fimmtudagur, desember 27, 2007

Milli Jóla og áramóta

Þá eru jólin komin og farin enn eitt skiptið...þessu gegnu bara nokkuð vel fyrir sig eins og önnur. Ég og Binni fengum fulltfullt af gjöfum, minnti mann bara á það þegar maður var yngri og fékk laaaaaaaaaaangflesta pakkana.
En já hvað fengum við í gjöf....reyni að koma því sem mestu að en ég man þetta allt.
við fengum matar- og bollastell frá Emmu og Bubbu (systir og mamma Binna)
Binni fékk frá mömmu og pabba bindi og bindisrekka, einmitt það sem hann vantaði
Ég fékk ilmvatn og bodylotion frá m&p (maður á aldrei of mikið af svoleiðis)
Við fengum svo frá m&p George Jensen jólaskrautið 2006 og 2007 og rosalega flotta servíettu hringi sem mamma keypti úti. Lán í óláni að við fengum jólaskrautið 2007 frá ingu líka sem þau keyptu í USA en við getum skipt skrautinu 2007 og fengið fleiri servíettu hringi eins og þeir sem voru keyptir úti.
Við fengum bók frá m&p (man ekki alveg en vorum mjög ánægð með hana)
Ég fékk svo rosalega flott sléttujárn frá Binna og þægilega snyrtitösku frá Body Shop....einmitt það sem mig vantaði og langaði í.
Binni fékk svo flottan frakka frá sinni heittelskuðu...hélt fyrst að þetta væri einhver platgjöf af því hún var stór, mjúk og í Depenhams poka (innan undir jólapappírnum)

Þetta er svona það helsta sem við fengum í gjöf þetta árið og erum við rosalega sátt og ánægð með það. Maturinn var frábær, gæsabringa með rauðvínsperu og gratíneruðum sætum kartöflum í forrétt, hamborgarahrygg í aðallrétt og ístertu í eftirrétt.

Jóladagur fór svo í EKKERT annað en að liggka til skiptis upp í sófa að horfa á sjónvarpið og upp í rúmi að horfa á eitthvað í tölvunni.

Annar í jólum fórum við í jólaboð til Ásthildar frænku og svo í afmæli hjá henni Unu, hún er annað í jólabarn.

Ég er svo að vinna fim og fös...þó þetta sé nú ekki mikið þá má maður eiginlega ekkert vera að þessu....
Við verðum hjá m&p á gamlárskvöld og Júlli með stelpurnar sínar (allar 3). Hvernig kvöldið fer eftir miðnætti er enn óráðið....og verður það líklega eitthvað áfram

Ég skrifa líklega ekkert meira á þessu herrans ári 2007 og vil bjóða ykkur öllum gleðilegs árs og hlakka til að sjá ykkur á komandi ári

fimmtudagur, desember 20, 2007

prófin búin

prófin eru búin og í tilefni af því ætla ég að setja hérna inn á nokkur sniðug atriði varðandi hjúkkur.

Ten reasons why you should date a nurse:
1) They can help you get over a hangover or sickness
2) Bedbaths!
3) The uniform
4) They are exposed to so many xrays, its like a form of birth control
5) You willl never need to buy condoms, paracetamol, toothbrushes or any hospital supplies
6) They know how to handle bodily fluids!
7) Nothing shocks a nurse, they have always seen smaller or indeed bigger!
8) They wont be disgusted by your toilet habits
9) They are experienced in manual evacuation when your full of crap
10)They know how to handle the human body!!!!!!!

Did you hear about the nurse who died and went straight to hell?? It took her two weeks to realize she wasn't at work!

You know you're a nurse if.....

You believe that every patient needs tlc, diazepam,temazepam and haloperidol.

You would like to meet the inventor of the Nurse call buzzer some night in a dark alley.

You believe not all patients are annoying, some are unconscious.

Your sense of humour gets more warped each year.

You can only tell time by the 24 hr clock.

Almost everything can seem humorous....eventually.

When asked what colour that patients diarrheic was, you show them your Shoes.

You know the smell of different diarrhoea to identify it.

Every time you walk you make a jingling noise because of all the Scissors and clamps in your pocket.

You can tell the pharmacist more about the medication they are dispensing than they know.

You carry more "spare" meds in your pocket rather than waiting for pharmacy to deliver them.

You refuse to watch ER because it is too much like the real thing and it triggers flashbacks.

You check the caller id on your day off to see if anyone from the hospital is trying to call and ask you to work.

You've been telling stories in a restaurant and made someone at another table throw up.
notice that you are using more 4 letter words than you did before you started nursing.

Everytime someone asks you for a pen you can find at least 4 of them on you.

You can intubate your friends at parties.

You don't get excited about blood unless it's your own.

You live by the motto "to be right is only half the battle, to convince the doctor is more difficult"

You've basted your thanksgiving turkey with a nasogastric syringe.

You've told a confused patient that your name was that of your co-worker and to holler if they need help.

Eating microwave popcorn out of a clean bedpan is perfectly normal.

Your bladder can expand to the size of a Mack Truck's Radiator Sump.

When checking the level of a patients orientation you aren't sure of the answer.

You find yourself checking out other customers veins in grocery waiting lines.

You can sleep soundly at the hospital cafeteria table on your dinner break and not be embarrassed when you wake up.

You avoid unhealthy looking shoppers in the mall for fear that they will drop near you and you'll have to do cpr on your day off.

You have ever referred to someone's death as a transfer to the "Eternal Care Unit".

You have ever wanted to hold a seminar entitled "Suicide ... Doing It Right".

You have ever had a patient look you straight in the eye and say "I have no idea how that got stuck in there".

You have ever had to leave a patient's room before you begin to laugh uncontrollably.

You throw a party for a co-worker and use a urinal (clean of course) as a lemon-aid pitcher and use a bed sheet for a tablecloth

You believe that the government should require a permit to reproduce.

You hate to get dressed in "real clothes" because scrubs are what you live in and why can't they make jeans that comfortable.

You have ever restrained someone and it was not a sexual experience.

Your most common assessment question is "what changed tonight to make it an emergency after 6 hours / days / weeks / months / years)?".

You often stay awake for 24+ hrs at a time when you work nights realize you don't need alcohol or drugs to hallucinate just lack of sleep...

You pull over in some parking lot after working nights because you are too tired to drive home and wake up to someone knocking on your window thinking you have had a stroke because you are passed out in your car and drooling.

Your finger has gone places you never thought possible.

You have seen more penises than any prostitute

You disbelieve 90% of what you are told and 75% of what you see.

You've sworn to have "Not For Resuss" tattooed on your chest.

You threaten to strangle anyone who even starts to say the "q" word when it is even remotely calm.

