Þá er það þessi skemmtilegi tími milli jóla of nýárs. Það er víst bara vika eftir af jólafríinu og um að gera að njóta þess :o)
Ein einkunn í viðbót er komin og er það lyfjafræðin, fékk 7 í henni :o) bara nokkuð sátt við það. Þá er það bara líeðlisfr og meina- og ónæmisfr....
ahelgin var nokkuð viðburðarrík hjá mér, helst er frá því að segja að ég fór í göngu á Esjuna, datt í harðfenni og klaka og braut lítið bein í úlnliðnum. Þetta gerðist frekar ofarlega í fjallinu þannig ég þurfti nánast skríða niður haldandi um hendina eins og ég gat. Svo á leiðnni heim var ég alvarlega að spá í að skipta um föt áður en ég færi á slysó!!! Vildi ekki koma í í skítugum fötunum sveit og illa lyktandi en ég dreyf mig samt niðureftir. Var um klt á slysó og nett pirruð þegar ég kom heim því þetta setur Boot Camp á smá pásu í janúar. Ég hafði hitt Söndru skólavinkonu mína á leiðnni niður og hún bauð mér yfir í spil og bjór seinna um kvöldið. Það var bara mjög fínt, Garðar var þarna líka og við spiluðum Party og co, Leonardo og Íslandsspilið, skömmustulegt hvað maður veit lítið um landið sitt...
Á laugardaginn var því bara tekið rólega til svona um kvöldmatarleitið þegar maría Elísabet hringdi til að ath hvort ég vildi kíkja út í bjór...sjaldan hef ég nú bjórnum neitað og við kíktum út í smá bjór og spjall....sem endist framundir morgun :o/ aðeins lengur en upphaflega var um rætt....
Svo var jólaboð hjá ömmu á sunnudaginn og mín var ekki sú ferskasta, fékk að leggja mig aðeins hjá m&p og mætti aðeins seinna bara, sem var í góðu lagi.
Er svo í dag að fara að versla með mömmu og verð ég að fá gömlu konuna að bera upp með mér pokana, held ég verði að hugsa aðeins betur um hendina, svolítið illt í henni í dag :o(
Svo verður nýja árið tekið með trompi :o)
mánudagur, desember 29, 2008
fimmtudagur, desember 25, 2008
Jólin 2008
Jæja þá eru jólin næstum því liðin og þá kemur þessi tími milli jóla og nýárs. Hvernig fór svo með jólin og allt það...sko, ég fékk 2 bækur "Viltu vinna milljarð?" og "Bláir skór og hamingja" fékk líka M:I III sem er svo sem ágæt til síns brúks ;o). Fékk líka blágráa slæðu/trefil, sporðdrekanælu og vettlinga og svona te stöff frá IKEA (fyrir hunang, te-ið og til að kreista sítrónu, voða flott). Þetta allt fékk ég frá mömmu og pabba, virðist vera mikið og dýrt en held þetta hafi verið ódýrara en lítur út fyrir ;o) Frá Ingu systir hans Binna fengum við Karen Blixten's Jul óróa, svipað og Georg Jensen óróinn nema silfur, og mjög flott jólakerti. Ég fékk líka ilmvatn frá Róberti bróði og svo rúsínan í pylsu endanum....ég og Binni ætluðum ekki að gefa hvort öðru fyrr en eftir áramót þegar hann kemur heim aftur. Nema hvað, það er svo pakki merktur mér frá Binna....og viti menn....haldiði að það hafi ekki verið Disney trivial pursuit!!!! Ég hafði sagt við hann að mig langaði svolítið í spilið en það væri örugglega of dýrt til að biðja um það. Hann hringir svo í Júlla bróðir þegar hann er kominn út á Leifstöð og biður hann um að ganga frá þessu. Hringir svo í mig og segir að hann eigi eftir að borga Júlla fyrir viðgerðina á bílnum og ég eigi að borga honum með peningnum sem Binni fékk úr veislu....þarf varla að taka það fram að ég fattaði ekki neitt!!!!
Ég á sem sagt Trivial spil sem ég mun líklega geta svarað langfelstum spurningunum, er ekki búin að opna spilið en mig klæjar í fingurna í að opna það.
En sjónvarðið þarfnast athygli minnar núna, ekki amalegt á Jóladag...fyrst James McAvoy svo Christian Bale og Hugh Jakcman
Ég á sem sagt Trivial spil sem ég mun líklega geta svarað langfelstum spurningunum, er ekki búin að opna spilið en mig klæjar í fingurna í að opna það.
En sjónvarðið þarfnast athygli minnar núna, ekki amalegt á Jóladag...fyrst James McAvoy svo Christian Bale og Hugh Jakcman
miðvikudagur, desember 24, 2008
Gleðileg jól
Þá er aðfangadagur kominn enn á ný. Binni er enn úti og kemur heim 14.jan.
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
Ég er ekki búin að vera að farast úr einmannaleika en finn alveg að fjarvera hans hefur smá áhrif á jólaskapið...hef ekki verið í neinu stuð til að skreyta neitt að ráði eða senda jólakort (sem ég sleppti alfarið :o/ ) eða kaupa gjafirnar (allar fjórar!!) og núna þegar aðfangadagur er kominn er ég ekkert nærri því eins spennt og ég var t.d. í fyrra. Í heildina er hægt að segja að ég sé bara frekar róleg á þetta allt.
Ég hins vegar drattaðist til að kaupa jólatré í gær, alveg á síðasta séns. Var smáááá basl að koma trénu beint í fótin svona eins míns liðs en þetta hafðist og stendur tréið skreytt inní stofu, bara lítið og sætt. Ég tók mig líka til og bakaði eitt stk súkkulaði köku sem ég ætla að taka með mér til mömmu og pabba, svo þau séu nú ekki að sjá um þetta allt saman.
Er að spá í að leggja mig í sófanum í smá stund, fór seint að sofa og vaknaði snemma og var mætt niður í blóðbanka kl.8:30 að gefa blóð með Boot Camp liðinu, það voru eitthvað fáir sem mættu svona snemma en held það tínist inn jafnt og þétt....
Gleðileg jól
föstudagur, desember 12, 2008
Weebl and Bob
Var næstum því búin að gleyma þessum félögum....bara snilldin eina...
hef ekki fengið úr neinum prófum nema 3 netprófum í Greiningu hjúkrunarviðfangsefna og var samanlögð útkoma þeirra 7,5 og fyrir verkefnið í verknáminu (einkunn í Aðferðir í hjúkrun) fékk ég 8,5 og ekkert smá ánægð með það.
Segi frá hvernig mér gekk í restinni þegar það kemur inn líklega ekki fyrr en eftir helgi. Vil helst ekkert vera að tjá mig um það.
Góða stundir
hef ekki fengið úr neinum prófum nema 3 netprófum í Greiningu hjúkrunarviðfangsefna og var samanlögð útkoma þeirra 7,5 og fyrir verkefnið í verknáminu (einkunn í Aðferðir í hjúkrun) fékk ég 8,5 og ekkert smá ánægð með það.
Segi frá hvernig mér gekk í restinni þegar það kemur inn líklega ekki fyrr en eftir helgi. Vil helst ekkert vera að tjá mig um það.
Góða stundir
miðvikudagur, nóvember 26, 2008
Hann Sæli er látinn
Hann fékk loksins hvíldina langþráðu.
Hann var ein vingjarnlegasti og þekktasti róni Ísafjarðar og setti sinn svip á bæinn. Hann hét Sigurður, kallaður Siggi sæli eða bara Sæli því hann heilsaði öllum með "sæll/sæl" hvort sem hann þekkti viðkomandi eða ekki. Alltaf var hann með sígarettu í hendinni og alltaf var það bara stubbur, og svo labbaði hann bæinn fram og til baka á snigilshraða og alltaf hélt maður að hann mundi nú fara að hrökkva upp af....þetta var fyrir svona 10 -15 árum.
Loks fór hann á elliheimilið Hlíf og hvarf af götum bæjarins. Gekk sú saga lengi að hann væri látinn og hefur sú saga skotið upp kollinum með reglulegu millibili síðan.
Ég og Bryngerður ákváðum einhvern tíman þegar sagan gekk um bæinn að Sæli væri látinn að við mundum mæta í jarðaförina þó við þekktum hann ekki neitt. Við komumst nú líkalega hvorugar en alveg er ég vissum að kirkjan verði frekar full heldur en tóm, því þótt Sæli átti engin börn, né systkyn hans, sem eru að ég held líka látinn, þá þekktu hann allir (alla vega mín kynslóð og upp úr) og vilja flestir mæta og votta þessum manni virðingu sína.
Hann verður jarðsunginn á morgun kl.13
Hann var ein vingjarnlegasti og þekktasti róni Ísafjarðar og setti sinn svip á bæinn. Hann hét Sigurður, kallaður Siggi sæli eða bara Sæli því hann heilsaði öllum með "sæll/sæl" hvort sem hann þekkti viðkomandi eða ekki. Alltaf var hann með sígarettu í hendinni og alltaf var það bara stubbur, og svo labbaði hann bæinn fram og til baka á snigilshraða og alltaf hélt maður að hann mundi nú fara að hrökkva upp af....þetta var fyrir svona 10 -15 árum.
Loks fór hann á elliheimilið Hlíf og hvarf af götum bæjarins. Gekk sú saga lengi að hann væri látinn og hefur sú saga skotið upp kollinum með reglulegu millibili síðan.
Ég og Bryngerður ákváðum einhvern tíman þegar sagan gekk um bæinn að Sæli væri látinn að við mundum mæta í jarðaförina þó við þekktum hann ekki neitt. Við komumst nú líkalega hvorugar en alveg er ég vissum að kirkjan verði frekar full heldur en tóm, því þótt Sæli átti engin börn, né systkyn hans, sem eru að ég held líka látinn, þá þekktu hann allir (alla vega mín kynslóð og upp úr) og vilja flestir mæta og votta þessum manni virðingu sína.
Hann verður jarðsunginn á morgun kl.13
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Éttann sjálfur
ég hef aldrei verið sammála Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra en það sem hann segir í lokinn er ég sammála, tillaga að kosningum er sett til að koma illu af stað en ekki til að sætta þjóðina....
þriðjudagur, nóvember 18, 2008
Það er erfitt að vera kona...
Fékk þessa "sögu" senda í tpósti og gott ef maður hefur ekki heyrt allar þessar ráðleggingar...get ekki sagt að ég hafi farið eftir þessu öllu saman...
Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og
einn banana til að fá kalíum
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er
náttúrulega allra meina bót.
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem
tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem
enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag
mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.
Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og
drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red
Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá
búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar
heilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,
fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað
sinnum.
Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á
dag að borða.
Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta
; á eftir banananum, tannbursta ...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma
tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,
því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,
tennurnar...
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem
fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár
stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann
daginn.
Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki
gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að
fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15
mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).
Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að
vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í
frí.
Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.
Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera
frumlegt og skapandi . Þetta tekur sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki um
tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir
hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í
sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!
Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á
þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til
dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig
lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með
tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með
makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú
burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?
Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!
Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að
halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með
jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á
vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt
hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,
bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég
ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á
klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.
Ef ég er senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt
fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.
Það er sagt að maður eigi að borða eitt epli daglega útaf járninu og
einn banana til að fá kalíum
Líka eina appelsínu, útaf c-vítamíninu og einn bolla af grænu te án
sykurs, til að forðast sykursýki. Svo má ekki gleyma lýsinu sem er
náttúrulega allra meina bót.
Drekka tvo lítra af vatni alla daga (Já, og síðan að pissa því, sem
tekur tvöfaldan tímann sem það tók að drekka það)
Á hverjum degi borða jógúrt og eitt skot af LGG út af gerlunum sem
enginn skilur hvað gera, en ef þú færð ekki eina og hálfa milljón á dag
mun það hafa skelfilegar heilsufarslegar afleiðingar.
Daglega taka inn eina aspirín til að koma í veg fyrir hjartaáfall, og
drekka eitt rauðvínsglas í sama tilgangi.
Og annað hvítt fyrir taugakerfið.
Og einn bjór, sem ég man ekki hvaða gagn á að gera.
Ef þú færð þér þetta allt í einu, skaltu gæta þess að eiga einn Red
Bull ísskápnum til að drekka daginn eftir, nema náttúrulega ef þú ert þá
búinn að fá heilablóðfall. Ef það gerist, muntu ekki taka eftir því.
Daglega borða trefjar. Mikið, mjög mikið af trefjum. Þar til þú kúkar
heilli peysu. Það á að borða fjórar til sex máltíðir á dag, hollar,
fitulitlar máltíðir og ekki gleyma að tyggja hvern munnbita hundrað
sinnum.
Með smá útreikningi er ljóst að það tekur þig um fimm klukkustundir á
dag að borða.
Ó, og síðan má ekki gleyma að bursta tennurnar eftir hverja máltíð.
Á eftir jógúrtinu og trefjunum, tannbursta ; á eftir eplinu, tannbursta
; á eftir banananum, tannbursta ...
Og á meðan þú ert á annað borð með tennur máttu ekki gleyma
tannþræðinum og munnskolinu með tilheyrandi gurgli.
Best að stækka baðherbergið og setja þar inn hljómflutningstækin þín,
því þar áttu eftir að dvelja drjúgan tíma: vatnsþambið, trefjarnar,
tennurnar...
Síðan á að sofa í átta stundir og vinna aðrar átta plús þessar fimm sem
fara í að borða. Þetta gerir tuttugu og eina klukkustund. Þá áttu þrjár
stundir eftir, það er að segja ef ekkert sérstakt kemur uppá þann
daginn.
Samkvæmt könnunum eyðum við þremur stundum daglega í sjónvarp...og ekki
gleyma tölvunum!!! En þú hefur engan tíma í svoeiðis, því daglega áttu að
fá þér a.m.k. hálftíma göngutúr (Ég tala af reynslu: Snúðu við eftir 15
mínútur, því annars verður hálftíminn að klukkustund).
Síðan verður að huga að vinunum því þeir eru eins og blóm: það þarf að
vökva þau daglega. Líka þegar þú ferð í frí. Það er að segja ef þú ferð í
frí.
