mánudagur, ágúst 21, 2006

Síðustu dagarnir

Þá er komið að síðustu dögunum hérna á Benidorm. Þetta er búið að vera fínn tími, notuðum fyrstu dagana til að slappa af, “mið”-vikuna til að gera allt það sem við ætluðum (Mundomar, Aqualandia, Terra Natura, Terra Mítica, versla í “Kringlunni” og jeppasafaríið) og núna síðustu dagarnir verða notaðir til að halda áfram að slappa af. Við erum búin að sofa vel út, misstum af morgunmatnum 3 daga í röð en okkur er svo sem alveg slétt sama, egg og beikon er ekki eins heillandi núna og fyrir 11 dögum. Í gær vorum við aðallega á ströndinni í sjónum og lágum í sólbaði, eða í skugga alla vega en maður verður víst brúnn af því samt. Í dag ætlum við að kíkja í gamlabæinn og kannski reyna að kaupa eitthvað handa fólkinu heima og líka fyrir okkur. Veit ekki alveg hvað við gerum á morgun en það verður eitthvað svipa, afslöppun og pakka niður. Flugið er kl.8:30 á miðvikudagsmorguninn þannig við þurfum að leggja mjög snemma af stað héðan, ætla að hafa samband við fararstjórann og spyrja hvenær. Upplýsingar sem er betra að hafa ;o)
Við erum farin að sakna Pjakks rosalega mikið sérstaklega útaf kisunum sem eru í garði hérna á mill strandgötunar og aðalgötunar. Það eru einhverjir sem gef þeim að borða þannig þær eru ekkert mikið að fara úr garðinum. Við ætlum að kíkja út aðeins í kvöld og ég ætla að reyna að ná mynd af þeim.
Annars er ekki mikið meira að frétta, það er svona eitt og annað sem við gerðum ekki. T.d. að leggja vespur og fara á markaði í einhverjum bænum hérna við, en þar sem þetta var ekki í forgangsröð þá sjáum við ekki mikið eftir því

Hlökkum til að sjá ykkur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svona er þetta, maður gerir ekki allt á 2 vikum þó þið Bryngerður hafi skoðað Evrópu á 5 vikummmmmmmmmm.
Vitlu svara meilinu fljótlega.


Pabbi.