Its just to help you understand our mindset and questionable mental status/sanity. Most of the time we function in spite of this sick sense of humour, fairly normally and very responsibly.
Believe me, this is how we think, ALL THE TIME, Scary huh??
It must be added to the list that you hate flying just incase the air stewards announce "if there is a Doctor or Nurse on board... please make yourself known to the cabin crew" At which point you cringe and hide!

fimmtudagur, desember 13, 2007

Eitt próf eftir

félagsfræði. lífefnafræði, líffærafræði og sálfræði eru búin og bara siðfræðin (heimspekilega forspjallsvísindi) eftir sem er núna á mánudaginn
í heildina er mér bara búið að ganga nokkuð vel. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera setja inn það ég sem held ég eigi eftir að fá í prófunum....set bara inn hvað ég fæ í þeim þegar einkunirnar (eða einkannirnar?!?) eru komnar í hús, en eitt er pottþétt - ÉG KEMST ÁFRAM!!! aðallega útaf því það eru 105 af 108 sem komast áfram ;o)

ég fór svo í jólaklippinguna í dag, nett-rauðhærð með koparstrípur. Tek því svo bara rólega í kvöld, kannski pakka inn jólagjöfum eða eitthvað. Svo ætla ég og mamma að fara að baka á mánudaginn og það verða víst bakaðar 4 smákökutegundir í ár :o/ Binni verður að fá sína súkkulaðibitakökur (eins og mamma gerði) og ég verð að fá mína pipar- og loftköku og svo ætlum við að prufa nýja tegund - maltesers eða eitthvað svoleiðis

jæja nóg í bili...kallinn að koma heim og Americas Next Top Model er að hlaða sig inn á tölvuna

mánudagur, desember 10, 2007

Jólakransinn og jólakötturinn



varð að setja inn mynd af FYRSTA jólakransinum mínum....það eru ekki komin kerti á hann af því flottu gylltu kertin sem ég keypti passa ekki í kertstjakann á kransinum.


og svo eina af kettinum að jólast....ofan í kassanum með öllu jóladótinu



3 af 2

3 af 2 prófum búin....þau erfiðustu og verstu - félagsfræðin, lífefnafræðin og líffærafræðin. Var að klára líffærafr.ina í dag og held mér hafi gengið bara "lala". Nokkuð viss um að ég nái þessu en ég er ekki að fara að fá 8 eða 9, en að ná og komast í gegn er númer 1,2 og 3 get svekkt mig á hinu seinna meir.
Sálfræðin er svo á fimtudaginn, þannig ég ætla að taka mér smá tíma frá í dag í jólaföndur (búa til krans) og glugga svo í sálina í kvöld og leggjast í Fraudisma þri og mið. Síðasta prófið er svo Siðfræði (a.k.a. Heimspekileg forspjallsvísindi) á mánudaginn í næstu viku. Ég fer í klippingu og stípur eftir prófið á fimmtudaginn og svo nuddið sem við fengum í jólagjöf frá vinnunni í fyrra (já ég er búin að geyma það í ca. ár!!!) Ákvað eiginlega strax þá að ég skildi fara í nuddið eftir prófin núna. Ég og mamma ætlum að baka eitthvað (ekki vandræði) á þriðjudaginn og svo byrja ég að vinna aftur 19.des.
Ég og Binni erum búin að vera nokkuð dugleg að henda upp jóladótinu svona milli lestrastunda hjá mér og Binni fær mikið hrós og þakkir fyrir hvað hann er búinn að styðja mig mikið í próflestrinum (fara að heiman um miðjan dag ef hann er ekki að vinna, sjá um heimilið og fl.) Takk fyrir það elskan mín :o)
Svo verður bara spennandi að sjá nr. hvað maður lendir, ekki hvort maður komist inn eða ekki eins og áður, (105 af 108 sem komast áfram, tel mig örugga eina af þessum 105). Ég ætla ekki að gefa neitt út á hvar ég vil vera en maður setur markið hátt en ekki of hátt ;o)

jæja grenið vefur sig ekki um kransinn sjálft

Kv
Apríl Eik

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

afmæli og próflestur

Afmælið um daginn gekk vonum framar. Allir skemmtu sér frábærlega og síðasta fólkið fór út um 4 hálf 5 um morguninn. Ég og Binni vorum svo sniðug og fórum að taka til svo við þyrftum nú ekki að gera það hálf þunn daginn eftir.
Ég fékk fullt af flottu dóti, hring (ekki trúlofunarhring) og eyrnalokka frá Binna. Rosalega flott pennslasett frá Unu og Ómari, Maríu G. Láru og Eika og Allý (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta pennslasett fyrir förðunardót), svo fékk 2 x gjafabréf, annars vegar frá Gumma og Björg og hins vegar frá liðinu hjá Símanum (Halla, Ásta & Gunni, Stebbi &Heiða, Inga, Kristrún og Rakel) auk 2 vínflaskna. Frá mömmu og pabba fékk ég leðurhandtösku og lítið handveski (svona þegar maður fer á jólahlaðborð). Ég fékk svo mikið meira frá fullt af fólki sem lét sjá sig og þakka ég bara kærlega fyrir mig.

Núna er allt partýstand sett á pásu fram yfir 17.des þegar ég er búin í prófunum, það fyrsta er núna á mánudaginn 3.des.
Ég og Binni fórum um daginn og kláruðum 90% jólagjafakaupunum og hitt kemur bara hægt og rólega í desember.

Ég set svo inn myndirnar af afmælinu á síðuna mína fljótlega.....kannski á eftir bara....

bið að heilsa í bili....

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

25 ára í dag

Stóri dagurinn....orðin 25 ára :oD
magnaður árangur!!!
get samt ekki sagt að ég hafi breyst eitthvað mikið, en það verður mikið stuð og djamm á laugardaginn þannig ég er bara búin að vera að slappa af í dag, fór í hádegismat til mömmu og pabba og fékk í gjöf frá þeim rosalega flott leðurtösku, handveski (svona til að fara með á árshátíðir og jólahlaðborð) og svo Harry Potter nýjustu myndina.
Ég fæ gjöfina frá Binna á laugardagin, hann sagði að það væri skemmtilegra að fá hana þá heldur en í dag, þannig ég býð bara róleg.
Ætla að halda áfram að slappa af því á morgun ætla ég að hafa allt til fyrir laugardaginn svo ég þurfi að gera sem minnst á laugardaginn.
Þannig núna ætla ég að ná í Americas Next Top Model og skipuleggja daginn á morgun og eitthvað á laugardaginn.

takk fyrir mig í dag

Apríl Eik

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

The final countdown

fann loksins niðurteljara til að telja niður dagana að prófunum...fann reyndar bara sem telur líka klt, mín og sek en ég er ekki það örvæntingarfull að ég sé að telja svo naumt niður, og svo held ég hann sé á öðru tímabelti þvi núna um kl.18:30 þá segir hann að það sé 39 dagar og ca. 3 klt.....prófið er kl.9 um morguninn en ekki um kvöldið....dunda mér við þetta í rólegheitunum....
en talandi um niðurtalningu....ég á afmæli eftir 9 daga og verð þá 25 ára ung
var að spá í því um daginn hvernig ég hélt að ég væri 25 ára og....látum okkur nú sjá, ég skrifaði þetta ekki niður en ég sá mig fyrir mér:
í háskólanum (reyndar lengra komin en 1. ár)
komin með kærasta (check) og barn/börn (semi-check, kötturinn getur alveg talist sem hálft-barn)
íbúð og bíl (nokkurn veginn, þó ég hafi ekki alveg lagt blóð, svita og tár í að kaupa þetta)
og svo mesti bömmerinn....ég sá alveg fyrir mér að ég færi svona (amk) 10 kg léttari en ég er núna

hverni verð ég eftir 10....neeee...5 ár....30 ára (vá, fékk alveg í magann núna)
Ég og Binni verðum komin með nýja íbúð við Rauðavað eða þarna í nýju hverfunum.
hugsanlega 1-2 börn
kötturinn verður enn þá að stjórna heimilinu milli þess sem hann leyfir krökkunum að toga í skottið (og bítur mig og Binna í hefniskyni)
ég verð búin að fara út til Afríku í sjálfboðaliðastarf,
ég verð í meistara eða doktorsnámi (eða ljósmóður) eftir hjúkrun.

