miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Rockstar og nýtt herbergi

rockstar.msn.com liggur niður þannig ég ætla að drepa tímann og blogga aðeins á meðan síðan liggur niðri hjá þeim. Síðustu dagar "sumarfrísins" hafa verið annasamir, við ákv að skella okkur í það að lakka blessaðan skápinn til að gera aðeins snyrtilegra hjá okkur. Það er aðeins meira en að segja það því hillurnar í honum eru dökkbláar og þarf að lakka yfir þær mjög vel. Þar sem við erum nú líka byrjuð á þessu á annað borð er ekki verra að pússa upp, spærlsa og lakka gluggakistuna líka svo hún lýti út fyrir að vera ný. og úr því við erum byrjuð á gluggakistunni inni í herbergi verðum við eiginlega að taka gluggann í eldhúsinu og svo auðvita í stofunni. Nú fyrst við erum nú byrjuð á þessu öllu saman verðum við að halda áfram að laga herbergið (sérstaklega málninguna) og keyptum höfuðgaflinn sem fylgir rúminu og er í stíl við náttborðin, voða flott, felur blettinn sem var farinn að flagna af veggnum fyrir ofan hausana okkar. Svo er bara að kaupa eina hillu í IKEA, fá glerskápinn þaðan í okt-sep og svo sófasettið sem við fáum á einhverjum afsl. og þá erum við líklega orðin góð í nokkra mánuði ;) talandi um sófa, við ætlum að losa okkur við hornsvefnsófann minn og sófasettið sem er í stofunni þannig ef einhver hefur áhuga eða veit um einhvern sem hefur áhuga þá má endilega hafa samband við okkur.
Svo er fríið búið núna 31.08 og þá byrjar "Söluver Símans, góðan dag" aftur...bíð spennt...

bið að heilsa í bili...

ps.
rockstar.msn.com er hrunin...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehe.. merkilegt hvað fólk getur verið busy í fríinu sínu.

Ég ætla bara að vona að þú hafir haft vit á því að "flytja" til Havaí í morgun ...

April sagði...

uuhhh...ég gerði það nu reyndar ekki...

Nafnlaus sagði...

Heyrðu- voru bara engar myndir teknar á Benidorm í sumar????


P