mánudagur, júní 18, 2007

17.júní

17.júní kom og fór með glæsibrag...
Ég kíkti aðeins út með Ester á laugardaginn á kaffihús í spjall, sem var mjög fínt svona reyklaust.
Binni kíkti út með Nonna félaga sínum (sem er víst að fara að flýja land, eða flytja til Danmerkur)
Binni fór svo upp í bústarð með Grétari bróður sínum að mála bústaðinn meðan ég kíkti til mömmu og pabba í vöfflur og læti. Júlli bróðir kom með allar stelpurnar sínar og höfðum við það bara nokkuð gott hjá þeim, vantaði alla veg ekki kræsingarnar á þessu heimili.
Ég kíkti svo í bæinn með Júlla og co en við hefðum svo sem getað sleppt því. Bara smá gelgjur á ímyndurnarfylleríi, túristar að furða sig á ósköpunum og pólverjar á fyllerií.
Ég kom mér svo bara vel fyrir heima með video og ís. Binni kom svo heim seint og síðar meir og þar með var dagurinn liðinn.
Núna er önnur mjög þreytt vinnuvika að hefjast og maður ekki að nenna þessu en þraukar...

Bið að heilsa í bili...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hó og jibbíjei... held að sú hátíð sómi sér bara best í smábæjunum núorðið...

April sagði...

heirheir...næst fer ég upp í bústað

Nafnlaus sagði...

Búin að "adda" myndunum á síðuna. Mín alveg að standa sig sko hehe :0)

Sautjándi júní (eða 17. júní) í miðbænum skánaði svona svakalega þegar ég kom auga á nokkrar mannsveskjur (svona ca 5) sem voru eldri en ég! Var komin á þvílíkan bömmer yfir því hversu gömul ég væri orðin og GRÁ og skyldi aldrei aftur mæta í miðbæinn á sautjándanum þegar og ég segi ÞEGAR ég sá þessar fyrrgreindu mannverur sem btw björguðu deginum :) :) :)

Chao chica!
Solla

April sagði...

já mér fannst ég líka vera vooooða gömul eitthvað og ég er ekki einu sinni orðin hálfþrítug :o/