þá er þetta skjalfest. verður gaman að kíkja á síðuna eftir 5 ár og ath hvernig staðan verður á þessu þá. hafði engar áhyggjur, ég er búin að vera með þessa síðu síðan í interrailinu með bryn 2002 (sést bara ekki af því ég þurfti að eyða því út í asnaskap!!!!) og held því alveg áfram næstu 5-10-15 + árin

Er að fara í mat

bið að heilsa í bili

Apríl Eik

föstudagur, október 26, 2007

smá update

ekki mikið að gerast þessa dagana...skólskóliskóli og skóli og smá vinna og svo heim....
Við stelpurnar í vinnunni (nokkrar þeirra) ætlum að hittast hérna heima hjá mér á morgun og elda góðan mat og drekka og hafa gaman. Ég ætla samt að vera dugleg og fara í á bókó á morgun og læra. Einhver sagði mér að það eru bara 5 vikur eftir af skólanum....ég veit ég kemst í gegn en þetta er helvítis stress....

jæja
ætla að fara að panta pizzu (og fara svo í 90 mín spinning á morgun kl.9)

pís át

ps.
Pjakkur og Binni biðja að heilsa

þriðjudagur, október 16, 2007

OMG....OMG....OMG

veit ekki hvað ég á við mig að gera....það styttist óðfluga í "blessuð" prófin og ég er svo sem ekkert illa undir það búin....veit alveg að ég kemst í gegnum þetta, núna....er kannski meira stressuð yfir því nr. hvað í röðinni ég verð.
En það er svo sem ekki tekið út með sældinni þarna niðurfrá í Vals heimili. það var verið að skipta um glugga á þakinu og hefði mátt halda að það væri 10 stiga frost þarna inni...og bættir þegar maður fer svo að vinna. Það er annars búið að vera rólegt í kvöld þannig ég hef alveg náð að gera sem ég ætlaði mér....að mestu.
Við fórum út að borða á laugardaginn á Hafið bláa, mæli eindregið með honum þó ekki nema væri útaf útsýninu en við vorum víst ekki alveg nógu ánægð með matinn hans Binna (minn var fínn) en humarinn hann Binna átti að vera hvítlauksristaður 300 gr en var eins og 200 gr hituð í örbylgjuofni og hörpuskelin í forréttinum var frekar köld í miðjunni (á að vera meira hrá en elduð, en ekki köld í miðjunni). Binni lét þau vita að forrétturinn hafi verið frekar bragðlaus en það bætti ekki aðallréttinn. Við fórum svo bara heim og ég fékk mér Irish Coffee (mmmmhhhhh....væri til í einn svoleiðis núna) og kíktum svo til Unu og Ómars og þaðan á Ölver. Djammið hjá parinu var víst ekki lengra í þetta skiptið og tókum við fyrsta leigara heim.
Sunnudagurinn fór í svo lítið annað en bara kúra upp í sófa, þó þynnkan hafi nú verið merkilega lítil....
Það var svo að renna upp fyrir mér að ég verð víst 25 ára núna 15.nóvember (OMG) og ætli ég láti ekki verða að því að halda upp á það....3 skiptið á ævinni....svona partý halda upp á það....

en nóg um það í bili....

bæbæ

sunnudagur, október 07, 2007

Timinn flýgur hratt....

já tíminn flýgur sko hratt....ég var að setja inn óskir fyrir vinnuplanið mitt (16.okt - 15nóv.) og svo er eiginlega bara nokkrir dagar á tímabilinu eftir það (16.nóv - 15.des) sem ég verð að vinna því eftir 27.nóv verð ég komin í upplestrarfrí og fyrsta prófið 3.des....félagsfræði...og það síðasta að mig minnir 17.des heimspekilega forspjallsvísindi (siðfræði) þannig það er ekkert annað en að spíta í lófana. Ekki það samt að ég sé eitthvað langt eftir á...en það er skemmtilegra að vera á réttum stað...
Binni á svo afmæli núna á miðvikudaginn, við ætlum bara elda eitthvað gott um kvöldið og svo ætlum við að fara á Fjöruborðið (og hafið sagði OK) á næstu helgi.
en nóg um það....búin að hvíla puttana nóg til að gera farið að glósa aftur :oD

fimmtudagur, október 04, 2007

Helíum og Þrautakóngur

Hvað er að frétta....ekki mikið nema....jú
Það var starfsdagur hjá Símanum á laugardaginn með tilheyrandi ræðuhöldum og fl. Eftir ræðuhöldin var farið í þrautakóng og til að gera laaaaaaaanga sögu stutta (um 1,5 klt) þá vann liðið mitt!!! Fengum medalíu og allt. Svo var matur og vín....og helíum blöðrur á hverju borði :o) ég hafði ákv að endurtaka EKKI leikinn frá því fyrir 2 árum en hvítvín og helíum varð ráðandi og var ég nokkuð að meika'ða á meðal starfsfélaga. Eftir matinn var farið á Gaukinn og tjúttað þar til 3 um nóttina, þá fór ég og Kristrún að fá okkur pylsur og vorum orðnar eitthvað lúnnar og fórum bara heim. Ég var komin til hans Binna hérna um hálf 4 leitið, hann hafði verið að fagna sigri Vals og kom heim eitthvað á undan mér. Daginn eftir vorum við bara nokkuð góð og skelltum okkur í mat til múttu, lamb og alles. Eitt merkilegt gerðist á laugardaginn....jakkinn minn var AFTUR tekinn af samstarfsmanni (jakki sem allir símamenn fengu í sumar), en ég fékk hann strax á þri í vinnunni, var nefnilega svo sniðug að setja miða með nafni og símanr. í vasa :o) maður lærir sko...já talandi um að læra :o/ ég er nú búin að standa mig nokkuð vel í dag og tek þetta með trompi á morgun og á helginni.
Svo er bara spennan að magnast hjá henni Láru "systir" hún var víst sett á daginn í dag en kl.3 í nótt var ekkert að gerast (sjá komment á færslunni á undan) en Binni var búinn að leggja í pant 10.10.07 (er að safna í hljómsveit) en litli kútur kemur bara þegar honum hentar....eða henni...

jæja ég er farin í ræktina og ætla svo að halda áfram í hendnum kolhýdrötum

bæbæ
Apríl Eik

laugardagur, september 22, 2007

skóliskóliskóli....

