hvað er að fréttar?
Harry Potter var mögnuð, virkilega vel útfærð, hæfilega miklu sleppt (lengsta bókin af þeim 6 sem eru komnar) og hæfilega mikið tekið inn, mikilvægt og ekki svo mikilvægt.
Síminn er enn þá að gera sig og hjólið hans Binna á alla hans athygli (nánast) á kvöldin, þannig lítið breyst þar enn sem komið er.
Við erum að fara upp í bústað á næstu helgi og ætlum að taka til í garðinum með Bubbu og Emmu. Ég vil helst taka Pjakk með því þetta er þá 3 helgin í röð (af 4) sem við erum ekki heima, erum að fara út í Flatey 20-22 júlí og ekki getum við tekið hann þanngað með okkur.
Ég er byrjuð að lesa aðeins fyrir skólann og alltaf rifjast það betur og betur upp fyrir mér hvað þetta er mikið magn af utanbókarlærdómi, en við mössum þetta, þ.e.a.s. við stelpurnar sem erum að fara í þetta. Var að tala við Láru sem vinnur hérna og er að fara í hjúkrun, við vorum nokkuð sammála um að læra mest bara einar en svo hittast og fara yfir þetta saman, setja okkur fyrir næstu viku og fl. Planið verður s.s. veljum okkur kafla til að glósa úr svo við séum ekki allar að glósa úr öllu og svo deilum við þessu með okkur, gera sitthvort verkefnið og eitthvað. Þannig næst meira úr lærdómnum.
Svo verð ég líka að vinna 2 kvöld í viku og aðra hverja helgi 12 tíma (alla vega til að byrja með, sjáum hvort ég haldi geði)....þetta verður ekkert mál bara ef ég trúi því....og verð skipulögð....og held einbeitingu....og smá guðslifandilukku....
þannig allir mega bara senda mér góða strauma takk fyrir...
bið að heilsa í bili...er að fara logga mig út og hjóla heim...sem var ógeðslega góð hugmynd í morgun því þá fékk ég að sofa aðeins lengur en er ekkert voða sniðgu núna...
pís áut
1 ummæli:
Flatey.... almost there man!
Skrifa ummæli