föstudagur, nóvember 07, 2008

Verknám

Þá er komið að því...ég byrja í verknámi á þriðjudaginn á hjarta og lungnaskurðdeil 12-E.
Ég er bara nokkuð spennt, vorum að æfa okkur í að setja upp æðaleggi og tókst mér bara nokkuð vel. Stelpan sem átti að setja upp hjá mér tókst ekki alveg eins vel mér og þurfti að fá annað tilraunardýr og tókst þá í 1. tilraun.
Ég er að fara á næturvakt núna og ætla að taka lífeðlisfræðina með mér....sjáum til með hversu mikið kemst fyrir í hausnum á manni á föstudagsnótt. Verð samt að viðurkenna að mig langaði lúmskt í bjór í kvöld eeeeeen það verður bara að bíða þar til annað kvöld.
Jæja...
Ég verð að fara og hafa mig til fyrir nóttina og koma mér niðureftir....aftur....
gaman að segja frá því þá skráði ég mig á aukavakt í kvöld og ætlaði að taka 2falda vakt en þá hafði því verið breytt einhvern vegin og ég ekki þurft að mæta....en var samt ekki látin vita....var ekkert smá pirruð þegar ég kom heim aftur

en það þýðir ekki að syrgja það og verð bara að mæta aftur eins og ekkert sé ;o)
bið að heilsa ykkur í bili

kv.
Apríl Eik

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Best of luck í verknáminu. Bið að heilsa Allý ef hún myndi nú kíkja upp á deild... hmm.. nei hún fer nú kannski ekki upp á skurðdeild... en já ef þú rekst á hana none the less - give her a "hæ"

April sagði...

will do... :o)