miðvikudagur, janúar 02, 2008

Árið 2008

Þá er nýja árið komið...við skötuhjúin fórum í mat til mömmu og pabba og fórum svo þaðan til Ingu systir hans Binna. Við komum heim seint og síðar meir eða mjög snemma, eftir því hvernig maður lítur á það. Fyrsti dagur ársins var frekar þunnur og nýjársmáltíðin var frá McDonalds.

Svo er það áramótaheitin:
1. Taka ræktina í gegn og missa a.m.k. 15 kg
2. Fara oftar í heimsókn til Ástu og Júlíu ömmu, til Grindavíkur til Emmu og Bubbu.
3. Fara á línuskauta í sumar og hjóla meira en síðasta sumar (stunda meiri útiveru)

Þá er maður búinn að setja þetta á netið og verður víst að standa sig við það...þó það hafi nú verið svolítið ógnvekjandi að setja markmiðið um að kg fjöldan á netið.

Svo er bara sitja og bíða efir einkunnunum....það er ekki ein einasta einkunn er komin, sem er nú kannski svolítið lélegt þar sem á morgun er mánuður síðan við tókum fyrsta prófið!!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

JÁ þetta getur alveg gerst. rúmlega 1 kíló á mánuði er raunhæfur möguleiki, gangi þér vel

Nafnlaus sagði...

gleymdi að kvitta, þetta er María Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

FLOTT MARKMIÐ! HEF FULLA TRÚ Á ÞÉR.

SOLSEN