Vika 3 liðin og námið hellist yfir mann. Var að vinna í dag og viti menn...ég kláraði að glósa í 3 kafla og allan 5 kafla í sálfræði og meira en helminginn af dæmunum í 16.kafla í lífefnafr. þetta er rosalega mikið fyrir 1 dagsverk en það er alveg heill hellingur eftir, en þá er bara að spíta í lófana og massa þetta. Ég verð svo að vinna í 12 tíma aftur á morgun og það er alltaf rólegra á sunnudögum þannig þetta ætti að klárast eitthvað hjá okkur.
Það var staffapartý á föstudaginn hjá Ingu hópstjóra. Drykkur Söluversins var í boði en ég var skýr í kollinum og ákv að vera ekkert að drekka svo ég gæti farið í ræktina, vinna og læra í dag. Skemmti mér bara mjög vel samt sem áður. :o)
Næstu helgi verður svo annað á teningnum...kveðjupartý Esterar og Ágústar...það verður eitthvað held ég. Ég ákv. alla vega að vera róleg og læra þessa helgina því ég sé fram á að það verði ekki mikið um það næstu helgi...
Núna er kl orðin frekar margt og ég að fara að taka dótið mitt saman og koma mér heim....
bið að heilsa í bili....

mánudagur, september 17, 2007

Brúðkaup 2

Þá erum við búin með brúðkaupspakkann í ár.
Þau Björg Arna og Gummi gengu í það heilaga á laugardaginn, í grenjandi rigningu. Ég og Binni upplifðum smá "4 weddings and a funeral" þegar við vorum að koma okkur í kirkjuna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum vorum við sein. Kirkjan er hjá Hamraborginni og við fórum þar beint yfir, kom þá í ljós að vegurinn sem við héldum að liggi upp að kirkjunni var göngustígur. Binni ætlaði þá bara að taka hringinn og koma hinum megin frá og hvað gerist....einhverjar vegaframkvæmdi og ekki hægt að beygja til hægri, bara hægt að fara áfram. Við orðin mjög stressuð í Kópavogi og rötuðum ekki neitt. Fyrir einhverja lukku komumst við samt á áfangastað og vorum bara 3 síðust inn....í nettu taugaáfalli. Athöfnin var stutt og mjög falleg. Eldri strákurinn þeirra, Axel Már, var hringaberi og stóð sig mjög. Senuþjófurinn var hins vegar litli bróðir hans sem er 20 mánaða og situr ekki kyrr við svona hátíðlega athöfn. Það var bara gaman að hafa hann þarna hlaupandi um og dansandi í "tónlistaratriðum" Besta tímasetningin hjá þeim litla var hins vegar þegar var komið að stóru stundinni hjá honum Gumma (segja Já við nokkrum spurningum) kom sá litli, togaði í jakkann hans Gumma og kallaði:"pabbi, pabbi, pabbi, pabbi," og hljóp svo í burtu. En já allt gekk þetta vel fyrir sig og gæsahúð ársins kom þegar þau voru við það að ganga út kirkjugólfið og var þá spilað You'll Never Walk Alone...Gummi er poolari fram í rauðan dauðan (eins og Binni) og var búinn að biðja um að fá þetta lag en Björg neitaði (vildi að þetta kæmi á óvart....sem var eins og margt annað um kvöldið)
Veislan var haldin á Nordica og var maturinn frábær í FLESTA staði nema fyrir utan martröð allra kokka!!!!! Maturinn kláraðist!!!! Hefði ekki þurft að gera það hefðu þeir ekki skammtað svona rosalega á fyrstu borðin, 3 tegundir af kjöti og 2 sneiðar af hverju!! Við vorum á borði nr. 2 eftir háborðinu þannig við fengum nóg, en ekki allir því miður. Björg og Gummi komust svo ekki að þessu fyrr en daginn eftir. En dagskráin var mjög góð. Þau höfðu fengið Stebba Hilmars til að syngja (Björg mikill aðdáandi) en áður en hann söng þá hélt frændi Bjargar smá ræðu og kynnti Stebba, nema á undan honum labbar inn Gospelkórinn...takk fyrir. Hann sem sagt bætti því inn í atriðið hans Stebba. Þegar Stebbi var búinn með sitt atriði koma mamma frænda hennar og hélt ræðu. Hún var svolítið vandræðalegt því viti menn henni hafði dottið þetta sama í hug og fékk hann Pál Rósinkrans til að syngja. Hann átti bara að syngja 2 lög en hann bætti við 3. laginu Amore og þvílík rífandi stemning sem hann náði upp kallinn...stóðu allir upp, héldust í hendur og sungu með. Eftir matinn og tertuna spilaði hljómsveit pabba brúðunnar við mjög svo góðar undirtektir.
Ballið hélt svo áfram til kl.2 og þá tók við um klt. kveðjuathöfn og vorum við ekki komin út fyrr en um kl.3 og heim hálf 4. Ég var í gellu háhæluðuskónum mínum og ætlaði varla að komast upp stigann heima og var með smáááá sting í lærunum daginn eftir.
En frábært brúðkaup í alla staði, hefði sko alls ekki viljað missa af þessu.

þriðjudagur, september 11, 2007

skóli...

þetta er ekki alveg að gera sig...var að muna það í gær að við erum víst í siðfræði líka :o/ djöfull....var búin að gleyma því.
gengur svona ágætlega í þessu öllu saman en get eiginlega ekki sagt meira því þetta er víst bara vika nr. 2
fór ekki í vísindaferðina á föstudaginn en það var heljarinnar fjör, hot'n sweet í sprautum og eplasnafs í þvagpokum (ónotuðum vona ég)
Ég og Binni erum svo að fara í brúðkaup núna á laugardaginn og svo fer maður hætta þessu "djamm" rugli.
Er að fara í yoga núna og gegnur bara ágætlega, verður samt voða ljúft svona skólalega séð þegar námskeiðin er búið ;o)

en hafði það bara gott þar til næst....hver svo sem les þetta ;O)

fimmtudagur, september 06, 2007

þá er bara að koma sér af stað...

jæja fyrsta vikan af skólanum liðin...hef nú ekki komið mér mikið í það að læra þó eitthvað. Hef þurft að gera hitt og þetta, fá Júlla til að laga rúðuþurkurnar á bílnum fara með bílinn í smurningu og meira snatteri fyrir heimilið. Ofan á þetta allt saman er ég komin með vöðvabólgu sem veldur krónískum hausverk, fékk slæmt kast í gær og í nótt. Var að reyna að jafna mig á þessu í dag með því að leggja mig en allt kom fyrir ekki. Binni nuddaði svo á mér axlirnar með voltaren dolo kreminu sem ég trúi að muni gera kraftaverk. Er svo að fara að læra með stelpunum (Lára og Ásthildur, 2 stelpur sem voru að vinna niðri í Síma) kl. 8 í fyrramálið. Við ætlum að hittast alltaf 1 sinni í viku, fimmtudögum, því þá er frí hjá okkur og þá ætlum við að fara yfir námið saman.
Annars er það að frétta að við ætlum upp í bústað á helginni með m&p, sem verður líklega síðasta skiptið á þessu ári.

ætla að lesa aðeins yfir glærurnar í lífefnfr. fyrir morgun daginn.

bið að heilsa.

