fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Ekki höfnun

Jæja nú ber loksins til tíðinda hér á bæ....ég fékk svar frá mannanafnanefnd.....og.....ég fékk EKKI höfnun eins og ég var búin að búast við!!!!
Þau ætla að fresta ákvörðunartöku með nafnið Apríl (kvk) vegna gagnaöflunar!!!! Það er bara miklu meira en það sem ég bjóst við, það var nefnilega tekið framm að það hefði verið sótt um nafnið núna í nóvember og þá hafnað og svo talið upp fleiri skipti sem það hafði verið sótt um en alltaf hafnað en samt sem áður....ætla þau að FRESTA ákvaraðnatöku vegna gagnaöflunar og fl. Líklega að athuga hvort það gangi upp að hafa Apríl (kvk) með stóru A-i en apríl (kk) með litlu a-i :o)
og kannski líka að athuga hvort fallbeygingin virki!!!
En við skulum samt bíða og sjá til með hvort það verði samykkt eða ekki, en þetta er samt byrjunin :o)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært! vonum að þetta gangi loksins í gegn ;)

Nafnlaus sagði...

Geeeðveikt...
Sendi innilegar hamingjuóskir til Aprílar!!! (er það ekki rétt svona?)

April sagði...

jújú ef það verður samþykkt