Síðan þarf að vera vel upplýstur. Lesa að minnsta kosti tvö dagblöð og
eina grein í tímariti til að bera upplýsingarnar saman.
Ah! Síðan er það kynlífið. Kynlíf daglega og þar að auki á það að vera
frumlegt og skapandi . Þetta tekur sinn tíma!!! Að maður tali nú ekki um
tantra kynlíf!!!
Að öllu framansögðu vil ég minna þig á: Það á að tannbursta sig eftir
hverja máltíð. Það þarf líka að skúra, þurrka af, þvo þvott, fara í
sturtu og vaska upp og áttu kannski hund að auki eða hamstur? Börn?!
Nú reiknast mér til að þetta kalli á um 30 stundir á dag. Eina lausnin á
þessum vanda, er að framkvæma eitthvað af þessum atriðum í einu. Til
dæmis: Þú ferð í kalda sturtu með opinn munninn og drekkur þannig
lítrana tvo af vatni. Þegar þú gengur út úr baðherberginu með
tannburstann í munninum nýturðu um leið ásta (tantrískt) standandi með
makanum þínum, sem um leið horfir á sjónvarpið og segir þér frá á meðan þú
burstar tennurnar.
Var ein hendi laus?
Hringdu í vinina!!! Og foreldrana!!!
Fáðu þér rauðvín (eftir spjallið við foreldrana muntu þurfa á því að
halda) eplið getur makinn þinn matað þig á á meðan þú borðar bananann með
jógúrtinu. Úffffff! En ef þú átt tvær mínútur eftir , sendu þetta þá á
vinina (sem þú þarft að vökva eins og blóm) um leið og þú tekur inn eitt
hvítlaukshylki sem er svo gott fyrir...
En nú verð ég að hætta því eftir jógúrtið, appelsínuna, bananann,
bjórinn, fyrri vatnslítrann, þriðju máltíðina með trefjum, hef ég
ekki hugmynd um það hvað ég er að gera og þarf nauðsynlega að komast á
klósettið.
Aha, ég ætla að nýta tímann og kippa tannburstanum með mér.
Ef ég er senda þér þetta í annað sinn , er það vegna þess að þrátt
fyrir að fylgja öllum þessum ráðum er ég samt komin með alzheimer.
mánudagur, nóvember 17, 2008
Raunveruleiki lífsin
Eftir helgi kemur mánudagur með allri sinni...gleði?!?...held ekki...
Alla vega....laugardagurinn var meiriháttar í alla staðinn. Binni fór út í bakarí og keypti handa mér morgunmat og rós í rúmið, sem er bara næs. Með rósinni var lítill pakki því lyklakippan mín er orðin eitthvað druslulega þannig hann keypti nýja, það er lítill plastkuppur sem er búið að skera sporðdrekamerkið í (þið vitið hvernig þetta er, fæst í öllum blómabúðum). Þetta á að vera litla gjöfin, honum fannst ekki nóg að bjóða mér út að borða og í leikhús, og stóra gjöfin kemur með honum frá Tælandi (hann er að fara innan við mánuð!!!!)
Ásta og Gunni fóru svo með okkur, maturinn á Laugaás var bara meiriháttar og leikritið sko ekki síður, Vestrið eina. Ef þið eru að fara í leikhús á næstunni og langar á einhverja kolbikasvarta kómedíu þá mæli ég með þessari. Þröstur Leó og gaurinn sem lékk kærasta Silvíu Nóttar (greyið mun aldrei vera þekktur sem neitt annað) sýndu meiriháttar takta!!!
Eftir leikhúsið fóru Ásta og Gunni heim en skutluðu okkur á Fjörukránna til Júlla bróðir og Sollu, þau voru í óvissuferð með vinnunni hans Júlla. Vorum á Fjörukránni í stutta stund og tókum svo rútu í bæinn sem er ekki frásögu færandi nema við vorum 4!!!!!!!!!!! í rútinni.
Fórum svo á frekar óhefðbundinn stað...alla vega bjóst ég ekki við að fara þanngað inn nokkurn tímann en við fórum inn á Óðal!!! og viti menn...það var bara alls ekki svo slæmt...jújú það voru einhverjir stripparar þarna en ég gat ekki séð að þær væru mikið minna klæddar en sumar stelpur á djamminu (og fá ekki borgað fyrir það). Óðal fékk samt prik í kladdann hjá mér fyrir tvennt....eiginlega þrennt....ég fékk skot í tilefni afmælisins :o) og barþjónarnir sungu fyrir mig afmælissönginn, samt bara eftir að Solla var búin að biðja þá nokkru sinnum og svo í þriðja lagi þá gat ég farið úr skónum og labbað berfætt á teppinu...það er ekki hægt á mörgum stöðum í bænum!!!! en já þetta var svolítið spes....
Við fórum svo á bæjarins bestur þar sem Binni fékk sér pulsu við hin fengum okkur Hlölla og haldið heim á leið, vorum komin um 4 leitið.
Gærdagurinn fór svo í lítið annað en hausverk og lærdóm fyrir prófið sem ég er að fara í núna á netinu. Var líka í verknámi í morgun og er að fara að drekkja mér í verkefnum áður en ég fer að drekkja mér í próflestri...15.des ætla ég að drekkja mér í áfengi (1 hvítvínsglas mun líklega duga)
Bið að heilsa þar til einhvern tíman seinna....
kv.
Apríl Eik
Alla vega....laugardagurinn var meiriháttar í alla staðinn. Binni fór út í bakarí og keypti handa mér morgunmat og rós í rúmið, sem er bara næs. Með rósinni var lítill pakki því lyklakippan mín er orðin eitthvað druslulega þannig hann keypti nýja, það er lítill plastkuppur sem er búið að skera sporðdrekamerkið í (þið vitið hvernig þetta er, fæst í öllum blómabúðum). Þetta á að vera litla gjöfin, honum fannst ekki nóg að bjóða mér út að borða og í leikhús, og stóra gjöfin kemur með honum frá Tælandi (hann er að fara innan við mánuð!!!!)
Ásta og Gunni fóru svo með okkur, maturinn á Laugaás var bara meiriháttar og leikritið sko ekki síður, Vestrið eina. Ef þið eru að fara í leikhús á næstunni og langar á einhverja kolbikasvarta kómedíu þá mæli ég með þessari. Þröstur Leó og gaurinn sem lékk kærasta Silvíu Nóttar (greyið mun aldrei vera þekktur sem neitt annað) sýndu meiriháttar takta!!!
Eftir leikhúsið fóru Ásta og Gunni heim en skutluðu okkur á Fjörukránna til Júlla bróðir og Sollu, þau voru í óvissuferð með vinnunni hans Júlla. Vorum á Fjörukránni í stutta stund og tókum svo rútu í bæinn sem er ekki frásögu færandi nema við vorum 4!!!!!!!!!!! í rútinni.
Fórum svo á frekar óhefðbundinn stað...alla vega bjóst ég ekki við að fara þanngað inn nokkurn tímann en við fórum inn á Óðal!!! og viti menn...það var bara alls ekki svo slæmt...jújú það voru einhverjir stripparar þarna en ég gat ekki séð að þær væru mikið minna klæddar en sumar stelpur á djamminu (og fá ekki borgað fyrir það). Óðal fékk samt prik í kladdann hjá mér fyrir tvennt....eiginlega þrennt....ég fékk skot í tilefni afmælisins :o) og barþjónarnir sungu fyrir mig afmælissönginn, samt bara eftir að Solla var búin að biðja þá nokkru sinnum og svo í þriðja lagi þá gat ég farið úr skónum og labbað berfætt á teppinu...það er ekki hægt á mörgum stöðum í bænum!!!! en já þetta var svolítið spes....
Við fórum svo á bæjarins bestur þar sem Binni fékk sér pulsu við hin fengum okkur Hlölla og haldið heim á leið, vorum komin um 4 leitið.
Gærdagurinn fór svo í lítið annað en hausverk og lærdóm fyrir prófið sem ég er að fara í núna á netinu. Var líka í verknámi í morgun og er að fara að drekkja mér í verkefnum áður en ég fer að drekkja mér í próflestri...15.des ætla ég að drekkja mér í áfengi (1 hvítvínsglas mun líklega duga)
Bið að heilsa þar til einhvern tíman seinna....
kv.
Apríl Eik
laugardagur, nóvember 15, 2008
15.nóvember 2008
Þá er ég orðin 26 ára gömul...
Ég man þegar ég var yngri þá hafði ég reiknað út á hvaða vikudegi ég yrði 25 ára, var ekkert voðalega sátt við að verða 25 á fimtudegi en svo sá ég að ég yrði 26 á laugardegi og hafði hugsa til þess að það yrðis sko haldið partý!!!!
en nei...partýið var í fyrra og í staðinn fyrir að fara á eitthvað massa fyllerí í ár, þar sem afmælisdagurinn lendir á laugardegi, verð ég heima að læra og gera verkefni og spara útaf kreppunni...ekki beint 26 ára afmælisdagurinn sem ég var búin að sjá fyrir mér hérna 8 ára gömul.
Segi nú samt ekki að það verði ekkert gert í kvöld. Ég, Binni, Ásta og Gunni ætlum út að borða (Lauga ás) og í leikhús (Vestrið eina) og svo ætlum við kannski að hitta Júlla bróðir og Sollu á eftir. Ég ætla nú samt bara að vera róleg og hafa hausinn í lagi á morgun því bækurnar og verkerfnin fara ekkert, og gera þau sig eða lesa sig sjálf.
Mánudaginn er svo 3. og síðasta prófið í Greingingu hjúkrunarviðfangsefna og er ég að reyna að lesa samhliða því og gera gera verkefnin. Ég er líka byrjuð í verknámi þannig það er alveg nóg að gera hjá mér næstu vikurnar. Ætla samt að gefa mér tíma í að fara á Bond með mömmu og pabba og Binna....það er náttúrulega bara möst :o)
jæja
Binni þurfti "að skreppa aðeins út", mig grunar að hann komi til baka með bakkelsi úr bakaríinu ;o)
Þetta verður góður dagur þrátt fyrir snjóinn og vindinn (ætlaði að fara í pilsi og háhæluðum skóm í kvöld...sjáum hvað nokkrir kokteilar gera fyrir mann)
heyrumst...
Ég man þegar ég var yngri þá hafði ég reiknað út á hvaða vikudegi ég yrði 25 ára, var ekkert voðalega sátt við að verða 25 á fimtudegi en svo sá ég að ég yrði 26 á laugardegi og hafði hugsa til þess að það yrðis sko haldið partý!!!!
en nei...partýið var í fyrra og í staðinn fyrir að fara á eitthvað massa fyllerí í ár, þar sem afmælisdagurinn lendir á laugardegi, verð ég heima að læra og gera verkefni og spara útaf kreppunni...ekki beint 26 ára afmælisdagurinn sem ég var búin að sjá fyrir mér hérna 8 ára gömul.
Segi nú samt ekki að það verði ekkert gert í kvöld. Ég, Binni, Ásta og Gunni ætlum út að borða (Lauga ás) og í leikhús (Vestrið eina) og svo ætlum við kannski að hitta Júlla bróðir og Sollu á eftir. Ég ætla nú samt bara að vera róleg og hafa hausinn í lagi á morgun því bækurnar og verkerfnin fara ekkert, og gera þau sig eða lesa sig sjálf.
Mánudaginn er svo 3. og síðasta prófið í Greingingu hjúkrunarviðfangsefna og er ég að reyna að lesa samhliða því og gera gera verkefnin. Ég er líka byrjuð í verknámi þannig það er alveg nóg að gera hjá mér næstu vikurnar. Ætla samt að gefa mér tíma í að fara á Bond með mömmu og pabba og Binna....það er náttúrulega bara möst :o)
jæja
Binni þurfti "að skreppa aðeins út", mig grunar að hann komi til baka með bakkelsi úr bakaríinu ;o)
Þetta verður góður dagur þrátt fyrir snjóinn og vindinn (ætlaði að fara í pilsi og háhæluðum skóm í kvöld...sjáum hvað nokkrir kokteilar gera fyrir mann)
heyrumst...
föstudagur, nóvember 07, 2008
Verknám
Þá er komið að því...ég byrja í verknámi á þriðjudaginn á hjarta og lungnaskurðdeil 12-E.
Ég er bara nokkuð spennt, vorum að æfa okkur í að setja upp æðaleggi og tókst mér bara nokkuð vel. Stelpan sem átti að setja upp hjá mér tókst ekki alveg eins vel mér og þurfti að fá annað tilraunardýr og tókst þá í 1. tilraun.
Ég er að fara á næturvakt núna og ætla að taka lífeðlisfræðina með mér....sjáum til með hversu mikið kemst fyrir í hausnum á manni á föstudagsnótt. Verð samt að viðurkenna að mig langaði lúmskt í bjór í kvöld eeeeeen það verður bara að bíða þar til annað kvöld.
Jæja...
Ég verð að fara og hafa mig til fyrir nóttina og koma mér niðureftir....aftur....
gaman að segja frá því þá skráði ég mig á aukavakt í kvöld og ætlaði að taka 2falda vakt en þá hafði því verið breytt einhvern vegin og ég ekki þurft að mæta....en var samt ekki látin vita....var ekkert smá pirruð þegar ég kom heim aftur
en það þýðir ekki að syrgja það og verð bara að mæta aftur eins og ekkert sé ;o)
bið að heilsa ykkur í bili
kv.
Apríl Eik
Ég er bara nokkuð spennt, vorum að æfa okkur í að setja upp æðaleggi og tókst mér bara nokkuð vel. Stelpan sem átti að setja upp hjá mér tókst ekki alveg eins vel mér og þurfti að fá annað tilraunardýr og tókst þá í 1. tilraun.
Ég er að fara á næturvakt núna og ætla að taka lífeðlisfræðina með mér....sjáum til með hversu mikið kemst fyrir í hausnum á manni á föstudagsnótt. Verð samt að viðurkenna að mig langaði lúmskt í bjór í kvöld eeeeeen það verður bara að bíða þar til annað kvöld.
Jæja...