Apríl Eik

laugardagur, september 01, 2007

Skólaárið hafið

Fyrsti skóladagurinn var í gær.
Það var Sálarfræði í 3 tíma, sem bara ágætis byrjun. Ég er búin að sitja heima í dag og glugga aðeins í efnafræðina, er ekki búin að vera að sökkva mér beint í þetta en það mun allt saman koma. Ég þarf fyrst að bæta Office pakkanum í tölvuna til að geta gert þetta af alvöru, hálfvængbrotin að geta ekki skoðað glærurnar frá kennurunum meðan ég er að lesa. Það reddast fljótlega.
Binni fór svo að steggja hann Gumma félaga sinn, kl. 7 í morgun eftir 4 tíma svefn....náði ekki að sofna eins snemma og til var ætlast. Ég ætlar bara að vera rólega hérna heima í kvöld, lesa kannski smá meira í samblanda við að horfa á sjónvarpið....grunar að þar sé ekki mikið merkilegt.
En jæja bara smá update á lífinu hérna í Hraunbæ 124

Bið að heilsa

Apríl

mánudagur, ágúst 27, 2007

Skólinn að hefjast

Sumarfríið hálfnað og skólinn á næsta leiti.
Við fórum í brúðkaup hjá Kristínu, systir hans Binna, upp á Akranesi. Þetta var mjög falleg athöfn. Það voru helstu vinir og ættingjar, ca.70-80 manna veisla á eftir. Við komum svo heim um 12-hálf 1 leitið og skelltum okkur á djammið með Bryn, djammið var nú ekki meira en bara niður eftir og svo heim aftur en Bryn var niður frá og kom heim seinna.
Við tókum sunnudaginn bara rólega og sváfum út.
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra að þessu sinni

bæbæ

miðvikudagur, ágúst 22, 2007

Sumarfrí og brúðkaup

Ég er þá loksins komin í sumarfrí...fór í það fyrst á mánudaginn en finn alminnilega fyrir því núna þar sem ég er yfirleitt í fríi mán og þri eftir vinnuhelgi. Ég byrjaði fríið vel með því að vera bara heima og slappa af í 2 daga :o) það má alveg.
Ég fór svo að leita að buxum fyrir brúðkaupið sem við erum að fara í á laugardaginn og fann einar í NEXT í Kringlunni, eftir vægast sagt mikla leit. Það er Kristín systir hans Binna sem er að fara að ganga í það heilaga og verður það mikil veisla.
Ég byrjaði líka í rope yoga á þri og fór hann bara rólega af stað, kenna fólki svona undirstöðuæfingarnar, býst við því að það verði aðeins meira puð núna á morgun þó þetta hafi tekið alveg ágætlega á þarna í gær. Skólinn byrjar svo 28.ágúst eða 1.sep, ég er komin með efnafr. bókina upp og byrjuð að lesa aðeins í henni, Mér til mikillar ánægju er þetta að miklu leiti upprifjun fyrir mér. Þýðir samt ekki að ég megi slá slöku við í vetur.
Binni fór í veiðitúr í síðustu í viku í Langadalsá (rétt við botninn á Djúpinu) þar sem hann náði sínum fyrsta laxi. Binni sagði að hann væri ekkert rosalega stór en mér finnst hann bara vera nokkuð stór...
Annars er ekki meira af okkur að frétta, brúðkaup, skóli og vinna framundan.

Kv.
Apríl Eik

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Fyrsta blogg af nýrri tölvu

Nýja tölvan er bara æðisleg...tekur smá að venjast því að vera með svona stóran skjá...heilar 17" takk fyrir :oD er annars enn þá að "kynnast" henni alminnilega. Ég fékk hana svarta sem ég er bara nokkuð ánægð með en hefði verið gaman að fá rauða...í stíl við síma, myndavélina og iPODinn (taskan uan um hann er rauð)
Annras er það er frétta héðan af bæ er það að Binni er í veiði núna í 4 daga í Langadal fyrir vestan, rétt við djúpið...hefði alveg verið til í að fara með honum en þetta er víst eitthvað svona strákadæmi :oþ allt í lagi með það. Ég mamma og Sonja Mist fór í smá óvissuferð í dag sem reyndar byrjaði ekki með meiri óvissu en það að við fórum í sund í Hveró með Júlíu ömmu. Eftir sundið og matinn skelltum við okkur á Geysi og vorum þar að dóla okkur í smá tíma. Við fórum það seint af stað úr Hveró að við nenntum ekki að vera að fara á Gullfoss líka, hann verður næst. Við tókum lengri leiðinna frám hjá Þingvöllum og keyrðum fram hjá bústaðnum hans Binna og co bara svona til að sýna múttu hvar pleisið væri. Við komum svo heim um hálf níu-níu. Ég ætlaði að vera voða myndaleg og gera plokkfisk sem ég gæti svo tekið með með mér í vinnuna á morgun....það fór hins vegar illa...átti ekki til lauk, brenndi smjörið og svo var ekki alveg besta lyktin af fisknum þegar ég var búin að elda hann...getur verið að brunalyktin af smjörinu hafi átt einhvern þátt í því
Núna ligg ég upp í rúmi með tölvuna og reyna að fá köttinn til að liggja í holunni hans Binna, en hann er ekki alveg að hlusta á mig.

Ætla að horfa aðeins á Desperate Housewives eða eitthvað annað af því ég er með svo ótrúlega góðan skjá :oD

Adios

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Verslunarmannahelgin

Verslunarmannahelgin 2007 var frekar rólg sem er bara fínt hjá okkur. Fórum upp í bústað með Grétari, Emmu og Bubbu. Þau voru mað alla hundana en kötturinn okkar varð víst að vera heima og passa húsið.
Við komum aftur í bæinn á sunnudaginn. Við ákváðum að helgin mætti nú ekki vera alltof róleg og fórum því aðeins út. Kíktum á Players þar sem Buff var að spila. Það var nú ekki mikið af fólki en ég hitti hana Maríu Guðbjörgu og voru við að spjalla heillengi saman. Þegar ballið var að verða búið vorum við orðin frekar þreytt og ákv. bara að skella okkur heim. Komum aðeins við á Nesti og keyptum okkur í matinn.
Mánudagurinn var svo bara upp í sófa að horfa á TV eða dottandi horfa á TV.

Ég er svo búin að fá stundaskránna...ógeðsleg...alltaf eftir hádegi þannig maður verður að rífa sig upp á morgnana til að fara að læra. Ég er svo líka búin að skrá mig í 8 vikna Rope Yoga, bara til að prufa eitthvað nýtt....hef alltaf langað til að prufa Rope Yoga.

Alla vega

Bið að heilsa í bili....

föstudagur, júlí 27, 2007

Myndir

vildi bara láta vit að myndirnar úr Flatey eru komnar á netið....

