miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Vika liðin og vika eftir

Eitthvað hefu bloggið gleymst en hérna kemur það sem hefur gerst síðan síðast.
Við fórum í Aqualandi í gær og vorum mætt kl.10 um morguninn, náðum að fara í nokkrar brautir án þess að vera of mikið í röðum sem er bara gott. Á einum stað í garðinum er nokkrar brattar brautir sem við skelltum okkur í. Fyrsta er hvít og þá liggur maður á korkdýnu og fer á maganum niður, mjög gott að byrja á því. Næsta er appelsínugul og aðeins brattari með 2 “bungum” en ekkert voðalega há. Næst á eftir henni er græna brautinn og hún er alveg lokuð. Við héldum að það yrði ekkert mál því maður sér ekkert en það er einmitt málið, maður sér ekki neitt og veit ekkert hvað er að fara að gerast næst. Næst síðust var bláabrautinn, það hún var lokuð fram yfir “bunguna” þannig maður sá ekki neitt fyrr en eftir bunguna og þá horfir maður bara beint niður. Á skiltinu fyrir ofan opið er manni sagt að ekki ýta sér og ekki að ástæðulausu. Þegar maður kemur fram úr bungunni, svífur maður smá í lausu lofti og rennur svo niður eftir brautinni. Ég bömpaði á brautinni og fékk þessa 2 fallegu marbletti á hægri rasskinnina. Síðst var svo gula. Þá fer maður fram af og beint niður. Ég tel mig mjög góða að hafa farið í upp að bláu, bömbið var svolítið turn off, en Binni hetja fór í gulu og gerði það með stæl. Mjög stolt af mínum manni. Dagur inn hélt svo áfram og við fórum í hinar og þessar brautir, 2 hvítar, þar sem maður getur valið um að fara beint niður og hratt eða í bungum og ekki eins hratt. Ég fór í þessa með bungunum og gerði eins og mér var sagt, krossleggja fætur og leggja hendurnar yfir bringuna. Ég hossaðist svo mikið og fékk marblett aftan á vinstri kálfanum, þvi hægri var yfir vinstri. Við fórum í allar brautir og um 3 leitið fórum við á bekk og lögðumst í smá sólbað í klt. þá ætluðum við að fara aftur í e-r brautir en það var svona minnst 20 mín bið í allar þannig við fórum bara upp á hótel aftur.
Við kíktum aðeins út um kvöldið og fundum diskógötuna mína síðan 2001 og var mjög gott að koma þanngað aftur. Við stoppuðum ekki lengi og vorum lögð af stað heim aftur eftir ca. klt. Við vorum ekki þau hressustu í morgun þannig Terra Mitica má bíða þar til á morgun. Dagurinn fór samt ekki alveg til spillis því við fórum í La Marina og eyddum fullt af peningnum. H&M rowells er ekkert smá flott og bara sorglegt að hún er ekki svona góð heima á Íslandi. Við keyptum: jakka, 2 buxur, 2 boli og húfu handa Binna og belti (húfan var ekki í H&M) ég fékk 4 boli (2 hlýra) 2 peysur og 1 buxur allt þetta með leigubíl fram og til baka kostaði um 25 þús!!! Borga sig líklega að fara helgarferð til Köpen og gera stór innkaup fyrir veturinn þar heldur en að versla þetta heima.
Í kvöld ætlum við bara að vera róleg enda Terra Mitica á morgun og þá verður mallinn og hausinn að vera í góðu lagi.
Til hamingju með afmælið öll ágúst börn, þ.e.a.s. Róbert, Júlli, Ester, Grétar bróðir hans Binna, pabbi og Bryngerður (vona að ég sé ekki að gleyma neinum)

Ps.
Ég var búin að skrifa póstkort og setja á þau frímerki en þar sem ég er smá...utan við mig (eins og Binni orðaði þetta) þá gleymdi ég kortunum í leigubílnum og hreinlega nenni ekki að skrifa aftur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey, talandi um rennibrautir þá verðið þið að fara í eina most scary rennibraut EVER in Iceland. Hún er eimitt staðsett í Húsafelli. Ég er að segja þér það, Apríl Eik, þú ert með hjartað í buxunum ALLA leiðina niður! Hún jafnast sko alveg á við þessar í Aqualandia ... bara meira scary að sjálfsögðu :o) Þið farið bara þangað í næsta sumarfríi!

Skemmtið ykkur vel þessa einu viku sem eftir er.

El pasaporte, por favor. Denga! Grazias. Hasta la visa y una cervesa. Spörning um að rifja upp spænskuna hehe.

Adios,
Sollus

Hey, skila kveðjunni til bróður þíns! Vill svo skemmtilega til að hann á einmitt afmæli í dag.