Ég verð að fara og hafa mig til fyrir nóttina og koma mér niðureftir....aftur....
gaman að segja frá því þá skráði ég mig á aukavakt í kvöld og ætlaði að taka 2falda vakt en þá hafði því verið breytt einhvern vegin og ég ekki þurft að mæta....en var samt ekki látin vita....var ekkert smá pirruð þegar ég kom heim aftur
en það þýðir ekki að syrgja það og verð bara að mæta aftur eins og ekkert sé ;o)
bið að heilsa ykkur í bili
kv.
Apríl Eik
miðvikudagur, október 29, 2008
Tíminn flýgur...
já tíminn flýgur sko áfram....
skólinn er hálfnaður og rúmlega það...ég er að fara að byrja í verknámi núna 11.nóv og heyri á þeim sem eru á undan mér að þetta sé víst bara verkefni dauðans, ekki bætir úr skák að prófin eru viku eftir að verknáminu lýkur :o/ s.s. próflestur er í rauninni hafinn hjá mér þó fyrr hefði mátt vera.
Á skemmtilegri nótunum samt, þá fóru ég, Binni, Ásta og Gunni í Halloween partý hjá Sollu og Tryggva. Ég og Binni fórum sem Dauðinn og Djöfullinn (gestgjafarnir voru dauð brúðhjón og einhver varð að fara og sækja þau) og Ásta og Gunni voru engill og Drakúla. Förðunin tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :o)
Ég setti allar myndirnar inn á flickr.com og þið getið séð þær með því að smella á myndir hérna til hliðar ;o)
Núna er komin tími á Heroes svona áður en ANTM byrjar...
bið að heilsa í bili
kv.
Apríl
skólinn er hálfnaður og rúmlega það...ég er að fara að byrja í verknámi núna 11.nóv og heyri á þeim sem eru á undan mér að þetta sé víst bara verkefni dauðans, ekki bætir úr skák að prófin eru viku eftir að verknáminu lýkur :o/ s.s. próflestur er í rauninni hafinn hjá mér þó fyrr hefði mátt vera.
Á skemmtilegri nótunum samt, þá fóru ég, Binni, Ásta og Gunni í Halloween partý hjá Sollu og Tryggva. Ég og Binni fórum sem Dauðinn og Djöfullinn (gestgjafarnir voru dauð brúðhjón og einhver varð að fara og sækja þau) og Ásta og Gunni voru engill og Drakúla. Förðunin tókst bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá :o)
Ég setti allar myndirnar inn á flickr.com og þið getið séð þær með því að smella á myndir hérna til hliðar ;o)
Núna er komin tími á Heroes svona áður en ANTM byrjar...
bið að heilsa í bili
kv.
Apríl
laugardagur, október 11, 2008
30 ára
Þetta hafðist fyrir rest...hann Binni er orðin þrítugur og verður svaka partý í kvöld.
Við gerðum svo sem ekkert í gær, ég gaf honum hring (ekki trúlofunarhring, eins og margir halda strax) heldur bara svona venjulegan álhring því hann setur oft upp hringana sína þegar við erum að fara á djammið eða eitthvert fínt og mér fannst þessir sem hann er alltaf með orðnir frekar lúnnir þannig ég gaf honum bara nýjan :o)
En já, það verður rosapartý í kvöld, um 30 manns og leigðum við sal og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er það úr okkar herbúðum að frétta að ég er bara í skólnum, er reyndar ekki að vinna eins mikið og ég ætlaði sem er svo sem bara fínt, þá hefur maður meiri tíma til að læra...sem ég þarf víst að fara að gera meira af...
en jæja...senn líður af partýinu og ég þarf líklega að fara að hafa mig til ;O)
Við gerðum svo sem ekkert í gær, ég gaf honum hring (ekki trúlofunarhring, eins og margir halda strax) heldur bara svona venjulegan álhring því hann setur oft upp hringana sína þegar við erum að fara á djammið eða eitthvert fínt og mér fannst þessir sem hann er alltaf með orðnir frekar lúnnir þannig ég gaf honum bara nýjan :o)
En já, það verður rosapartý í kvöld, um 30 manns og leigðum við sal og ég veit ekki hvað og hvað.
Annars er það úr okkar herbúðum að frétta að ég er bara í skólnum, er reyndar ekki að vinna eins mikið og ég ætlaði sem er svo sem bara fínt, þá hefur maður meiri tíma til að læra...sem ég þarf víst að fara að gera meira af...
en jæja...senn líður af partýinu og ég þarf líklega að fara að hafa mig til ;O)
þriðjudagur, september 23, 2008
September
Það er alveg frekar langt síðan ég skrifaði síðast....en samt ekkert rosaleg mikið hefur gerst..
Ég er á fullu í skólanum og það á bara eftir að aukast, ég er í síðasta hópnum þannig ég byrja ekki í verknámi á deild fyrr en 11.11 og lýk því 27.11 sem er síðasti kennsludagur...gaman að því
Ég er núna að reyna að lesa eins mikið og ég get til að vera á tánum í nóvember en eitthvað er þetta lengi af stað en fer þó af stað.
Ég fer á hjarta og lungnaskurðdeild í nóvember sem ég held að gæti barasta orðið töluvert spennandi og hlakka mikið til :o)
Svo erum við parið á fullu að undirbúa fyrir afmælið hans Binna 10.10...hann verður þrítugur kallinn og um að gera að halda það með stæl...fyrst ég hélt upp á mitt 25 ára í fyrra
ekki meir í bili....
kv.
Apríl EIk
Ég er á fullu í skólanum og það á bara eftir að aukast, ég er í síðasta hópnum þannig ég byrja ekki í verknámi á deild fyrr en 11.11 og lýk því 27.11 sem er síðasti kennsludagur...gaman að því
Ég er núna að reyna að lesa eins mikið og ég get til að vera á tánum í nóvember en eitthvað er þetta lengi af stað en fer þó af stað.
Ég fer á hjarta og lungnaskurðdeild í nóvember sem ég held að gæti barasta orðið töluvert spennandi og hlakka mikið til :o)
Svo erum við parið á fullu að undirbúa fyrir afmælið hans Binna 10.10...hann verður þrítugur kallinn og um að gera að halda það með stæl...fyrst ég hélt upp á mitt 25 ára í fyrra
ekki meir í bili....
kv.
Apríl EIk
föstudagur, ágúst 29, 2008
laugardagur, ágúst 23, 2008
Litla þjóðin sem gat...frh
Varð að bæta þessu inní...var að lesa að New York Times hefðu fjallað um íslenska handbolta liðið og hvorki meira né minni en á forsíðu. Ég fór á www.nytimes.com og fletti þar upp greininni sem var skrifuð um liðið. Ég ætla ekki að hafa alla greinina en þið getið lesið hana hérna
Maður fær bara tár í augun....
en já, ég hljóp 10 km í dag í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði 12 þús kr. fyrir Blátt Áfram. Ég var klt og 10 min að hlaupa (samkv. úrinu mínu) og bætti mig um 5 mín úr Elliðaárdalnum, það eru reyndar minna af brekkum á þessari leið en Elliðaárdalnum og munurinn gæti legið í því. Ég hafði eitthvað pælt í því að hlaupa hálft maraþon næsta ár (hálft maraþon hljómar miklu betur en 21 km), við sjáum bara til, fékk svolítið mikið af blöðrum á ilina á hægri fót.
Svo er bara spurningin, djamma fram að leik eða bara stutt í kvöld og vakna snemma....hhmmmm
Maður fær bara tár í augun....
en já, ég hljóp 10 km í dag í Reykjavíkurmaraþoninu og safnaði 12 þús kr. fyrir Blátt Áfram. Ég var klt og 10 min að hlaupa (samkv. úrinu mínu) og bætti mig um 5 mín úr Elliðaárdalnum, það eru reyndar minna af brekkum á þessari leið en Elliðaárdalnum og munurinn gæti legið í því. Ég hafði eitthvað pælt í því að hlaupa hálft maraþon næsta ár (hálft maraþon hljómar miklu betur en 21 km), við sjáum bara til, fékk svolítið mikið af blöðrum á ilina á hægri fót.
Svo er bara spurningin, djamma fram að leik eða bara stutt í kvöld og vakna snemma....hhmmmm
föstudagur, ágúst 22, 2008
Litla þjóðin sem gat
Viti menn....við erum komin með silfrið og eigum möguleika á gullinu í handbolta karla á Ólympíleikunum. Horfði með Ástu og Gunna á leikinn á Players og þvílík stemning, ekki laust við það að maður mæti bara kl. 7 á sunnudagsmorgun til að horfa á úrslitaleikinn. En við íslenska þjóðin skulum gera eins og strákarnir og halda okkur á jörðinni, við erum ekki komin með gullið heldur örugg með silfri (sem er nú bara helvíti gott...ekki eins og við séum að vinna verðlaun á hverjum leikum)
En áfram með smjerið...ég er að fara að hlaupa 10 km á morgun, smá stemning að fara og ná í númerið og flöguna sem er sett á skóinn og svona. Var að lesa í bæklingnum um 10 km hlaupið, þeir segja að þeir sem skokki rólega taka þetta á rúmlega klt en þeir sem fara hraðar eru að taka þetta undir klt...hhhhmmm....ég er að taka þetta á klt og korteri (hérna í Elliðaárdalnum) þannig ég fór að velta því fyrir mér, er ég að fara að verða síðust?! Ef það eru ekki eins margar brekkur á þessari leið, og í Elliðaádalnum, þá er ég að ná þessu á undir klt og korteri. Ég geri bara mitt besta og við sjáum svo til ;o) svo er stefnan bara tekin á 21km næsta ár.
hugsið til mín á morgun kl.9:30 :o)
En áfram með smjerið...ég er að fara að hlaupa 10 km á morgun, smá stemning að fara og ná í númerið og flöguna sem er sett á skóinn og svona. Var að lesa í bæklingnum um 10 km hlaupið, þeir segja að þeir sem skokki rólega taka þetta á rúmlega klt en þeir sem fara hraðar eru að taka þetta undir klt...hhhhmmm....ég er að taka þetta á klt og korteri (hérna í Elliðaárdalnum) þannig ég fór að velta því fyrir mér, er ég að fara að verða síðust?! Ef það eru ekki eins margar brekkur á þessari leið, og í Elliðaádalnum, þá er ég að ná þessu á undir klt og korteri. Ég geri bara mitt besta og við sjáum svo til ;o) svo er stefnan bara tekin á 21km næsta ár.
hugsið til mín á morgun kl.9:30 :o)
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Skólinn að hefjast
Skólinn hefst aftur á mánudaginn í næstu viku, ekki laust við það að ég er farin að hlakka til. Ég ætla líka að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu næsta laugardag. Prufaði að hlaupa Elliðaárdaglshringinn sem er ca. 10 km og viti menn, mín var bara klt og korter að því, ekki slæmt. Ég tek því samt rólega þessa vikuna njóta þess að vera komin í frí og kannski gera einhverja úber tiltekt á heimilinu og bílnum, hafa allt til fyrir skólann.
Annars er bara mest lítið að frétta, skelltum okkur vestur á Danska daga bara rétt yfir laugardagsnóttina og heim aftur á sunnudeginum, ræðum ekkert í hvernig ástandi fólkið var á heimleiðinni. Ég fór svo í mat og bíó með Ástu á sunnudagskvöldið. Fórum á TGI Friday's og svo X-files, I want to belive. Get ekki beint mælt með henni, eða nei ég bara hreinlega get ekki mælt með henni. Held að handritshöfundarnir hefðu átt að horfa á fyrstu seríurnar og sjá hvað það er sem fólk vill sjá og síðan síðustu seríurnar til að sjá hvað það er sem fólk vill ekki sjá, þá hefði kannski verið eitthvað gaman af þessu. Eitt sem ég las í umsögn í annað hvort Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu sem sagði að fyrri helmingur myndarinnar virðist vera undanfari einhvers rosalegs plotts en svo rennur á mann tvær grímur þegar maður kemst að því að þessi undanfari er í rauninni sögurþráðurinn. Ekki fara á þessa mynd, ekki leigja hana á video þegar hún kemur og ekki eyða tíma í að taka hana niður á netinu...horfið frekar á fyrstu 2-3 seríurnar og rifjið gamlar minningar frá 1992 ;o)
Þeir sem vilja heita á mig og styrkja Blátt Áfram þá er hægt að gera það hér
Annars er bara mest lítið að frétta, skelltum okkur vestur á Danska daga bara rétt yfir laugardagsnóttina og heim aftur á sunnudeginum, ræðum ekkert í hvernig ástandi fólkið var á heimleiðinni. Ég fór svo í mat og bíó með Ástu á sunnudagskvöldið. Fórum á TGI Friday's og svo X-files, I want to belive. Get ekki beint mælt með henni, eða nei ég bara hreinlega get ekki mælt með henni. Held að handritshöfundarnir hefðu átt að horfa á fyrstu seríurnar og sjá hvað það er sem fólk vill sjá og síðan síðustu seríurnar til að sjá hvað það er sem fólk vill ekki sjá, þá hefði kannski verið eitthvað gaman af þessu. Eitt sem ég las í umsögn í annað hvort Fréttablaðinu eða Morgunblaðinu sem sagði að fyrri helmingur myndarinnar virðist vera undanfari einhvers rosalegs plotts en svo rennur á mann tvær grímur þegar maður kemst að því að þessi undanfari er í rauninni sögurþráðurinn. Ekki fara á þessa mynd, ekki leigja hana á video þegar hún kemur og ekki eyða tíma í að taka hana niður á netinu...horfið frekar á fyrstu 2-3 seríurnar og rifjið gamlar minningar frá 1992 ;o)
Þeir sem vilja heita á mig og styrkja Blátt Áfram þá er hægt að gera það hér
laugardagur, ágúst 09, 2008
Reykjavíkur maraþon - 10 km
Þá er komið að því...ég tók ákvörðun í gær að ég ætla að hlaupa í 10 km hlaupi í Reykjavíkurmaraþoninu laugardaginn 23.ágúst. Ég hleyp fyrir Blátt áfram og er hægt að heita á mig hérna.
Vona að sem flestir heiti á mig :o)
Ég hef svo sem aldrei hlupið 10 km í einu en ég held að ég verði svona 1,5 klt að þessu, kannski aðeins meira en bara halda góðum hraða allan tíma, ekki sprengja sig á fyrstu 2 km
ekki meir í bili...