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Flatey 2007

Þetta var frábær helgi í alla staði...það var kannski ekki "slappað af" eins og þarna fyrir 3 árum en það var ekki slegið slöku við.
Ferðalagið byrjaði um 11:30 á föstudaginn og þar sem Binni var að keyra fékk ég mér bjór í tilefni dagsins. Við vorum svo samferða Ester og Ágústi út í eyju með Baldri (báturinn) kl.15. Þar mætti okkur allsherjar móttökunefnd. Við sem komum af bátnum vorum æst í að leggja í hann, enda allir með bakpoka til að skella á bakið, en það var víst bannað. Okkur var svo hent í "smá" ratleik...ábending til þeirra sem eru að skipuleggja ratleik: Ekki segja fólki að taka með sér það allraf nauðsynlegasta, bjór og myndavél....það er EKKI gott að hlaupa um allt með 5 bjórinn!!!! Nema hvað...þarna vorum við 15 manns hlaupandi eyjuna nánast þvera og endilanga með gutlandi bjór í mallanum, yfir þúfur og mýri, innan um hóla og legsteina og kolbrjálaðar kríur, en allir sluppu þó lifandi. Kvöldið fengum við svo kjötsúpu a la mamma hennar Sólbjartar (hin sem var að skipuleggja þetta með Unu) sem var vægast sagt mjöööööööö góð. Bjóra og annar var svo opnaður og gítarinn gripinn. Sumir fóru fyrr að sofa aðrir seinna, ég var ein af þessum "sumum.
Laugardagurinn byrjaði með ógeðslegri þynnku dauðans, og komst ég að því að fylleri með bara bjór er kannski ekki mín sterkasta hlið. Allir voru nú samt meir og minna eftir sig eftir kvöldið áður og var bara spilað, farið í göngutúra, teknar myndir og meiri bjór drukkinn....hægt. Eftir kvöldmatinn var tekið laaaaangt ligg þar sem fólk lá hvert í sinni holu. Ég, Binni, Ester og Ágúst vorum saman í herbergi og var þetta heitasta herbergið á svæðinu, ekki bara útaf því við erum heitustu pörin heldur þá liggja leiðslur úr ofninum í eldhúsinu upp í vegginn við herbergið, og engin (non what so ever) dragsúr á eyjunni (hafgolan beilaði á okkur).
Seint á laugardagskvöldið fór fólk að skríða á fætur og partýinu haldið áfram. Við settumst út þar sem Binni lék á alls oddi með gítarinn, ekki óvinsæll þar.
Svo var frændi Unu (eða einhverss) að halda upp á afmælið sitt og auðvita öllum boðið. Bræðrabandið (synir Hjónabandssins) léku fyrir dansi og var gott að komast á gamaldags sveitaball...eitthvað sem hefur ekki gerst síðan langt inná síðustu öld. Eftir ballið var farið aftur upp í hús, sumir fóru fyrr að sofa, aðrir seinna...ég var ein af þessum öðrum.
Sunnudagurinn byrjaði betur en laugardagurinn hjá mér en ekki alveg eins hjá Binni og mörgum öðrum, en ekkert til að hugsa um, báturinn fer kl.13 með eða án þín. Una og Allý voru eftir, en löbbuðu niður á bryggju með okkur.
Svo brunuðum við bara í bæinn, og sofnuðum nokkuð snemma hérna framm í stofu yfir sjónvarpinu endan viðburðarmikil helgi.

Ég var svo í fríi í gær og fór ég keypti Harry Potter, sem ég lét taka frá fyrir mig fyrir helgi og er að drýfa mig að lesa hana áður en endirinn spyrst út.

Ætla reyna svo að henda inn myndunum en hérna er smá frá henni Sylvíu að taka Sylvíu

mánudagur, júlí 16, 2007

Indverskur Thriller

Stebbi benti mér á þennan indverska Thriller...ég bara trúi því ekki að fólki sé alvara með þetta....

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Tíminn flýgur

hvað er að fréttar?
Harry Potter var mögnuð, virkilega vel útfærð, hæfilega miklu sleppt (lengsta bókin af þeim 6 sem eru komnar) og hæfilega mikið tekið inn, mikilvægt og ekki svo mikilvægt.
Síminn er enn þá að gera sig og hjólið hans Binna á alla hans athygli (nánast) á kvöldin, þannig lítið breyst þar enn sem komið er.
Við erum að fara upp í bústað á næstu helgi og ætlum að taka til í garðinum með Bubbu og Emmu. Ég vil helst taka Pjakk með því þetta er þá 3 helgin í röð (af 4) sem við erum ekki heima, erum að fara út í Flatey 20-22 júlí og ekki getum við tekið hann þanngað með okkur.
Ég er byrjuð að lesa aðeins fyrir skólann og alltaf rifjast það betur og betur upp fyrir mér hvað þetta er mikið magn af utanbókarlærdómi, en við mössum þetta, þ.e.a.s. við stelpurnar sem erum að fara í þetta. Var að tala við Láru sem vinnur hérna og er að fara í hjúkrun, við vorum nokkuð sammála um að læra mest bara einar en svo hittast og fara yfir þetta saman, setja okkur fyrir næstu viku og fl. Planið verður s.s. veljum okkur kafla til að glósa úr svo við séum ekki allar að glósa úr öllu og svo deilum við þessu með okkur, gera sitthvort verkefnið og eitthvað. Þannig næst meira úr lærdómnum.
Svo verð ég líka að vinna 2 kvöld í viku og aðra hverja helgi 12 tíma (alla vega til að byrja með, sjáum hvort ég haldi geði)....þetta verður ekkert mál bara ef ég trúi því....og verð skipulögð....og held einbeitingu....og smá guðslifandilukku....
þannig allir mega bara senda mér góða strauma takk fyrir...

bið að heilsa í bili...er að fara logga mig út og hjóla heim...sem var ógeðslega góð hugmynd í morgun því þá fékk ég að sofa aðeins lengur en er ekkert voða sniðgu núna...

pís áut

sunnudagur, júlí 08, 2007

Þögn er sama og samþykki??

Rakst á þessa grein í visir.is um dóminn sem var feldur í nauðgunarmáli núna í vikunni. Eftir að hafa lesið greinina þá spyr maður sig hvað þarf að gerast á þessu landi til að dómskerfið taki fyrir alvöru á svona málum. Maður heyri pólitíkusa ræða um jafnrétti og kvennréttindamál og launhækkanir kvenna og s.f.v. en eitthvað virðist þetta málefni ekki alveg jafnmikilvægt.

Greinin er hérna á visir.is

föstudagur, júlí 06, 2007

Harry Potter

bara segja ykkur það....

Ég er að fara á Harry Potter á mánudaginn....

miðvikudagur, júlí 04, 2007

K610i



já ég lét freistast...
ég skellti mér á Sony Ericsson K610i eeeeldrauðan og svo fallegan...enda bara sanngjarnt þar sem Binni fékk sér 900 þús kr. hjól á mánudaginn að ég fá eitthvað líka :o)
Talandi um Binna og hjólið....hvar er Binni??? Hef eiginlega ekkert séð af kallinum mínum síðan hjólið kom og sit núna ein að horfa á Road to Eldorado og Disney Hróa Hött....sem er í fínulagi :o)
Binni keypti sé jakka og hanska í dag og er bara orðin hinn flottasti töffari!!! Það verður örugglega ekki langt þanngað til ég græja mig upp og rúnta með honum og jafnvel taki prófið...en það verður líklega ekki fyrr en næsta vor/sumar.
Ég fer svona að fara að koma mér í háttinn eða alla vega huga að því þó sólin sé enn uppi...kannski ég stökkvi út á leigu og taki video....neee klukkan er svo margt...nenni ekki ;O)

