föstudagur, júní 30, 2006

Hvað á ég að gera???

Er búin að vera að velta þessu mikið fyrir mér og er bara enn á núlli...spurningin er sem sagt, næsta haust, hvað á ég að gera?
Mig langar í skóla, eða langar að mig langi að læra eitthvað ákveðið. Málið er hins vegar að ég hef ekkert ákveðið sem mig langar að læra. Ég skráði mig í lífeindafr. og hef ágætan áhuga á fögunum sem slíkum en mig langar ekkert til að fara vinna á rannsóknarstofu, er ekki beint að heilla mig. Áhuginn á hjúkrun er farinn að minnka aðeins, launinn er svo sem stór þáttur í því, þó að falla á clausus 2x er nógu fráhrindandi í sjálfu sér. Ég er búin að vera að horfa á ljósmyndun en það er kannski bara meira svona áhugamál, senda inn myndir í keppnir og kannski fá smá verðlaun. Fara að læra að teikna og fara svo þaðan í arkitektinn er að kitla svolítið líka en veit ekki alveg hvort það sé ég!!! Svo síðast en ekki síst, markaðsfræði og hagfræði, þegar ég skoða námsskránna fer ég að geispa og sofna en hins vegar hugmyndin um að geta farið eitthvert lengra í fyrirtæki eins og Símann er mjög stór og spennandi. Mig langar að gera eitthvað annað en að svara í símann í þjónustuverinu næsta haust, sem betur fer er píanóið komið í bæinn. Þá er ekkert mál fyrir mig að fara að liðga fingurnar á því og annað hvort gleðja eða æra nýju nágranna foreldra minna ;o)
Ef þið hafið einhverja hugmynd um hvað ég get og ætti að gera næsta haust er ég opin fyrir hugmyndum.
(Veit ég get svo sem allt)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hefurðu prufað að taka svona áhugasviðs próf!?

April sagði...

er alltaf á leiðinni, prófin eru nefnielga alltaf rétt áður en ég athuga hvenær þau eru og næ aldrei að redda mér fríi til að fara...er að vinna í þessu :o/

Nafnlaus sagði...

Hjellú skvís! Kvitti, kvitti, kvitt fyrir innlitið :) ÉG á auðvitað að vera farin að sofa ... jú nó vinna á morgun og alles! En hvað gerir maður ... jú eitthvað allt annað híhí. Ég segi fyrir mitt leiti, ekkert vera að stressa þig .. er ekki bara málið að fara í námið í HÍ og sjá hvernig þér líkar? Veit ekki með þessi áhugasviðspróf, bróðir þinn fékk að það ætti vel við hann að vera hershöfðingi hehe :)

Bestu kveðjur,
Sólveigur Húmi

April sagði...

og hvað verð ég þá...liðsforingi!!!

Nafnlaus sagði...

Hey! Ef þú ert mjög svo bored þá máttu alveg kalla litlu, yndislegu, frábæru frænku þína, Sonju Mist til þín og þið getið glamrað saman á píanóið;)

Kveðja,
Sólveig

April sagði...

uuhhhuuu....takk...