Vona að sem flestir heiti á mig :o)
Ég hef svo sem aldrei hlupið 10 km í einu en ég held að ég verði svona 1,5 klt að þessu, kannski aðeins meira en bara halda góðum hraða allan tíma, ekki sprengja sig á fyrstu 2 km
ekki meir í bili...
þriðjudagur, júlí 29, 2008
Myndir
Myndirnar úr Flatey eru loksins komnar á netið, sjá hér til hliðar.
Endilega kíkið og helst kommenta takk fyrir ;o)
Annras er lítið að frétta, fór á mótorhjólið með Binna á sunnudaginn og fórum við á Þingvelli og tókum smá rúnt þar. Verslunarmannahelginn er framundan og ég er að vinna kvöldvakt lau og sunn en kíki eitthvað upp í bústað með Binna og familyu
Ekki meir í bili...
Endilega kíkið og helst kommenta takk fyrir ;o)
Annras er lítið að frétta, fór á mótorhjólið með Binna á sunnudaginn og fórum við á Þingvelli og tókum smá rúnt þar. Verslunarmannahelginn er framundan og ég er að vinna kvöldvakt lau og sunn en kíki eitthvað upp í bústað með Binna og familyu
Ekki meir í bili...
þriðjudagur, júlí 15, 2008
Flatey 2008
Þá er HELGIN liðin, og vá hvað það var gaman....veit varla hvar ég á að byrja þannig ég byrja á augljósum stað....byrjuninni.
Ég náði í hana Maríu Elísabet um hálf 12 og við lögðum af stað kl.12 í bílnum hans Nonna sem var vægast sagt pakkaður. Ég opnaði fyrsta bjórinn á leiðinni að taka bensín og María stuttu eftir....Binni stuttu eftir það. Við ætluðum að vera í samfloti með Ástu og Gunna, og Sollu og Tryggva. Solla og Tryggvi lögðu eitthvað seinna af stað þannig við hittum bara Ástu og Gunna í Borgarnesi í mat. Brunuðum áfram á Hólminn og hefðum ekki mátt vera mikið seinni því báturinn fór kl. hálf4 og við komin í bæinn um kl.3. Ég græjaði til miðana sem voru í voða fínu umslagi merktu mér og svo allir á bryggjuna. Þar hittum við restina af liðinu, Sissu (kærastan hans Palla sem kom á laugardaginn) og Lindu, frænka hennar Unu. Eftir smá tilfæringar á víninu (sumt fór í skápana annað upp á þilfar með okkur) fóru allir um borð í bátinn. Einum og hálfum klt seinna vorum við komin til Flateyjar. Þar mætti okkur móttökunefndin, Una og Ómar. Rétt eins og í fyrra voru töskunum skellt á vagninn og það "mikilvægasta" tekið með (a.k.a. vín) og rétt eins og í fyrra hófum við dvölina í Flatey á ratleik sem í ár hófst með nafnaleik. Ég og Una kölluðum hvern og einn upp og nældum á bakið á viðkomandi miða með nafninu á einhverri þekktri persónu. Fólki gekk misvel að finna útúr því hver það var og missáttir við sitt nafn (Binni fékk nafnið Keikó).
Svo hófst ratleikurinn sem ég segi frá í stuttu máli:
1. krossgáta með svarinu fyrir næstu vísbendingu - pósthúsið
2. tröllatankurinn - aftur niður að bryggju
3. sólaskífan við kirkjugarðinn
4. fleyið sem liggur í fjörunni
5. kirkjan
6. lundaberg - hæðsti punktur eyjunar.
Meðan fólkið hljóp eins og vitleysingjar fram og til baka rölti ég, Una og Solla þetta í rólegheitunum. Ég hljóp aðeins á eftir fólkinu til að taka myndir af því en þegar liðin hlupu í sitt hvora áttina ákvað ég bara koma mér niður í Vinaminni (húsið sem við gistum í). Eftir ratleikinn voru nokkur kapphlaup svona til að gefa þeim sem komu síðast færi á að vinna. Eitt þeirra var eggjahlaup og bað Una mig um að fara með eggin niður á planið þar sem kapphlaupin yrðu. Eitthvað hef ég misreiknað hæðina á tröppunni sem er fyrir neðan pallinn og hrundi í jörðina með skálina en braut ekki eitt einasta egg....reif hins vegar buxurnar mínar og krambúleraði á mér hægra hnéði.
Þegar var komið að því að fara í kapphlaupin var Binni orðinn eitthvað slappur í bakinu og ég kom í hans stað. Ætluðum fyrst að fá Stebba frænda hennar Unu (sem eftir þetta var þekktur sem staðgengillinn) en hann beilaði á okkur. Kapphlaupin voru pokahopp, eggjahlaup og reipitog. Veit ekki hvernig fór nema við unnum eggjahlaupið og ég spurði Unu að því hvort þær (hún og Solla) væru nokkuð búnar að fylgjast með hverjir væru að vinna, það var víst ekki.
Eftir ratleikin og kapphlaupin var farið upp í hús þar sem beið okkar mallandi kjötsúpa, var ekkert smá góð. Eftir kjötsúpuna var tekið í gítarinn og iPODinn, sem Binni og Nonni höfðu sett ákveðinn playlista fyrir Flatey. Nonni kom með BOSE hátalarann sinn til að njóta tónlistarinnar alminnilega en viti menn, taskan hans varð eftir á bryggjunni í Hólminni og var ekki önnur ferð þennan daginn....greyið Nonni fékk ekki töskuna sína fyrr en daginn eftir og voru þessi "mistök" mjög einkennandi fyrir hann það sem eftir var ferðarinnar....en hann var þó með vínið sitt.
Mikið var um drykkju og skemmtilega heit og þegar María braut vínglasið sem hún kom með ætlaði Tryggvi að vera það hjálplegur og ná í kúst í kústaskápinn undir stiganum en gekk víst ekki betur og braut glerið í mynd sem hékk fyrir ofan. Þá kom Binni honum til hjálpar svo Trygvi mundi ekki slasa sig eða aðra frekar. Þó nokkru eftir miðnætti fór fólk að týnast upp í rúm. Ég kom mér upp í rúm 10-15 mín eftir Binna og Gunna (við pörin vorum saman í herbergi) og Ásta svona 30 mín eða meira eftir mér og fór eitthvað leika sér við sokkana sína. Einhvern tíman um morguninn fór ég niður á klósettið (grunar það hafi verið um 7 leitið en ég skildi úrið mitt eftir heima) voru Nonni, María og Sissa eða Linda enn í fullu fjöri...orðatiltækið " í fullu fjöri" er afstætt í þessu samhengi, og ég fór aftur upp að sofa.
Heilsan á laugardeginum í ár var skárri en á laugardeginum í fyrra. Ég, Binni og Ásta röltum niður á bryggju til að ath með töskuna hans Nonna og komum henni heim, þetta var svona um hádegið en Nonni varð ekki var við töskuna fyrr en um 4 leitið. Ég og Binni lögðum okkur þegar við komum aftur í hús sem var voða gott. Solla og Tryggvi fóru með fyrri ferð til baka til að fara í þrítugsafmæli og misstum við af því að kveðja þau. Þau eru búin að lofa að vera 2 nætur næsta ár. Laugardagurinn var frekar rólegur, Ásta og Gunni tóku smá sightseeing af sjálfsdáðum, aðrir voru bara upp í húsi að sötra bjór, leggja sig, spila eða eitthvað annað.
Laugardagskvöldið var frekar lengi af stað enda fólk að jafna sig eftir mikil læti kvöldið áður. Eftir matinn fór ég, Ásta, Gunni, Una, Linda, Palli og Sissa í drykkjuleikinn sem Tryggvi hafði kennt liðinu kvöldið áður og náðum við að peppast nokkuð upp við það. Við kíktum líka á pöbbinn og það var víst kvartað undan okkur vegna hávaða því Ólöf Arnalds var með tónleika og húsið hljómbært með meiru. Binni og fleiri voru eftir upp í húsi með gítarinn og héldu upp góðu stuði a la Eiríkur Fjalar (í flutningi Binna). Við drifum okkur inn þegar veðrið var ekki sammála okkur lengur og héldum stuðinu áfram þar. Ólöf Arnalds kíkti til okkar, og barþjóninn og eitthvað fleira lið og var stemningin orðin nokkuð góð. Þau stoppuðu hins vegar frekar stutt. Binni átti nokkra góða takta með dansi við góðar undirtektir sem og sýndi fram á hvað hann getur verið rosalega ljótur eins sætur og hann er. Nonni gerði önnur mistök ferðarinnar þetta kvöld og tók í vörina. Hann hefur ekki tekið í vörina í mörg ár og lét sér ekki nægja einu sinni, ekki tvisvar heldur varð hann hann líka að væta þetta í bláum ópal. Enginn varð hissa daginn eftir þegar Binni sagði fólkinu frá ferð Nonna upp í svefnálmu...fyrir þá sem ekki vita þá er stiginn að svefnálmunni við hliðina á dyrunum að stofunni, þannig fólk labbar í gegnum dyrnar, snýr sér 180°, tekur hurðina frá stiganum (hurðin að stofunni) og labbar upp stigann..einfalt ekki satt?? Ekki fyrir Nonna sem náði ekki beygjunni og var svo góðar 5 mín að koma sér upp stigann. Partýið leystist fljótlega upp og fóru allir í háttin..
Sunnudagurinn var líka betri en sunnudagurinn í fyrra bæði hjá mér og Binna. Vorum komin á fætur um hádegið og búin að pakka niður því báturinn fór korter yfir 1. Fengum okkur morgunmat og skrifuðum í gestabókina, eitthvað held ég að ég hafi hlupið yfir ýmis atriði þar, þar sem það var verið að reka á eftir mér til að fara í kirkjuna. Getum ekki farið út í FLatey án þess að fara í kirkjuna.
Töskum og dóti var aftur skellt á vagninn og rölt niður á bryggjum með viðkomu í kirkjunni.
Á bryggjunni voru bara tveir skápar sem voru eiginlega orðnir fullir og Nonni passaði sig á því að koma töskunni í annan hvorn svo hún yrði nú ekki eftir í Flatey, hann gleymdi hins vegar bakpokanum með ferðatölvunni í vagninum. Ef það væri ekki fyrir góða vini til að passa upp á hann, þá hefði hann örugglega endað á Brjánslæk. Til að toppa þetta allt saman þá var afrifan á miðanum hans dottin af þegar hann ætlaði að ganga um borð og var miðinn því ógildur, eins gott að Una var með nokkra auka miða.
Heimferðin gekk þó nokkuð vel, Nonni keyrði, við hin (ég, María og Binni) sváfum.
Ég og Binni fengum okkur KFC í kvöldmatinn og video sem Binni sofnaði yfir og sendi ég hann inn í rúm kl.9. Svaf hann eins og barn til 8 um morguninn og hefði getað sofið lengur. Ég var á kvöldvakt í gær og fríi í dag. Gengur frekar illa að koma sér á fætur fyrir hádegi, sjáum til hvernig gengur á morgun fyrir morgunavaktina.
Svona var Flateyjarferðin 2008, takk fyrir mig og sjáumst að ári...
Ég náði í hana Maríu Elísabet um hálf 12 og við lögðum af stað kl.12 í bílnum hans Nonna sem var vægast sagt pakkaður. Ég opnaði fyrsta bjórinn á leiðinni að taka bensín og María stuttu eftir....Binni stuttu eftir það. Við ætluðum að vera í samfloti með Ástu og Gunna, og Sollu og Tryggva. Solla og Tryggvi lögðu eitthvað seinna af stað þannig við hittum bara Ástu og Gunna í Borgarnesi í mat. Brunuðum áfram á Hólminn og hefðum ekki mátt vera mikið seinni því báturinn fór kl. hálf4 og við komin í bæinn um kl.3. Ég græjaði til miðana sem voru í voða fínu umslagi merktu mér og svo allir á bryggjuna. Þar hittum við restina af liðinu, Sissu (kærastan hans Palla sem kom á laugardaginn) og Lindu, frænka hennar Unu. Eftir smá tilfæringar á víninu (sumt fór í skápana annað upp á þilfar með okkur) fóru allir um borð í bátinn. Einum og hálfum klt seinna vorum við komin til Flateyjar. Þar mætti okkur móttökunefndin, Una og Ómar. Rétt eins og í fyrra voru töskunum skellt á vagninn og það "mikilvægasta" tekið með (a.k.a. vín) og rétt eins og í fyrra hófum við dvölina í Flatey á ratleik sem í ár hófst með nafnaleik. Ég og Una kölluðum hvern og einn upp og nældum á bakið á viðkomandi miða með nafninu á einhverri þekktri persónu. Fólki gekk misvel að finna útúr því hver það var og missáttir við sitt nafn (Binni fékk nafnið Keikó).
Svo hófst ratleikurinn sem ég segi frá í stuttu máli:
1. krossgáta með svarinu fyrir næstu vísbendingu - pósthúsið
2. tröllatankurinn - aftur niður að bryggju
3. sólaskífan við kirkjugarðinn
4. fleyið sem liggur í fjörunni
5. kirkjan
6. lundaberg - hæðsti punktur eyjunar.
Meðan fólkið hljóp eins og vitleysingjar fram og til baka rölti ég, Una og Solla þetta í rólegheitunum. Ég hljóp aðeins á eftir fólkinu til að taka myndir af því en þegar liðin hlupu í sitt hvora áttina ákvað ég bara koma mér niður í Vinaminni (húsið sem við gistum í). Eftir ratleikinn voru nokkur kapphlaup svona til að gefa þeim sem komu síðast færi á að vinna. Eitt þeirra var eggjahlaup og bað Una mig um að fara með eggin niður á planið þar sem kapphlaupin yrðu. Eitthvað hef ég misreiknað hæðina á tröppunni sem er fyrir neðan pallinn og hrundi í jörðina með skálina en braut ekki eitt einasta egg....reif hins vegar buxurnar mínar og krambúleraði á mér hægra hnéði.
Þegar var komið að því að fara í kapphlaupin var Binni orðinn eitthvað slappur í bakinu og ég kom í hans stað. Ætluðum fyrst að fá Stebba frænda hennar Unu (sem eftir þetta var þekktur sem staðgengillinn) en hann beilaði á okkur. Kapphlaupin voru pokahopp, eggjahlaup og reipitog. Veit ekki hvernig fór nema við unnum eggjahlaupið og ég spurði Unu að því hvort þær (hún og Solla) væru nokkuð búnar að fylgjast með hverjir væru að vinna, það var víst ekki.
