mánudagur, nóvember 28, 2005

Harry Potter og mörgæsirnar

það hafðist...ég og Ester drösluðum okkur í bíó á föstudaginn á Harry Potter....ég ætla aftur!!! þrátt fyrir að hafa verið með krónískan kjánahroll fyrir hlé, það er erfitt að vera unglingur ;o)
svo á laugardeginum fór ég með mömmu og pabba að skoða/versla í IKEA, ég var reyndar búin að taka smá forskot á kláraði mitt á föstudeginum, sem var gott því það var pakkað og troðið á laugardeginum og enga kerru að fá...fór svo með pabba í bíó á laugardaginn á Mörgæsirnar, þær eru ekkert smá krúttlegar, mig langar í eina :OD
það var smá skrall á okkur á laugardeginum. Fengu 2 gesti, Gylfa og bróður hans Steina, og vorum að spila 70 mín spilið sem Binni vann. Fórum eftir það á Players og þaðan beint út....bara gamalt fullt fólk.....svipurinn á Gylfa var allt sem segja þyrfti...þannig við drifum okkur út og fórum í bæinn, ætluðum að fara á gaukinn á Jet Black Joe en vegna slæmrar reynslu á gauknum fórum við á nasa á ný dönsk og skemmtum okkur bara mjög vel....fékk að dansa við kallinn minn og allt :o)
maður var hins vegar ekki sá hressasti í gær...tókum war of the worlds sem var ekkert rosalega góð en þá vitum við það allavega ;)
Ásthildur lendir í dag og ég get ekki beiðið með að hitta hana (og fá iPOD-inn) ætla að kaupa jólgjafir handa krökkunum úti og fá hana til að taka með sér til baka....
bið að heilsa ykkur í bili.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úúúú... ef þú færð mörgæs - má ég fá hana lánaða?

April sagði...

bíddu og hvða ætlar þú að gera við mörgæsina mína?!?!?!