Bæbæ

mánudagur, júlí 02, 2007

Bústaður

Við fórum upp í bústað á helginni...sem var fínt.
Ég mætti þarna galvösk hélt að ég mundi ekki gera neitt annað en að liggja og sóla mig til 5-6 en nei....það var skýað og vindur upp frá. Allt í lagi með það. Ég henti inn í ísskáp og fór að taka til, viðra sængurnar og ryksuga og gera fínt hjá okkur. Svo þegar ég var loksins búin að því öllum, haldiði ekki að sólin hafi bara látið sjá sig. Færði garðstólinn í skjól og tók með mér bók og öl og var þar þanngað til stelpurnar mættu (Allý og Una).
Þær sátu svo með mér þar til Binni kom og þegar hann var komin tókum við okkur til og grilluðum pullur (pylsur). Um kvöldið var svo spilað actionary (stelpur vs. strákar) Strákarnir (Binni & Nonni) skutu okkur ref fyrir rass en við burstuðum þá nú samt :oD Svo var farið í bjórspilið og því hætt eiginlega bara nokkuð fljótlega svo þetta færi nú ekki í tóma vitleysu...
Laugardagurinn var eitthvað hálf-ræfilslegur, strákarnir fóru í ánna til að losna við þynnkuna, sem virkaði víst, en við stlpurnar vorum bara að sóla okkur meðan færi gafst. Um kvöldið elduðum við svo alvöru grill mat og stóðum á gati. Svo hófst uppvaskið...en gekk ekki lengi því sökum lítillar rigningar er fjallið nánast tómt...höldum við. En þar sem allir voru eitthvað þreyttir og lúnir eftir kvöldið og daginn var bara ákveðið að bruna heim, hver í sitt kot.
Ég og Binni áttum svo góðan dag saman á sunnudaginn, sváfum vel og lengi út, eitthvað sem hefur ekki gerst lengi. Við kíktum aftur upp í bústað því það var eitt og annað sem við skildum eftir. Það sprakk á bílnum en við reddum því á no time. Grilluðum restina af pullunum og gáfum hestunum restina af brauðinu. Svo þegar við vorum að keyra heim fór bíllinn allt í einu og víbra og hökta og við höfum ekki hugmynd um hvað var/er að.
En það er í lagi því Binni fór og verslaði sér 1 stk mótorhjól, Honda Shadow....gegt flott nýkomið úr pakkanum...spr. hann muni hafa tíma fyrir mig eitthvað :o/ jújú...

Svo er bara að halda áfram að þykjast að njóta sólarinnar hérna í vinnunni...

fimmtudagur, júní 28, 2007

Sumarbústaður...

Við erum loksins að fara upp í sumarbústað á morgun...ég er í fríi og ætla að vera komin þanngað kl.14 takk fyrir og farin að sóla mig....búin að fylgjast veeeel með veðurspánni og það verður ekki ský á himni á morgun.
Nóg að gera í vinnunni...skrifa meira seinna...

mánudagur, júní 25, 2007

Jónsmessunótt

Það var margt um manninn í bænum á helginni.
Ég ætlaði nú ekki að gera neitt meira en bara að fá mér 1-2 bjóra með Unu áður en hún færi að vinna. Það rættist nú ekki alveg...Binni fór með Albert bróður sínum eitthvað út og ég kíkti með Unu í vinnuna. Hún var þar til svona 3:30 og þá fórum við niður Laugarveginn. Ég hafði farið aðeins áður niður á höfn og tók nokkrar myndir...á símann minn af því ég hélt ég mundi ekki nota myndavélina...asni...nú þarf ég bara að koma þessum myndum af símanum á tölvuna. Alla vega ég og Unu skelltum okkur á Hressó og dönsuðum af okkur rassinn. Ég hitti Róbert bróðir sem sagði allt gott og hana Ollý, stelpu sem er að vinna hjá Símanum.
Seint og síðar meir var kominn tíminn til að fara heim, Una gisti hjá vini sínum en ég tók leigara heim enda að fara vinna kl.10 um morguninn. Stoppaði á Nesti og keypti smá snarl handa okkur hjónaleysunum og svo bara beint heim. Rétt áður en ég sofnaði hafði ég sent henni Ástu Marteins sms..."Vilti hringja ef ég vakna ekki á morgun, er að fara að lúlla núna." Þetta sendi ég kl.6:40 og var mætt í vinnuna, búin að fara í sturtu kl.10....sem betur fer var ekki mikið um að vera á sunnudeginum þannig ég slapp alveg. Ég kom svo við á KFC á leiðinni heim
Við ætlum að taka því rólega næstu vikurnar, næsta helgi verðum við upp í bússtað ásamt fríðu föruneyti (Una, Allý og fl.)

thjaá...

mánudagur, júní 18, 2007

17.júní

17.júní kom og fór með glæsibrag...
Ég kíkti aðeins út með Ester á laugardaginn á kaffihús í spjall, sem var mjög fínt svona reyklaust.
Binni kíkti út með Nonna félaga sínum (sem er víst að fara að flýja land, eða flytja til Danmerkur)
Binni fór svo upp í bústarð með Grétari bróður sínum að mála bústaðinn meðan ég kíkti til mömmu og pabba í vöfflur og læti. Júlli bróðir kom með allar stelpurnar sínar og höfðum við það bara nokkuð gott hjá þeim, vantaði alla veg ekki kræsingarnar á þessu heimili.
Ég kíkti svo í bæinn með Júlla og co en við hefðum svo sem getað sleppt því. Bara smá gelgjur á ímyndurnarfylleríi, túristar að furða sig á ósköpunum og pólverjar á fyllerií.
Ég kom mér svo bara vel fyrir heima með video og ís. Binni kom svo heim seint og síðar meir og þar með var dagurinn liðinn.
Núna er önnur mjög þreytt vinnuvika að hefjast og maður ekki að nenna þessu en þraukar...

Bið að heilsa í bili...

sunnudagur, júní 10, 2007

Óvissuferðin

Það var mikið fjör í óvissuferðinni í gær. Við mættum niður í vinnu kl.12:30 og lögðum af stað um 1 leitið. Við héldum af stað austur fyrir fjall í sumarbústaðaland (sem ég man ekki hvað heiti) og stoppuðum þar á tjaldsvæði. Þar var okkur skipt í 4 lið og fórum í leiki. Fyrsti leikurinn sem við fórum í var dekkjahlaup. Þá áttum við að komast á milli 2 keila á 7 dekkjum og ferja dekkin yfir...vandamálið var hins vegar að við vorum 12 í liði þannig 2-3 þurfa að standa á einu dekki. Við rústuðum þessu í fyrri umferð en í þeirri seinni var klikkaði smá því við föttuðum ekki að við áttum að stafla þeim líka, ekki nóg að komað þeim yfir. Hinir 2 leikirnir var að leita að boltum, með bundið fyrir augun. Þá átti liðstjórinn að beina hinum að boltunum, vísa þeim að koma til sín og þá gætu þeir farið að hjálpa hinum sem eftir voru. Við rústuðum þessu líka sem og reipitoginu, sem var kannski smá “ekki-sanngjarnt” þar sem í hinu liðinu var 1 strákur og 11 stelpur meðan við vorum eiginlega 50-50 stelpur og strákar. Svo voru öll liðin komin saman og fórum í boðhlaup, 2 og 2 saman með fætur bundnar saman hlaupa að keilunni og aftur til baka. Man svo sem ekki hvernig okkur gekk þar, vorum í 2-3 sæti. Eftir það var annað kapphlaup. Hlaupa að keilunni, snúa sér í 10 hringi og svo aftur til baka....það er nógu erfitt edrú en ástandið eftir nokkra bjóra var ekki til að bæta úr. Ég byrjaði fyrir mitt lið og ætlaði svo aldeilis að massa þetta nema hvað þegar ég fer að hlaupa til baka tek ég 2 skref og sé svo allt í einu gras...tekst að staulast á fætur og yfir línuna hinum megin. Ligg þar í nokkrar mínútur til að ná áttum þegar gaurinn sem var nr. 2 í liðinu við hliðina á okkur kom hlaupandi á fullri ferð með ekkert jafnvægi. Svo var þetta meir og minna út alla keppnina, fólk hlaupandi hingað og þanngað og liggjandi í grasin grenjandi úr hlátri.