Eftir ratleikin og kapphlaupin var farið upp í hús þar sem beið okkar mallandi kjötsúpa, var ekkert smá góð. Eftir kjötsúpuna var tekið í gítarinn og iPODinn, sem Binni og Nonni höfðu sett ákveðinn playlista fyrir Flatey. Nonni kom með BOSE hátalarann sinn til að njóta tónlistarinnar alminnilega en viti menn, taskan hans varð eftir á bryggjunni í Hólminni og var ekki önnur ferð þennan daginn....greyið Nonni fékk ekki töskuna sína fyrr en daginn eftir og voru þessi "mistök" mjög einkennandi fyrir hann það sem eftir var ferðarinnar....en hann var þó með vínið sitt.
Mikið var um drykkju og skemmtilega heit og þegar María braut vínglasið sem hún kom með ætlaði Tryggvi að vera það hjálplegur og ná í kúst í kústaskápinn undir stiganum en gekk víst ekki betur og braut glerið í mynd sem hékk fyrir ofan. Þá kom Binni honum til hjálpar svo Trygvi mundi ekki slasa sig eða aðra frekar. Þó nokkru eftir miðnætti fór fólk að týnast upp í rúm. Ég kom mér upp í rúm 10-15 mín eftir Binna og Gunna (við pörin vorum saman í herbergi) og Ásta svona 30 mín eða meira eftir mér og fór eitthvað leika sér við sokkana sína. Einhvern tíman um morguninn fór ég niður á klósettið (grunar það hafi verið um 7 leitið en ég skildi úrið mitt eftir heima) voru Nonni, María og Sissa eða Linda enn í fullu fjöri...orðatiltækið " í fullu fjöri" er afstætt í þessu samhengi, og ég fór aftur upp að sofa.
Heilsan á laugardeginum í ár var skárri en á laugardeginum í fyrra. Ég, Binni og Ásta röltum niður á bryggju til að ath með töskuna hans Nonna og komum henni heim, þetta var svona um hádegið en Nonni varð ekki var við töskuna fyrr en um 4 leitið. Ég og Binni lögðum okkur þegar við komum aftur í hús sem var voða gott. Solla og Tryggvi fóru með fyrri ferð til baka til að fara í þrítugsafmæli og misstum við af því að kveðja þau. Þau eru búin að lofa að vera 2 nætur næsta ár. Laugardagurinn var frekar rólegur, Ásta og Gunni tóku smá sightseeing af sjálfsdáðum, aðrir voru bara upp í húsi að sötra bjór, leggja sig, spila eða eitthvað annað.
Laugardagskvöldið var frekar lengi af stað enda fólk að jafna sig eftir mikil læti kvöldið áður. Eftir matinn fór ég, Ásta, Gunni, Una, Linda, Palli og Sissa í drykkjuleikinn sem Tryggvi hafði kennt liðinu kvöldið áður og náðum við að peppast nokkuð upp við það. Við kíktum líka á pöbbinn og það var víst kvartað undan okkur vegna hávaða því Ólöf Arnalds var með tónleika og húsið hljómbært með meiru. Binni og fleiri voru eftir upp í húsi með gítarinn og héldu upp góðu stuði a la Eiríkur Fjalar (í flutningi Binna). Við drifum okkur inn þegar veðrið var ekki sammála okkur lengur og héldum stuðinu áfram þar. Ólöf Arnalds kíkti til okkar, og barþjóninn og eitthvað fleira lið og var stemningin orðin nokkuð góð. Þau stoppuðu hins vegar frekar stutt. Binni átti nokkra góða takta með dansi við góðar undirtektir sem og sýndi fram á hvað hann getur verið rosalega ljótur eins sætur og hann er. Nonni gerði önnur mistök ferðarinnar þetta kvöld og tók í vörina. Hann hefur ekki tekið í vörina í mörg ár og lét sér ekki nægja einu sinni, ekki tvisvar heldur varð hann hann líka að væta þetta í bláum ópal. Enginn varð hissa daginn eftir þegar Binni sagði fólkinu frá ferð Nonna upp í svefnálmu...fyrir þá sem ekki vita þá er stiginn að svefnálmunni við hliðina á dyrunum að stofunni, þannig fólk labbar í gegnum dyrnar, snýr sér 180°, tekur hurðina frá stiganum (hurðin að stofunni) og labbar upp stigann..einfalt ekki satt?? Ekki fyrir Nonna sem náði ekki beygjunni og var svo góðar 5 mín að koma sér upp stigann. Partýið leystist fljótlega upp og fóru allir í háttin..
Sunnudagurinn var líka betri en sunnudagurinn í fyrra bæði hjá mér og Binna. Vorum komin á fætur um hádegið og búin að pakka niður því báturinn fór korter yfir 1. Fengum okkur morgunmat og skrifuðum í gestabókina, eitthvað held ég að ég hafi hlupið yfir ýmis atriði þar, þar sem það var verið að reka á eftir mér til að fara í kirkjuna. Getum ekki farið út í FLatey án þess að fara í kirkjuna.
Töskum og dóti var aftur skellt á vagninn og rölt niður á bryggjum með viðkomu í kirkjunni.
Á bryggjunni voru bara tveir skápar sem voru eiginlega orðnir fullir og Nonni passaði sig á því að koma töskunni í annan hvorn svo hún yrði nú ekki eftir í Flatey, hann gleymdi hins vegar bakpokanum með ferðatölvunni í vagninum. Ef það væri ekki fyrir góða vini til að passa upp á hann, þá hefði hann örugglega endað á Brjánslæk. Til að toppa þetta allt saman þá var afrifan á miðanum hans dottin af þegar hann ætlaði að ganga um borð og var miðinn því ógildur, eins gott að Una var með nokkra auka miða.
Heimferðin gekk þó nokkuð vel, Nonni keyrði, við hin (ég, María og Binni) sváfum.
Ég og Binni fengum okkur KFC í kvöldmatinn og video sem Binni sofnaði yfir og sendi ég hann inn í rúm kl.9. Svaf hann eins og barn til 8 um morguninn og hefði getað sofið lengur. Ég var á kvöldvakt í gær og fríi í dag. Gengur frekar illa að koma sér á fætur fyrir hádegi, sjáum til hvernig gengur á morgun fyrir morgunavaktina.
Svona var Flateyjarferðin 2008, takk fyrir mig og sjáumst að ári...
föstudagur, júní 27, 2008
Einu sinni er allt fyrst
Það hlaut að koma að því...ætlaði nú ekki að láta þetta gerast en þetta gerist samt...ég varð fyrir stunguóhappi í vinnunni. Það var tekin blóðprufa hjá mér og þeim sem ég hafði verið að gefa insúlín. Þetta sýnir manni samt hvað þetta er ótrúlega fljótt að gerast, var sem sagt með insúlínpenna og þegar ég var búin að gefa insúlínið ætlaði ég að setja lokið aftur til að gera skrúfað nálina af (penninn er fjölnota en skipt um nálar). Ég geri eins og reglur segja til um, legg tappann á borðið og "veiði" hann upp á nálina. Þegar ég ætla svo að skrúfa hann á, hafði nálin beyglast í tappanum og stungist í gegnum plastið og í vinstri þumalinn minn. Það kom svo sem ekki mikið blóð og ég náði að þrýsta einhverju blóði í vaskinn og skola. Það var samt skráð atvik í atvikaskránna og blóð sent í sýni bæði frá mér og sjúklingnum....alltaf spenna í vinnunni hjá mér
Annars er mest lítið að frétta af mér og mínum. Vinna og vinna og vinna....við fáum Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu) í grill og bjór á morgun. Ég er að vinna til kl.13 og vonandi náum við að setja hillurnar og snagana, þá verður herbergið tilbúið (heppnaðist vel b.t.w.) eeeeen það er svo sem ekki hundrað í hættun ef það tekst ekki.
Næsta vika verður svona frekar stembin, held ég sé í fríi bara á miðvikudaginn, kannski ég dundi mér eitthvað með henni múttu minni.
En það er sól og sumar og maður getur ekki annað en notið þess....
Annars er mest lítið að frétta af mér og mínum. Vinna og vinna og vinna....við fáum Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu) í grill og bjór á morgun. Ég er að vinna til kl.13 og vonandi náum við að setja hillurnar og snagana, þá verður herbergið tilbúið (heppnaðist vel b.t.w.) eeeeen það er svo sem ekki hundrað í hættun ef það tekst ekki.
Næsta vika verður svona frekar stembin, held ég sé í fríi bara á miðvikudaginn, kannski ég dundi mér eitthvað með henni múttu minni.
En það er sól og sumar og maður getur ekki annað en notið þess....
föstudagur, júní 20, 2008
Boot Camp og Jónsmessuganga
Ég er byrjuð í Boot Camp og það ekkert smá.
Byrjaði á 17.júní, sameiginleg útiæfing og þrekpróf fyrir þá sem eru nýjir. Held ég hafi staðið mig ágætlega. Hljóp hringinn á 15 mín og gaurinn sagði að þær konur sem hefðu hlupið hann á >12 mín væru í góðu standi fyrir elite prófið sem er á helginni (ég er ekki að fara í það) en það vantaði bara 3 mín upp á hjá mér og mér finnst það bara nokkuð gott. Svo var meira dót sem við vorum að gera, armbeygjur, magaæfingar froskahopp og fl. Ég er búin að ákv að mæla árangurinn í hversu mikið ég eyk hraðann, gert margar armbeygjur á tánnum (engin eins og staðan er núna) og þannig heldur en að vera eitthvað að festast í einhverjum tölum á vigtinni.
Svo í kvöld fer ég í Jónsmessugöngu með LSH (Landspítali Háskólasjúkrahús)og er mæting kl.17. Ætlum að labba upp Brynjudal í Hvalfirðinum ef ég man rétt. Þetta er víst ekkert brjáluð brött leið en frekar löng, förum mest 300 m yfir sjávamál.
Annað merkilegt eða kannski ekki...við ætlum að mála herbergið aftur, setja upp snaga á vegginn og hillur fyrir bækurnar. Þá verður skipulagið aðeins betra og ekki svona allt út um allt. Binni stendur í þeirri trú að ég hafi ekki vit á lit (híhí rímar) en ég held ég geri það. Mér finnst græni liturinn á veggnum fyrir ofan rúmið bara mjög flottur og passar vel við rúmgaflinn og náttborðin. Við finnum einhverja lausn á þessu, ég vil hafa ljósan og dökkan lit og ljósa litinn í svona hvítu með smá brúnu eða gráu í, og dökka litinn þá sama lit bara 2 tónum dekkri. Binni vill hafa dökka litinn það sem ég kalla ljósan lit og hvítt....ég fer alla vega í dag og næ í prufur...
Ekki meir í bili, þarf að fara að henda úr skápnum og ákv. hvaða bækur fara niður og hverjar fara á hillurnar. Þetta verður ekkert smá flott :o)
Byrjaði á 17.júní, sameiginleg útiæfing og þrekpróf fyrir þá sem eru nýjir. Held ég hafi staðið mig ágætlega. Hljóp hringinn á 15 mín og gaurinn sagði að þær konur sem hefðu hlupið hann á >12 mín væru í góðu standi fyrir elite prófið sem er á helginni (ég er ekki að fara í það) en það vantaði bara 3 mín upp á hjá mér og mér finnst það bara nokkuð gott. Svo var meira dót sem við vorum að gera, armbeygjur, magaæfingar froskahopp og fl. Ég er búin að ákv að mæla árangurinn í hversu mikið ég eyk hraðann, gert margar armbeygjur á tánnum (engin eins og staðan er núna) og þannig heldur en að vera eitthvað að festast í einhverjum tölum á vigtinni.
Svo í kvöld fer ég í Jónsmessugöngu með LSH (Landspítali Háskólasjúkrahús)og er mæting kl.17. Ætlum að labba upp Brynjudal í Hvalfirðinum ef ég man rétt. Þetta er víst ekkert brjáluð brött leið en frekar löng, förum mest 300 m yfir sjávamál.
Annað merkilegt eða kannski ekki...við ætlum að mála herbergið aftur, setja upp snaga á vegginn og hillur fyrir bækurnar. Þá verður skipulagið aðeins betra og ekki svona allt út um allt. Binni stendur í þeirri trú að ég hafi ekki vit á lit (híhí rímar) en ég held ég geri það. Mér finnst græni liturinn á veggnum fyrir ofan rúmið bara mjög flottur og passar vel við rúmgaflinn og náttborðin. Við finnum einhverja lausn á þessu, ég vil hafa ljósan og dökkan lit og ljósa litinn í svona hvítu með smá brúnu eða gráu í, og dökka litinn þá sama lit bara 2 tónum dekkri. Binni vill hafa dökka litinn það sem ég kalla ljósan lit og hvítt....ég fer alla vega í dag og næ í prufur...
Ekki meir í bili, þarf að fara að henda úr skápnum og ákv. hvaða bækur fara niður og hverjar fara á hillurnar. Þetta verður ekkert smá flott :o)
fimmtudagur, júní 12, 2008
Esjan
þá er fyrsta Esjuganga sumars búin. Það eru nokkrar á deildinni sem eru einhverjir gönguhrólfar og fengu fólk í þessa göngu. Þetta var nú frekar fjölskylduvænt, byrjuðum rólega og nokkur stopp sem var ekkert verra því veðrið var meiriháttar, sérstaklega í gilinu áður en maður fer í grjótið (man ekki hvað það heiri). Sólin skein beint á okkur og varla gola, oftast er einhver vindur sem kemur ofan af fjallinu en þarna var bara ekki neitt.
