sunnudagur, ágúst 13, 2006

Dagur 3 og 4...eða eitthvað

Planið fór ekki alveg eins og til stóð. Við ætluðum að fara í Terra Natura í gær og svo í Mundumar í dag en þar sem við sváfum vel og lengi, misstum af morgunmatnum og allt ákv við bara að slappa af í gær og fara í dag. Sem við gerðum. Við fórum snemma af stað og vorum komin rétt eftir opnun kl. 10 í morgun þannig það var ekki orðið brjálaður hiti og ekki of mikið af fólki. Við kíktum á ljónin og tígrisdýrin fyrst og það var bara nokkuð líf í þeim, annað en þegar maður hefur farið áður. Ég tók fullt af myndum og eins gott að ég tók EKKI filmuvélina með því hún er með svo góðu zoom-i!!!! Svo var digitalvélin líka rafmagnslaus um miðjan daginn bara til að gera þetta betra. En ég náði fullt af myndum af stóru kattadýrunum og fílunum sem var eiginlega fyrir mestu. Það var ekki mikið um skemmtiatriði þannig eftir 3 klt. vorum við búin að skoða allt, komið fullt af fólki með organdi krakkapúka og hitinn farinn að hækka þannig að dýrin voru bara í skugga og nenntu ekki að hreyfa sig. Við fórum úr garðinum um 2 leitið og tókum strætó til baka. Binna til mikillar gleði var Liverpool – Chealsae leikurinn á breska pubnum fyrir neðan hótelið, þá var ekkert annað að gera nema að skella sér þanngað þegar við komum heim. Fengum okkur aðeins að borða svo byrjaði leikurinn og ég skellti mér á ströndina. Binni kom svo eftir leikinn kátur og glaður með 2-1 fyrir sínum mönnum ;o).
Við fórum með vindsængina út í sjó og bursluðum þar í dágóða stund þar til ég rak hægri stóru tánna í kletta á botninum og fékk gat, ekki stórt en það sveið eins og ég veit ekki hvað útaf saltinu í sjónum. Það var fara að halla að degi og við komum okkur heim til að fara í matinn á hótelinu sem var eins og oft áður mjög góður. Við ætluðum að fara á barinn eftir matinn en svo bara hreinlega nennum við því ekki og erum upp á herbergi núna að velta því fyrir okkur hvað við eigum af okkur að gera, fara út eða bara fá okkur bjór hérna heima og spila spil. Morgundagurinn verður ekkert minni, því þá ætlum við að fara í Aqualandia og það verður sko ekki tekið á 3 klt. heldur allan daginn.

Mamma og pabbi, þið knúsið Pjakk fyrir okkur, hann hefði sko tekið ljónin í nefið hefði hann verið með okkur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Váts.. þú ættir barasta að vera oftar í útlöndum - allaveganna ef manni langar í haug og helling af bloggi :D

Annars bíð ég bara spennt eftir póstkortinu mínu :D

Nafnlaus sagði...

Allt í lagi með villidýrið í Hraunbænum. Hann færi sitt daglega knús, klór og 2 vítamínpillur Virðist bara vera nokkuð sáttur við lífið og tilveruna.
Hlakka til að heyra ferðasöguna frá vatnsgarðinum.

Kattahirðirinn