennti svo ekki að vera mikið lengur og fór heim um 2 leitið sem telst nú nógu seint fyrir marga. Ég og Una fórum hins vegar á smá pöbbarölt, byrjuðum á Dillon, dönsuðum þar aðeins. Fórum svo á Celtic og út aftur. Kíktum aðeins á Hverfisbarinn bara upp á fönnið þar sem það var engin röð, fengum okkur sitthvorn bjórinn og fórum svo út með helminginn, not our kind of people.... Við kíktum á Kofa Tómasar frænda en sama og á Celtic, beint út aftur. Við fengum svo stimpil til að fara frítt inn á Pravda sem við nýttum okkur og dönsuðum aðeins meira. Þaðan átti leiðin að liggja á Amsterdam en þar sem við þurftum að borga okkur inn snérum við við og fórum á Dubliners. Þar hittum við gamlan kærasta hennar Unu sem bauð okkur í glas. Þá var nú vel liði á kvöld og sumir orðnir þreyttir og eitthvað meirar. Við komum við á Hlöllabátum og fegnum okkur "morgunmat" og ég keypti stóra pizzu á Pizza Pronto fyrir Binna, honum finnst þær svo góðar, mér reyndar líka.
Þetta var bara miðvikudagurinn.
Fimmtudaginn var bara afslöppun með þó góðum göngutúr og sama á föstudaginn með góðum hjólatúr.
Laugardagurinn var eitthvað á þekju en það var sömuleiðis kíkt aðeins út þá. Una fékk Allý vinkonu sína til að kíkja í spil til okkar og þegar því var lokið (ég og Binni RÚSTUÐUM háskólanemunum!!!) fórum við niður í bæ. Binni hitti félaga sína þar en ég og Una hittum Maríurnar á Ölstofunni. Una fór svo fyrr heim einhverra hluta vegna þannig ég, Allý og Maríurnar sátum eftir og kjöftuðum. Það var loka kl.3, náðum að draga það til svona hálf fjögur, þá mætti ég Binna á leiðinni niður eftir og við fórum saman heim...ddöööö...fengum okkur sitthvora samlokuna og lognuðumst svo útaf.
Á sunnudaginn fengum við páskaegg og lamb hjá mömmu...Júlli bróðir mætti með stelpurnar sínar og svo Róbert bróðir líka.
Eftir matinn var setið og spjallað á melltunni og svo bara drýfa sig heim.
Í gær, annan í páskum, var aftur móti tekin U-beygja í mataræði og steiktu fiskur í matinn hjá okkur hjónaleysunum. Við skelltum okkur svo í bíó á Wild Hogs sem var bara hin ágætasta skemmtun.
Núna er svo vinnuvikan byrjuð aftur á fullar og ræktin/átakið líka.
Bið að heilsa í bili...
Apríl Eik
mánudagur, apríl 02, 2007
1. apríl
Mikið rétt mánuðurinn minn er byrjaður. Ég gerði þau miklu mistök að lýsa því yfir við Binna að hann gæti ekki látið mig hlaupa 1. apríl þar sem ég heiti nú Apríl....ég hafði rangt fyrir mér....
Ég fer að að vinna kl.10 um morguninn og Binni hringir í mig og spyr hvort ég hafi séð Fréttablaðið, sem ég hafði ekki séð. Hann segir mér að fletta upp á blaðsíðu 16 og sjá hvað er skrifað um nafnið mitt þar. Ég fe á netið og fletti upp á visir.is og á bls 16 í Fréttablaðinu er grein um mannanöfn, alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar einhvers staðar fram. Þannig ég tek mig til og prenta út greinina og les hana í gegn, nokkuð góð grein b.t.w., nema hvað ég sé hvergi nafnið mitt. Ég fer aftur á síðuna og ath hvort það sé í hinni greininni, þar er talað um nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt, aftur alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar fram en ég bara finn það ekki. Loks hringi ég í Binna og spyr hann útí þetta, af því ég finn þetta ekki....hann segir: "jú þetta er ofarlega á síðunni, ofar, ofar, aðeins ofar....1.apríl!!!!!" Ég var svo rosalega fúl útí hann að ég held hann þori ekki að reyna að láta mig hlaupa 1.apríl afur :o/
Bíðið svo bara og sjá hvað ég geri til að hefna mín...kannski ekki næsta ár eða þar á eftir en það mun koma ;o)
Svo erum við eiginlega bara komin í páskafrí....
bið að heilsa í bili...
Ég fer að að vinna kl.10 um morguninn og Binni hringir í mig og spyr hvort ég hafi séð Fréttablaðið, sem ég hafði ekki séð. Hann segir mér að fletta upp á blaðsíðu 16 og sjá hvað er skrifað um nafnið mitt þar. Ég fe á netið og fletti upp á visir.is og á bls 16 í Fréttablaðinu er grein um mannanöfn, alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar einhvers staðar fram. Þannig ég tek mig til og prenta út greinina og les hana í gegn, nokkuð góð grein b.t.w., nema hvað ég sé hvergi nafnið mitt. Ég fer aftur á síðuna og ath hvort það sé í hinni greininni, þar er talað um nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt, aftur alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar fram en ég bara finn það ekki. Loks hringi ég í Binna og spyr hann útí þetta, af því ég finn þetta ekki....hann segir: "jú þetta er ofarlega á síðunni, ofar, ofar, aðeins ofar....1.apríl!!!!!" Ég var svo rosalega fúl útí hann að ég held hann þori ekki að reyna að láta mig hlaupa 1.apríl afur :o/
Bíðið svo bara og sjá hvað ég geri til að hefna mín...kannski ekki næsta ár eða þar á eftir en það mun koma ;o)
Svo erum við eiginlega bara komin í páskafrí....
bið að heilsa í bili...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)