Gott að vera byrjuð á þessu og halda áfram út sumarið. Það er svo Jónsmessuganga á vegum LSH 20.júní og þar sem ég er ekki að vinna er ég að spá í að skella mér, veit ekki hvernig það á eftir að virka því ég byjra í Boot Camp daginn áður. Maður lætur sig hafa þetta :o)
Annars er mest lítið að frétta, vorum í Varmahlíð að halda upp á afmælið hennar Ástu, gáfum henni stóra Liverpoolkönnu og lyklakippu, sem Gunni ætlaði að láta hverfa (hann er Man. Unt. maður) og svo ilmvatn sem ég man ekki hvað heitir en þegar ég fann lyktina af því vissi ég að þetta var eitthvað fyrir Ástu. Og viti menn....hún hafði einmitt verið að skoða þetta sama ilmvatn hjá vinkonu sinni sem vinnur í Hagkaup. Þannig já hún var mjög ánægð með gjafirnar frá okkur.
Svo er bara að vinna framundan, tek 2 næstu helgar í að vinna, svo grill og bjór með Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu), vinna eina helgi og svo helgi ársins....FLATEY 11-13. júlí.
Ef það verður eitthvð í líkingum við það sem var í fyrra þá verður þetta bara snilld...
Hef ekki meira að segja í bili...
Gott að vera byrjuð á þessu og halda áfram út sumarið. Það er svo Jónsmessuganga á vegum LSH 20.júní og þar sem ég er ekki að vinna er ég að spá í að skella mér, veit ekki hvernig það á eftir að virka því ég byjra í Boot Camp daginn áður. Maður lætur sig hafa þetta :o)
Annars er mest lítið að frétta, vorum í Varmahlíð að halda upp á afmælið hennar Ástu, gáfum henni stóra Liverpoolkönnu og lyklakippu, sem Gunni ætlaði að láta hverfa (hann er Man. Unt. maður) og svo ilmvatn sem ég man ekki hvað heitir en þegar ég fann lyktina af því vissi ég að þetta var eitthvað fyrir Ástu. Og viti menn....hún hafði einmitt verið að skoða þetta sama ilmvatn hjá vinkonu sinni sem vinnur í Hagkaup. Þannig já hún var mjög ánægð með gjafirnar frá okkur.
Svo er bara að vinna framundan, tek 2 næstu helgar í að vinna, svo grill og bjór með Sollu og Tryggva (par sem við kynntumst í gegnum Unu), vinna eina helgi og svo helgi ársins....FLATEY 11-13. júlí.
Ef það verður eitthvð í líkingum við það sem var í fyrra þá verður þetta bara snilld...
Hef ekki meira að segja í bili...
mánudagur, júní 02, 2008
Sumarið 2008
Þá er sumarið 2008 opinberla hafið.
Ég verð að vinna á endurhæfingardeildinni á Grensás í sumar og held það verði bara frábært :o)
Ég er líka búin að skrá mig í Boot Camp og byrja þar 19.júní. Hlakka rosalega til að byrja þar, búin að segja upp kortinu í Hreyfingu og verð í Boot Camp til 6.sept. Hvað ég geri eftir það kemur bara í ljós.
Ég er líka búin að ákv að ganga yfir "fjallið" sem er rétt við bústaðinn hans Binna í Kjósinni helgina 25. júlí. Þetta verður engin rosaganga en ég held þetta sé svona 6 klt ganga...vona það alla vega :o)
Helgin var góð núna, fórum upp í bústa í leti, næstu helgi förum við norður í afmælið hennar Ástu og komum við hjá ættingjunum hans Binna í leiðinni.
Svo er bara vinna, leika, vinna, leika, vinna og s.f.v. í sumar.
Skólinn hefst svo 25. ágúst og aldrei þessu vant hlakka ég bara nokkuð til :o)
Ég verð að vinna á endurhæfingardeildinni á Grensás í sumar og held það verði bara frábært :o)
Ég er líka búin að skrá mig í Boot Camp og byrja þar 19.júní. Hlakka rosalega til að byrja þar, búin að segja upp kortinu í Hreyfingu og verð í Boot Camp til 6.sept. Hvað ég geri eftir það kemur bara í ljós.
Ég er líka búin að ákv að ganga yfir "fjallið" sem er rétt við bústaðinn hans Binna í Kjósinni helgina 25. júlí. Þetta verður engin rosaganga en ég held þetta sé svona 6 klt ganga...vona það alla vega :o)
Helgin var góð núna, fórum upp í bústa í leti, næstu helgi förum við norður í afmælið hennar Ástu og komum við hjá ættingjunum hans Binna í leiðinni.
Svo er bara vinna, leika, vinna, leika, vinna og s.f.v. í sumar.
Skólinn hefst svo 25. ágúst og aldrei þessu vant hlakka ég bara nokkuð til :o)
þriðjudagur, maí 20, 2008
Eurovision
OMG... fötin...hárið...koríografíkin....að við skulum ekki hafa unnið þessa keppni í hvert einasta skiptið sem við höfum tekið þátt skil ég ekki...fann nokkur video á youtube (elska þessa síðu)
Nei eða Já árið 1992
Eitt lag enn árið 1990...met okkar íslendinga lengi þar til Selma sló metið rétt tæpum áratug seinna
Nína árið 1991...Eurovision LAGIÐ, það er ekki hægt að segja annað
ætlaði að enda þetta á Nínu en þá rakst ég á þetta...
það er ekki hægt að segja annað en....OMG....fötin...hárið....FÖTIN!!!!
nei ég get ekki hætt....var alveg búin að gleyma að þetta...ok skiljanlega unnum við ekki þetta árið
og síðast en ekki síst...manstu ekki hver ég var?!?
fengum við ekki 0 stig fyrir þetta lag?!
vildi bara deila þessu með ykkur gott fólk...rifja aðeins upp hvað í ósköpunum við sendum í þessa keppni og í hverju fólk var klætt þegar það tók þátt
Nei eða Já árið 1992
Eitt lag enn árið 1990...met okkar íslendinga lengi þar til Selma sló metið rétt tæpum áratug seinna
Nína árið 1991...Eurovision LAGIÐ, það er ekki hægt að segja annað
ætlaði að enda þetta á Nínu en þá rakst ég á þetta...
það er ekki hægt að segja annað en....OMG....fötin...hárið....FÖTIN!!!!
nei ég get ekki hætt....var alveg búin að gleyma að þetta...ok skiljanlega unnum við ekki þetta árið
og síðast en ekki síst...manstu ekki hver ég var?!?
fengum við ekki 0 stig fyrir þetta lag?!
vildi bara deila þessu með ykkur gott fólk...rifja aðeins upp hvað í ósköpunum við sendum í þessa keppni og í hverju fólk var klætt þegar það tók þátt
sunnudagur, maí 18, 2008
Hestaferð
já mér var boðið í hestaferð í gær þar sem sumir sem höfðu skráð sig og greitt staðfestingargjaldið (óendurkræft) hættu við af einhverri ástæðu var mér bara boðið með.
Í dag er ég svo að drepast í setbeininu og með harðsperrur í öxlunum.
Sunnudagurinn mun fara í lítið annað en að slappa af og hafa það notó, líka á morgun og svo byrja ég að vinna á þri, sem verður bara gaman :o)
Ég er svo búin að setja inn myndirnar af Próflokadjamminu sem við skelltum okkur á á miðvikudaginn (námsmenn gera ekki greinamun á helgi og virkum degi) endilega kíkið á það. Set svo einhverjar myndir af hestaferðinni inná seinna í dag eða á morgun ;o)
bæbæ
Í dag er ég svo að drepast í setbeininu og með harðsperrur í öxlunum.
Sunnudagurinn mun fara í lítið annað en að slappa af og hafa það notó, líka á morgun og svo byrja ég að vinna á þri, sem verður bara gaman :o)
Ég er svo búin að setja inn myndirnar af Próflokadjamminu sem við skelltum okkur á á miðvikudaginn (námsmenn gera ekki greinamun á helgi og virkum degi) endilega kíkið á það. Set svo einhverjar myndir af hestaferðinni inná seinna í dag eða á morgun ;o)
bæbæ
miðvikudagur, maí 14, 2008
la vita bella
Svona á lífið að vera
var að klára prófin....kommenta ekkert á hvernig mér gekk nema fósturfræðin þar sem ég fékk 8, takk fyrir það
fór í klippinguna (var komin með alverlegt tilfelli af ljótunni) og fór svo í LaSenza að versla fyrir afmælispeninginn (var búin að bíða með hann fyrir þetta)
sit svo núna úti á svölum í sólinni að drekka bjór og lakka á mér táneglurnar :o) lífið gerist ekki mikið betra þessa stundina...nema kannski að einkunnin fyrir lífeðlisfræðina kæmi inn með 9,5 handa mér....en ég er ekkert að velta mér upp úr því (heldur sólskini)
Svo þegar ég er búin með bjóri fer ég í sturtu og hafa mig til fyrir kvöldið. Við ætlum nokkur að taka prófloka djammið í kvöld....og af hverju að hafa það á virkum degi en ekki að bíða fram á föstudag?? Því hjá okkur hefur ekkert verið nein helgi eða djamm...svo eru líka nokkrir sem hafa verið að vanrækja krakka og maka (í mínu tilfelli maka) og vilja frekar eyða helginni með þeim.
Ég fer svo í kveðju/útskriftarpartý hjá Unu og föstudaginn og svo út að borða og leikhús með Binna á laugardaginn....lífið er fallegt
var að klára prófin....kommenta ekkert á hvernig mér gekk nema fósturfræðin þar sem ég fékk 8, takk fyrir það
fór í klippinguna (var komin með alverlegt tilfelli af ljótunni) og fór svo í LaSenza að versla fyrir afmælispeninginn (var búin að bíða með hann fyrir þetta)
sit svo núna úti á svölum í sólinni að drekka bjór og lakka á mér táneglurnar :o) lífið gerist ekki mikið betra þessa stundina...nema kannski að einkunnin fyrir lífeðlisfræðina kæmi inn með 9,5 handa mér....en ég er ekkert að velta mér upp úr því (heldur sólskini)
Svo þegar ég er búin með bjóri fer ég í sturtu og hafa mig til fyrir kvöldið. Við ætlum nokkur að taka prófloka djammið í kvöld....og af hverju að hafa það á virkum degi en ekki að bíða fram á föstudag?? Því hjá okkur hefur ekkert verið nein helgi eða djamm...svo eru líka nokkrir sem hafa verið að vanrækja krakka og maka (í mínu tilfelli maka) og vilja frekar eyða helginni með þeim.
Ég fer svo í kveðju/útskriftarpartý hjá Unu og föstudaginn og svo út að borða og leikhús með Binna á laugardaginn....lífið er fallegt
Búin í prófunum
Þá er maður loksins búin í prófunum, búið að vera mjööööööög langar 2-3 vikur. Við fáum líka einkunina í lífeðlisfræði kl.12 þannig ég ætla bara að drýfa mig í að taka til svo ég þurfi ekki að gera það eftir hádegi eða á morgun.
það er víst ekki seinna vænna en að byrja...læta svo vita hvernig fer með lífeðlisfræðina annað hvort seinna í dag eða á morgun :o)
bæjó
það er víst ekki seinna vænna en að byrja...læta svo vita hvernig fer með lífeðlisfræðina annað hvort seinna í dag eða á morgun :o)
bæjó
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Fyrsta próf
fyrsta prófið liðið og gekk bara nokkuð vel held ég....nokkuð viss um að ég sé að ná lífeðlisfræðinni, hversu mikið er hins vegar annað mál.
Á laugardaginn er fósturfræðin og auðvita í dag þurfti ég að fá mígrenis hausverk í dag...ekki gott.
Sit núna með Binna að horfa á Liverpool - Chealsea og voru vondu-kallarnir að skora rétt í þessu.
Vildi bara láta vita hvernig gengi hjá mér...næstu 2 vikurnar einkennast af lærdómi hjá mér næstu 2 vikurnar og lítið annað er ég hrædd um.
kv.
Apríl Eik -
ps.
Áfram Liverpool
Á laugardaginn er fósturfræðin og auðvita í dag þurfti ég að fá mígrenis hausverk í dag...ekki gott.
Sit núna með Binna að horfa á Liverpool - Chealsea og voru vondu-kallarnir að skora rétt í þessu.
Vildi bara láta vita hvernig gengi hjá mér...næstu 2 vikurnar einkennast af lærdómi hjá mér næstu 2 vikurnar og lítið annað er ég hrædd um.
kv.
Apríl Eik -
ps.
Áfram Liverpool
fimmtudagur, apríl 24, 2008
Sumardagurinn fyrsti
síðasti fimmtudagur apríl mánaðar er runninn upp og þið ykkar sem eruð skátar vitið hvað það þýðir...misstíg skrúðganga í hliðarvindi með rigningu og/eða snjókomu, samt betri fyrstu sumardagur heldur en oft áður...reyndar líka ekkert betri en oft áður ;o)
Skellti mér í ræktina í morgun og tók nokkuð vel á því held ég. Dróg svo múttu með mér í Kringluna að kaupa sumargjafir handa körlunum okkar. Mömmu er mikið búið að langa til að gefa mér pening af því ég er svo mikill fátækur námsmaður (hef hingað til afþakkað pent) en núna ákvað hún að gefa mér skó í sumargjöf og hana nú. Vildi ekki fara rífast mikið við hana í búðinni þannig ég þakkaði bara vel fyrir mig og knúsaði hana, langaði svolítið í nýja skó og þessir gömlu er ekki þeir bestu fyrir meira en 15 mín labb í einu.
Held við parið gerum ekki mikið í kvöld en það er árshátíð hjá Liverpool klúbbnum á laugardaginn og auðvita látum við ekki okkur vanta. Ásta Marteins kemur með okkur sem verður bara gaman, veit að hún hlakkar mjög mikið til!! en þar sem sumir (a.k.a. ég) eru að standa í próflestri þýðir ekki að fá sér að drekka á helginni, nema kannski 1 bjór þegar við komum heim. Það er svo sem í lagi því það verður bara betur tekið á því eftir 14.maí þegar prófin eru búin, tekið 3 daga fyllerí eða eitthvað ;o)
jæja ég ætla að fara að lesa eitthvað, lífeðlisfræðin er miðvikudaginn eftir viku og verður EKKI auðveld....
takk í bili
kv.
Apríl Eik
Skellti mér í ræktina í morgun og tók nokkuð vel á því held ég. Dróg svo múttu með mér í Kringluna að kaupa sumargjafir handa körlunum okkar. Mömmu er mikið búið að langa til að gefa mér pening af því ég er svo mikill fátækur námsmaður (hef hingað til afþakkað pent) en núna ákvað hún að gefa mér skó í sumargjöf og hana nú. Vildi ekki fara rífast mikið við hana í búðinni þannig ég þakkaði bara vel fyrir mig og knúsaði hana, langaði svolítið í nýja skó og þessir gömlu er ekki þeir bestu fyrir meira en 15 mín labb í einu.
Held við parið gerum ekki mikið í kvöld en það er árshátíð hjá Liverpool klúbbnum á laugardaginn og auðvita látum við ekki okkur vanta. Ásta Marteins kemur með okkur sem verður bara gaman, veit að hún hlakkar mjög mikið til!! en þar sem sumir (a.k.a. ég) eru að standa í próflestri þýðir ekki að fá sér að drekka á helginni, nema kannski 1 bjór þegar við komum heim. Það er svo sem í lagi því það verður bara betur tekið á því eftir 14.maí þegar prófin eru búin, tekið 3 daga fyllerí eða eitthvað ;o)
jæja ég ætla að fara að lesa eitthvað, lífeðlisfræðin er miðvikudaginn eftir viku og verður EKKI auðveld....
takk í bili
kv.
Apríl Eik
föstudagur, apríl 11, 2008
OMG
já það er ekki hægt að segja annað en OMG....það eru innan við 3 vikur í fyrsta próf og maður er nett farin að fá í magann.
Ég verða þó að hrósa mér fyrir hvað ég er búin að vera dugleg undanfarnar vikur að (undanfarna 2-3 vikur) að mæta snemma á morgnanna niður á bókhlöðu og lesa til 16-18 á daginn. Það er samt alveg ótrúlegt þó maður sé að "massa" þetta þá er það sem ég er búin að fara yfir nánast eins og dropi í hafið (ýkjur að sjálfsögðu) en það er alveg heill hellingur eftir.
Ég, Binni og Ásta Marteins erum að fara á árshátíð Liverpool klúbbsins 26.apr (4 dögum fyrir lífeðlisfr.prófið) þannig minns verður ekki að drekka þá. Næsta djamm er ekki fyrr en eftir 14.maí (eftir síðasta próf s.s.)
Ég er búin að tala við deildarstjórann á R2 (endurhæfingin á Grensás) og ég verð þar í sumar 80%. Það verður svolítið spes að fara að vinna eitthvað annað en að svara í símann eða bera fram mat.
Ætla að koma mér héðan út, er að fara í ræktina og svo er Bryn og Bína á leiðinni í bæinn ef þær hafa ekki stranda á Steingrímsfj.heiðinni - Bryn ætlaði að láta mig vita þegar þær væru í Hólmavík, en hún hefur pottþétt gleymt því ef ég þekki mína konu rétt (já við erum orðnar 25 ára og því kallaðar konur - ég er samt enn stelpa í anda)
Bið að heilsa í bili....væri ógó gaman að fá commen og einhver hughreystandi orð á þessu síðustu og verstu tímum sem eru framundan ;o)
Ég verða þó að hrósa mér fyrir hvað ég er búin að vera dugleg undanfarnar vikur að (undanfarna 2-3 vikur) að mæta snemma á morgnanna niður á bókhlöðu og lesa til 16-18 á daginn. Það er samt alveg ótrúlegt þó maður sé að "massa" þetta þá er það sem ég er búin að fara yfir nánast eins og dropi í hafið (ýkjur að sjálfsögðu) en það er alveg heill hellingur eftir.
Ég, Binni og Ásta Marteins erum að fara á árshátíð Liverpool klúbbsins 26.apr (4 dögum fyrir lífeðlisfr.prófið) þannig minns verður ekki að drekka þá. Næsta djamm er ekki fyrr en eftir 14.maí (eftir síðasta próf s.s.)
Ég er búin að tala við deildarstjórann á R2 (endurhæfingin á Grensás) og ég verð þar í sumar 80%. Það verður svolítið spes að fara að vinna eitthvað annað en að svara í símann eða bera fram mat.
Ætla að koma mér héðan út, er að fara í ræktina og svo er Bryn og Bína á leiðinni í bæinn ef þær hafa ekki stranda á Steingrímsfj.heiðinni - Bryn ætlaði að láta mig vita þegar þær væru í Hólmavík, en hún hefur pottþétt gleymt því ef ég þekki mína konu rétt (já við erum orðnar 25 ára og því kallaðar konur - ég er samt enn stelpa í anda)
Bið að heilsa í bili....væri ógó gaman að fá commen og einhver hughreystandi orð á þessu síðustu og verstu tímum sem eru framundan ;o)
fimmtudagur, apríl 03, 2008
sunnudagur, mars 23, 2008
Páskar 2008
Páskadagur....
vaknaði nokkuð snemma í morgun og fór framm úr, til að sofna frammí sófa. Páskarnir eru búnnir að vera rólegir hjá okkur parinu. Fórum upp í bústað á fimtudaginn en komum aftur á föstudaginn. Það er ekkert vatn upp frá og bara stemning að þurfa að ná í vatn í 50 L fötu, sjóða vatnið og redda sér aðeins. Það var hávaðarok um kvöldið og tók þónokkurn tíma í að hita upp bústaðinn en hafðist þó á endanum. Föstudagurinn langi var rosalega fallegur, sólin skein sem aldrei fyrr og hiti rétt undir frostmarki en stillt. Við rúntuðum aðeins um Hvalfjörðinn og fengum okkur pulsu í Kaffi Kjós. Við vorum komin svo aftur í bæinn seinni partinn, Binni ætlaði að fara að vinna á laugardaginn (en þurfti þess svo ekki) og ég ætlaði að vinna áfram í verkefninu mínu sem á að skila 3. í páskum (þriðjudaginn). Binni ætaði að fara á mótorhjólið en það fór ekki sem ætlaði. Ég hins vegar dró múttu í sund í svona 25 mín því það lokaði kl.18:00. Við vorum svo bara róleg heima að horfa á sjónvarpið og chilla.
Ég skellti mér í ræktina á laugardaginn og niður á bókó og svo vorum við bara heim um kvöldið. Binni ætlaði að fara og spila á gítarinn með vini sínum, en það varð svo ekkert úr því. Við erum svo að fara í kvöldmat til tengdó á eftir, hún átti afmæli núna á miðvikudaginn og ætlum við að leggja inn á ferðasjóðinn hennar, það er víst nr. 1 á óskalistanum.
Svona var páskahelgin hjá okkur þetta árið, ekki mikið að gera en samt rosalega næs að hafa það bara rólegt og vera ekki þunnur 2-3 daga í röð.
Í næstu viku byrjar skólinn aftur að einhverju leiti, ég er búin með verknámið sem er frekar mikið og get ég sagt að ég sé komin í svona semi-upplestrarfrí.
ekki meira í bili ;o)
vaknaði nokkuð snemma í morgun og fór framm úr, til að sofna frammí sófa. Páskarnir eru búnnir að vera rólegir hjá okkur parinu. Fórum upp í bústað á fimtudaginn en komum aftur á föstudaginn. Það er ekkert vatn upp frá og bara stemning að þurfa að ná í vatn í 50 L fötu, sjóða vatnið og redda sér aðeins. Það var hávaðarok um kvöldið og tók þónokkurn tíma í að hita upp bústaðinn en hafðist þó á endanum. Föstudagurinn langi var rosalega fallegur, sólin skein sem aldrei fyrr og hiti rétt undir frostmarki en stillt. Við rúntuðum aðeins um Hvalfjörðinn og fengum okkur pulsu í Kaffi Kjós. Við vorum komin svo aftur í bæinn seinni partinn, Binni ætlaði að fara að vinna á laugardaginn (en þurfti þess svo ekki) og ég ætlaði að vinna áfram í verkefninu mínu sem á að skila 3. í páskum (þriðjudaginn). Binni ætaði að fara á mótorhjólið en það fór ekki sem ætlaði. Ég hins vegar dró múttu í sund í svona 25 mín því það lokaði kl.18:00. Við vorum svo bara róleg heima að horfa á sjónvarpið og chilla.
Ég skellti mér í ræktina á laugardaginn og niður á bókó og svo vorum við bara heim um kvöldið. Binni ætlaði að fara og spila á gítarinn með vini sínum, en það varð svo ekkert úr því. Við erum svo að fara í kvöldmat til tengdó á eftir, hún átti afmæli núna á miðvikudaginn og ætlum við að leggja inn á ferðasjóðinn hennar, það er víst nr. 1 á óskalistanum.
Svona var páskahelgin hjá okkur þetta árið, ekki mikið að gera en samt rosalega næs að hafa það bara rólegt og vera ekki þunnur 2-3 daga í röð.
Í næstu viku byrjar skólinn aftur að einhverju leiti, ég er búin með verknámið sem er frekar mikið og get ég sagt að ég sé komin í svona semi-upplestrarfrí.
ekki meira í bili ;o)
þriðjudagur, mars 11, 2008
Árshátíð Síman....sú síðasta
Síðasta árshátíð mín hjá Símanum var núna á helginni...sú síðasta í bili.
Binni var að sjálfsögðu að vinna í keyrslunni og sá ég lítið af honum yfir kvöldið, eitthvað þó. Dagurinn átti að vera mun rólegri en hann hefur verið undanfarið en eins og áður þá fékk ég rétt rúmlega klt til að fara í sturtu, þurka og slétta hárið, mála mig og koma mér í fötin og út. Planið var að eyða nokkrum klt í að snyrta neglurnar og dunda mér við þetta. Pabbi var svo elskulegur að skutla prinsessunni á fordrykkinn þar sem allir hittust áður.
Eftir klt af fordrykk var farið með nokkrum rútum af Nordica hóteli niður í Laugardalshöll þar sem veislan var. Þemað var "Framtíðin" og var allt í svona neon litum og eitthvað, þau hafa greinilega eytt aðeins minni pening í skreytingar og meiri í skemmtiatriðin því Palli kom og skemmti okkur fram á rauða nótt og hélt stuðinu ALLAN tímann. Mercedes Club kom þarna og "spilaði" 3, einhver sagði mér að stelpan hafi sungið en ég gat ekki heyrt það....sá að hún hreyfði munninn en það var það eina.
Ég og Binni fórum heim þegar ljósin voru kveikt og eins og mig hafði grunað þá lögðum við ekki í það að fara í bæinn, ég alla vega ekki á þessum skóm sem ég var í (þar greinilega meira en viku í að venjast að vera í hælum).
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en að sofa framm í sófa eða inni í herbergi, fengum okkur subway í kvöldmatinn og leigðum okkur video eitthvað sem við höfum ekki gert lengi.
Vikan byrjaði svo aftur í allri sinni dýrð í gær og mín dröslaðist niður á hlöðu að læra í gær og í dag....og mun halda því eitthvað áfram.
Nóg um þetta í bili....
Námskeiðið í Hreyfingu kláraðist í síðustu viku og ég skráði mig bara á það næsta þannig harkan 6 heldur áfram (námskeiðið heitir Betra Form 6)
Binni var að sjálfsögðu að vinna í keyrslunni og sá ég lítið af honum yfir kvöldið, eitthvað þó. Dagurinn átti að vera mun rólegri en hann hefur verið undanfarið en eins og áður þá fékk ég rétt rúmlega klt til að fara í sturtu, þurka og slétta hárið, mála mig og koma mér í fötin og út. Planið var að eyða nokkrum klt í að snyrta neglurnar og dunda mér við þetta. Pabbi var svo elskulegur að skutla prinsessunni á fordrykkinn þar sem allir hittust áður.
Eftir klt af fordrykk var farið með nokkrum rútum af Nordica hóteli niður í Laugardalshöll þar sem veislan var. Þemað var "Framtíðin" og var allt í svona neon litum og eitthvað, þau hafa greinilega eytt aðeins minni pening í skreytingar og meiri í skemmtiatriðin því Palli kom og skemmti okkur fram á rauða nótt og hélt stuðinu ALLAN tímann. Mercedes Club kom þarna og "spilaði" 3, einhver sagði mér að stelpan hafi sungið en ég gat ekki heyrt það....sá að hún hreyfði munninn en það var það eina.
Ég og Binni fórum heim þegar ljósin voru kveikt og eins og mig hafði grunað þá lögðum við ekki í það að fara í bæinn, ég alla vega ekki á þessum skóm sem ég var í (þar greinilega meira en viku í að venjast að vera í hælum).
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en að sofa framm í sófa eða inni í herbergi, fengum okkur subway í kvöldmatinn og leigðum okkur video eitthvað sem við höfum ekki gert lengi.
Vikan byrjaði svo aftur í allri sinni dýrð í gær og mín dröslaðist niður á hlöðu að læra í gær og í dag....og mun halda því eitthvað áfram.
Nóg um þetta í bili....
Námskeiðið í Hreyfingu kláraðist í síðustu viku og ég skráði mig bara á það næsta þannig harkan 6 heldur áfram (námskeiðið heitir Betra Form 6)
sunnudagur, mars 02, 2008
Síðasti dagurinn
Þá er síðasti dagurinn hjá Símanum runninn upp.
Svo sem ekkert merkilegt þannig séð, bara venjulegur rólegur sunnudagur. Er að taka 12 tímana sem ég hefði alveg verið til í að sleppa því Binni kemur heim frá London um 3 leitið og ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera heima og taka á móti kallinum. Honum var s.s. boðið til London á leik með Chelsea og fór út á föstudaginn og kemur heim í dag. Það var víst ekki mikið verslað en það verður bara þegar við förum. Hann var alla vega nógu hrifinn af London til að vilja koma þanngað aftur með mér....fljótlega.
Nema hvað...síðasti dagurinn. Kristrún og Stebbi eru að vinna og leyfðu mér að ákv hvert ætti að fara í hádegismat. Eftir að hafa velt þessu mikið og lengi fyrir mér ákv ég að skemmtilegast svona síðasta daginn væri að fara í bakaríið því ekki hefur maður farið mikið þanngað á þessum 3 árum sem ég hef verið að vinna hérna. Það var svo reyndar ákv að fara ekki í bakaríið heldur á Taco Bell :oD sem var voða gaman.
Ég er búin að vinna kl.11 í kvöld og svo er bara skólinn sem þarf að huga að...alminnilega.
Bið að heilsa í bili....
Svo sem ekkert merkilegt þannig séð, bara venjulegur rólegur sunnudagur. Er að taka 12 tímana sem ég hefði alveg verið til í að sleppa því Binni kemur heim frá London um 3 leitið og ég hefði ekki haft neitt á móti því að vera heima og taka á móti kallinum. Honum var s.s. boðið til London á leik með Chelsea og fór út á föstudaginn og kemur heim í dag. Það var víst ekki mikið verslað en það verður bara þegar við förum. Hann var alla vega nógu hrifinn af London til að vilja koma þanngað aftur með mér....fljótlega.
Nema hvað...síðasti dagurinn. Kristrún og Stebbi eru að vinna og leyfðu mér að ákv hvert ætti að fara í hádegismat. Eftir að hafa velt þessu mikið og lengi fyrir mér ákv ég að skemmtilegast svona síðasta daginn væri að fara í bakaríið því ekki hefur maður farið mikið þanngað á þessum 3 árum sem ég hef verið að vinna hérna. Það var svo reyndar ákv að fara ekki í bakaríið heldur á Taco Bell :oD sem var voða gaman.
Ég er búin að vinna kl.11 í kvöld og svo er bara skólinn sem þarf að huga að...alminnilega.
Bið að heilsa í bili....
sunnudagur, febrúar 24, 2008
Konudagur og Euro...
Þá erum við komin með lagið í Euro keppnina í ár. Veit ekki alveg, ætla ekkert að gera mér eitthvað alltof mikla vonir um að við komumst áfram á þessu lagi. En hvað um það...við sjáum til.
Skólinn gengur ágætlega, var að skila fyrstu 2 verkefnunum á föstudaginn. Held ég hafi staðið mig bara ágætlega fyrir utan smá mis. Viðtalsverkefnið var í 3 hlutum, 40% og 2 x 20%. Ég var búin að vesenast voða mikið í heimildum og skráningu þeirra og svona að ég gleymdi einu 20% hlutanum. Þetta fattaðist þegar ég var búin að skila og kennarinn búinn að koma og sækja verkefnið. Ég hljóp um allt að finna blessaðan kennarann en ekkert gekk þannig ég bar asendi henni tpóst og lagaði verkefnið, prentaði út aftur og skilað....svo bara vona það besta. Fékk reyndar tpóst til baka þar sem hún sagði að þetta væri ekki mál, þyrfti bara vera með nemendanr. mitt. Svo er bara bíða og sjá.
Í dag er konudagurinn og ég er að vinna í þessu meiriháttar veðri eeeen ég er bara að vinna til kl.17 og þá fer ég heim. Við ætlum að hafa það bara kósý í kvöld, elda góðan mat horfa á video eða fara í bíó, svo er það Óskarinn í nótt...ég get alveg fórnað 1 degi í skólanum fyrir hann. Ætla líka að vera að læra eitthvað sem er víst kominn tími til að maður fari að gera :o)
Ætla reyna að læra eitthvað hérna í vinnunni milli þess sem ég svara í símann og spila scrabble við krakkana hérna í vinnunni.
Bið að heilsa og til hamingju með Konudaginn konur ;o)
Skólinn gengur ágætlega, var að skila fyrstu 2 verkefnunum á föstudaginn. Held ég hafi staðið mig bara ágætlega fyrir utan smá mis. Viðtalsverkefnið var í 3 hlutum, 40% og 2 x 20%. Ég var búin að vesenast voða mikið í heimildum og skráningu þeirra og svona að ég gleymdi einu 20% hlutanum. Þetta fattaðist þegar ég var búin að skila og kennarinn búinn að koma og sækja verkefnið. Ég hljóp um allt að finna blessaðan kennarann en ekkert gekk þannig ég bar asendi henni tpóst og lagaði verkefnið, prentaði út aftur og skilað....svo bara vona það besta. Fékk reyndar tpóst til baka þar sem hún sagði að þetta væri ekki mál, þyrfti bara vera með nemendanr. mitt. Svo er bara bíða og sjá.
Í dag er konudagurinn og ég er að vinna í þessu meiriháttar veðri eeeen ég er bara að vinna til kl.17 og þá fer ég heim. Við ætlum að hafa það bara kósý í kvöld, elda góðan mat horfa á video eða fara í bíó, svo er það Óskarinn í nótt...ég get alveg fórnað 1 degi í skólanum fyrir hann. Ætla líka að vera að læra eitthvað sem er víst kominn tími til að maður fari að gera :o)
Ætla reyna að læra eitthvað hérna í vinnunni milli þess sem ég svara í símann og spila scrabble við krakkana hérna í vinnunni.
Bið að heilsa og til hamingju með Konudaginn konur ;o)
laugardagur, febrúar 02, 2008
You Are 70% Boyish and 30% Girlish |
You are pretty evenly split down the middle - a total eunuch. Okay, kidding about the eunuch part. But you do get along with both sexes. You reject traditional gender roles. However, you don't actively fight them. You're just you. You don't try to be what people expect you to be. |
laugardagur, janúar 26, 2008
Frí....eða eitthvað
loksins komin í einhvers konar frí...í dag er enginn skóli, enginn vinna og engin ræktin (fór 7x í síðustu viku) 1. vikan í Betra Form námskeiðinu gekk vel, missti 800 gr og ætla mér að missa meira í þeirri næstu en það er hins vegar nammidagur í dag og ég er búin að vera hugsa um bragðaref alla vikuna og held ég skelli mér bara á einn slíkan á eftir....
Ég er ekki beinlínis að fara að sitja með tærna upp í loft í dag því þó það sé ekki skóli verður maður að lesa eitthvað líka og gott ef ekki líka að sjá eitthvað um heimilið.
Við skötuhjúin ætlum að hafa það gott í kvöld svona í tilefni gærdagsins og fara út að borða og í bíó á Brúðgumann
eeeeeeeeeeeen fyrst ætla ég að klára að horfa á Stardust sem Stebbi niðri í vinnu lét mig fá í gær, hún er að koma skemmtilega á óvart og mæli með henni við alla sem hafa gaman að ævintýramyndum.
kv.
Apríl Eik
Ég er ekki beinlínis að fara að sitja með tærna upp í loft í dag því þó það sé ekki skóli verður maður að lesa eitthvað líka og gott ef ekki líka að sjá eitthvað um heimilið.
Við skötuhjúin ætlum að hafa það gott í kvöld svona í tilefni gærdagsins og fara út að borða og í bíó á Brúðgumann
eeeeeeeeeeeen fyrst ætla ég að klára að horfa á Stardust sem Stebbi niðri í vinnu lét mig fá í gær, hún er að koma skemmtilega á óvart og mæli með henni við alla sem hafa gaman að ævintýramyndum.
kv.
Apríl Eik
fimmtudagur, janúar 24, 2008
Allt að verða kreisý
Fyrr má nú fyrr vera en lætin í borgarstjórninni....eða á maður kannski að segja Borgarstjórnleysunni. Ef lögin væru það klár að fyrirbyggja svona og setja neyðarkosningar þegar meirihluti í borgar/sveitarstjórn fellur á sama kjörtímabilinu og lýðurinn fengi að kjósa aftur fengju Sjálfstæðis- Framsók og Samfylking fæstu atkvæðin og við mundum sjá hæðsta hlutfall af auðum kjörseðlum síðan kosningar á Íslandi hófust. Ég ætti alla veg mjög erfitt með að ákv hverjum af þessum flokkum ég treysti best til að stjórna borginni, eins gott að þetta gerist ekki á Alþingi líka!!!
Annars er bara allt í góðu héðan af okkur að frétta, skólinn gengur ágætlega, ræktin stendur sig enn þá og vinnan....jaa hún er bara eins og alltaf og ekki orð um það meir. Talandi um vinnuna þá er ég í fríi á helginni og ætla að hafa það gott, ekkert planað en gæti jafnvel bara verið breytt útaf vananum og kannski farið út að borða og svo í bíó....hver veit
Ég er að fara að læra núna, þetta virðist vera alveg heilósköp sem við eigum að koma í hausinn á okkur núna og bara 2-3 vikur liðnar af skólanum :o/
Bið að heilsa í bili og ef einhver hefur áhuga á að stofna flokk til að bjóða sig fram í næstu kosningum, flokkur unga fólksins eins og Fönklistinn var hér um árið fyrir vestan, þá skal ég alveg kjósa þá því þeir sem eru við völd núna (núverandi og fyrrverandi meirihluti) eru ekki atkvæðis míns virði.
Pís out
Annars er bara allt í góðu héðan af okkur að frétta, skólinn gengur ágætlega, ræktin stendur sig enn þá og vinnan....jaa hún er bara eins og alltaf og ekki orð um það meir. Talandi um vinnuna þá er ég í fríi á helginni og ætla að hafa það gott, ekkert planað en gæti jafnvel bara verið breytt útaf vananum og kannski farið út að borða og svo í bíó....hver veit
Ég er að fara að læra núna, þetta virðist vera alveg heilósköp sem við eigum að koma í hausinn á okkur núna og bara 2-3 vikur liðnar af skólanum :o/
Bið að heilsa í bili og ef einhver hefur áhuga á að stofna flokk til að bjóða sig fram í næstu kosningum, flokkur unga fólksins eins og Fönklistinn var hér um árið fyrir vestan, þá skal ég alveg kjósa þá því þeir sem eru við völd núna (núverandi og fyrrverandi meirihluti) eru ekki atkvæðis míns virði.
Pís out
sunnudagur, janúar 20, 2008
Hjúkkur 2011
komin tími á smá innlegg hérna...
skólinn byrjaður, vinnan og ræktin líka. Það er smá puð að skipuleggja sig alminnilega en það fylgir því víst að vera í háskóla.
Það eru einhverjir svo framtaksamir í bekknum að við erum komnar með okkar bloggsíðu, sjá hér til vinstri (Hjúkkur 2011). Nafn síðunnar er dregið af því að við munum útskrifast 2011!!!
Meira er ekki fréttum af þessum bænum í bili...
skólinn byrjaður, vinnan og ræktin líka. Það er smá puð að skipuleggja sig alminnilega en það fylgir því víst að vera í háskóla.
Það eru einhverjir svo framtaksamir í bekknum að við erum komnar með okkar bloggsíðu, sjá hér til vinstri (Hjúkkur 2011). Nafn síðunnar er dregið af því að við munum útskrifast 2011!!!
Meira er ekki fréttum af þessum bænum í bili...
þriðjudagur, janúar 08, 2008
Komið....
Biðinni er lokið....listinn er kominn á hjukrun.hi.is og ég er á honum....ofarlega!!!
Ég var sem sagt nr. 22 af 102 :o) alls ekki slæmt fyrir þá gömlu
2 einkunnir eru komnar í hús, 7,5 fyrir lífefnafræði og svo 8,5 fyrir sálfræðina....held það sé bara nokkuð nærri því sem ég hafði spáð. Restin kemur svo inn á morgun og skólinn byrjar á fimtudaginn
meira var það ekki í bili...
Ég var sem sagt nr. 22 af 102 :o) alls ekki slæmt fyrir þá gömlu
2 einkunnir eru komnar í hús, 7,5 fyrir lífefnafræði og svo 8,5 fyrir sálfræðina....held það sé bara nokkuð nærri því sem ég hafði spáð. Restin kemur svo inn á morgun og skólinn byrjar á fimtudaginn
meira var það ekki í bili...
mánudagur, janúar 07, 2008
föstudagur, janúar 04, 2008
Skólinn...
í dag er 4.janúar og einkunnirnar eru ekki komnar inn. Það er frekar erfitt að vera ekki kíkja 50 x á dag þegar maður situr við tölvuna allan dagin og er á neti, s.s. vinna. Þær koma inn í síðasta lagi 10.jan en ég hef það á tilfinningunni þær koma inn 9.jan!!! Bíð spennt þanngað til
Svo er ég, Binni og pabbi að fara á Bubba tónleikana á morgun, nokkuð viss um að það verði svolítið flott.
Annars er það bara bíða og reyna að láta tímann líða hratt...sem gengur frekar illa.
Verðum í bandi 9-10.jan :oD
Svo er ég, Binni og pabbi að fara á Bubba tónleikana á morgun, nokkuð viss um að það verði svolítið flott.
Annars er það bara bíða og reyna að láta tímann líða hratt...sem gengur frekar illa.
Verðum í bandi 9-10.jan :oD
miðvikudagur, janúar 02, 2008
Árið 2008
Þá er nýja árið komið...við skötuhjúin fórum í mat til mömmu og pabba og fórum svo þaðan til Ingu systir hans Binna. Við komum heim seint og síðar meir eða mjög snemma, eftir því hvernig maður lítur á það. Fyrsti dagur ársins var frekar þunnur og nýjársmáltíðin var frá McDonalds.
Svo er það áramótaheitin:
1. Taka ræktina í gegn og missa a.m.k. 15 kg
2. Fara oftar í heimsókn til Ástu og Júlíu ömmu, til Grindavíkur til Emmu og Bubbu.
3. Fara á línuskauta í sumar og hjóla meira en síðasta sumar (stunda meiri útiveru)
Þá er maður búinn að setja þetta á netið og verður víst að standa sig við það...þó það hafi nú verið svolítið ógnvekjandi að setja markmiðið um að kg fjöldan á netið.
Svo er bara sitja og bíða efir einkunnunum....það er ekki ein einasta einkunn er komin, sem er nú kannski svolítið lélegt þar sem á morgun er mánuður síðan við tókum fyrsta prófið!!!!
Svo er það áramótaheitin:
1. Taka ræktina í gegn og missa a.m.k. 15 kg
2. Fara oftar í heimsókn til Ástu og Júlíu ömmu, til Grindavíkur til Emmu og Bubbu.
3. Fara á línuskauta í sumar og hjóla meira en síðasta sumar (stunda meiri útiveru)
Þá er maður búinn að setja þetta á netið og verður víst að standa sig við það...þó það hafi nú verið svolítið ógnvekjandi að setja markmiðið um að kg fjöldan á netið.
Svo er bara sitja og bíða efir einkunnunum....það er ekki ein einasta einkunn er komin, sem er nú kannski svolítið lélegt þar sem á morgun er mánuður síðan við tókum fyrsta prófið!!!!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)