Eftir þetta var allt tekið saman og upp í rútu. Við stoppuðum í Hveragerði í listigarðinum og grilluðum hamborgara og slöppuðum aðeins af. Svo var bara haldið heim. Stigin voru víst ekki talin enda var það svo sem ekki sem skipti máli.

Þegar við komum heim aftur fór ég, Kristrún og Stebbi í partý í Álfheimunum. Ég stoppaði ekki lengi og fékk far með Ingu hópstjóra heima. Mín orðin frekar þreytt og smá hausverk.

Binni fór svo að veiða í dag með Grétari bróður sínum og er bara ein heima að slappa af....sé til með hvað ég nenni að gera mikið en ég þarf líklega að ná í bílinn á eftir.

föstudagur, júní 08, 2007

Út í óvissuna...

Það er hin margrómaða óvissuferð Símans á morgun...vildi bara láta ykkur vita svo þið getið búist við bloggi á morgun eða sunnudagin...eða mánudaginn...og þá jafnvel myndir í leiðinni

Annars vil ég þakka þessum 3 sem commentuðu á síðuna mína...gott að vita að maður er vinsæll ;o)

kv
Prílius

föstudagur, júní 01, 2007

Júní

oooojjj bara....það er skíta veður úti....það er eins gott að þetta verði í síðasta skiptið í sumar sem hitastigi fer niður fyrir 2 stafatölu...or else....
Ekki mikið meira að frétta frá því síðast. Ég fór á Esjuna í 8. skipti (með 2 x hálfum skiptum), keypti mér göngustafi á mið en varð allt í einu eitthvað svo spéhrædd þegar ég ætlaði að prufa gripina að ég sleppti því. Sem var greinilega rosalega gott því ég misteig mig líltilega á vinstri (smá aum í vinstri hásininni) og svo næstum því á hægri (náði að redda því) og svo endaði ég á því að fara niður mun brattari leið þar sem mölin var alveg skraufþurru og viti menn....mín bara plompaði beint á bossann og fékk 2 lítil sá í lófann....hefði verið sniðugt að vera með stafinn til að styðja við mig.
Ég var svo í gær að klára gardínurnar með hjálp mömmu (eða ég að hjálpa henni að klára þetta) og fer líklega í að dunda mér við að setja þær upp í kvöld...hversu leiðinlegt er líf manns orðið þegar maður er farinn að nota föstudagskvöld til að hengja upp gardínur?!?!?!? Nei líf mitt er sko fullt af gleði :oD

Ég er svo að fara í óvissuferð 09.júní og verður mikið fjör...ég verð víst ekki að drekka, sem ég er svolítið farin að sjá eftir að hafa ákv að gera ekki....nei ég er ekki ólétt eins og mörgum hefur dottið í hug heldur bara minnka drykkjuna aðeins svo maður verði ekki svona dýr í rekstri ;o) en þetta verður bara út júní...átti að vera útað Flateyjarferðinni, 20-22 júlí, en út júní er alveg nóg....

Held þetta sé bara orðið nokkuð gott...endilega kvittið fyrir ykkur hérna svo mér finnist fleiri en bara Una og einstaka sinnum Solla mágkona sem kíkja hingað inn ;o)

kv
Apríl Eik

þriðjudagur, maí 29, 2007

Linkar

vil bara benda á það að ég var að stokka upp í linkunum mínum hérna til hægri og búin að bæta einhverjum inn á. Er svona að vinna í því að browsa netið og smella inn þeim sem ég þekki og skrifa reglulega ;o)
ef þið viljið að ég bæti ykkur inn endilega látið vita...

Sumarið er tíminn

Maí mánuður er að líða og þá er sumarið formlega hafði....hefur lofað góðu héðan af.

Ekkert meira búið að gerast síðan á Euro...m&p og Bubba (mamma hans Binna) komu í mat til okkar og hittust þá í fyrsta skipti núna á laugardaginn. Þetta var mjög fínt og eldaði Binni þetta fínasta lamb af stakri snilld...eða það fannst mér alla vega...
Ég er búin að fara á Esjuna 7 sinnum (2 skipti ekekrt rosalega langt, sökum aðstæðna) og fór núna síðast loksins á toppinn. Það var háfaða rokk og skítakuld en við (ég og Hrafnhildur) stoppuðum og fengum okkur nesti og tókum myndir....og svo eins og alltaf....af toppnum liggur leiðin niður...
Ég ætla svo að fara á morgun að kaupa göngustafi því Hrafnhildur flaug á hausinn og skrapaði sköflungnum í steinn, verður með ljótt mar megnið af sumrinu. Önnur kona sem var á eftir okkur var svo góð að lána Hrafnhildi stafina sína sem eru víst mjög vinsælir þarna í fjallgöngunum.

Svo er bara að vera duglega að fara út að hreyfa sig...

mánudagur, maí 14, 2007

Stelpudagurinn bleiki

Stelpurdagurinn tókst með stæl hjá okkur...
við byrjuðum á því að hittast hjá Unu og fá okkur Subway. Sáttum svo heillengi hjá henni að spjalla um eitt og annað, þannig skautarnir duttu upp fyrir, en það var bara í fínu lagi. Við skelltum okkur í sund og spókuðum okkur þar í góðan klt. Fórum svo aftur heim og fengum okkur taco, með misjöfnum árangri. Við fylgdumst svo spennt með Eurovision og vorum komin með góðan drykkjuleik.
Áttum að drekka þegar komi hallærislega tæknibrellur á sviðinu, dansarnir voru flottari en lagið, eldur, rok og reykur á sviðinu og eitthvað meira eurovision hefði, fannst samt furðu lítið af kjólskiptingum hjá kvenkynskynninum.
Svo stiga gjöfin:
Ef England fær stig - drekka
Ef England fær 8/10 stig - drekka allt glasið
Ef England fær 12 stig - skot
Ef Bulgaria fær 8 + stig - drekka
Ef Armeni fær 8+ sitg - drekka


og viti menn....England fékk 12 stig frá bloodddy Írunum!!!! ekki nóg með það, næsta land sem kom á eftir Írlandi, gaf Bulgariu og Armeniu 8/10 stig...það var sem sagt nóg að gera hjá okkur. Ég var alltaf jafn hissa á því hvað bjórinn minn kláraðist hratt :o/

Við skelltum okkur svo niður í bæ og byrjuðum fótgangandi...eftir smá stund stoppaði mjög elskulegur leigubílstjóri fyrir okkur...takk fyrir það....

Vorum svo sem ekki lengi í bænum, alltof mikið af fólki til að nenna að vera að standa í röð og eitthvað rugl og vesen....

Ester fékk Ágúst til að sækja okkur og skutla mér og Allý heim....sunnudagurinn var svo frekar góður en ég ákvað að núna verður tekin smá djamm pása fram að Flateyarferðinni 20-22 júli!!!

Meira var það ekki sem gerði þessa helgina....við komumst ekki áfram í Eurovision, land frá Austur Evrópu vann (reyndar alveg réttmætlega) og stjórnin féll ekki, alla vega ekki alveg...

Bið að heilsa í bili...

mánudagur, maí 07, 2007

Tékk inn

Bara láta vita að ég er enn á lífi...fór á Esjuna á föstudaginn upp að klettunum og niður aftur á 1 klt og 40 mín, ekki slæmt. Var náttúrulega ein á ferð þannig enginn til að spjalla við eða stoppa eða eitthvað.
Kíkti í psrtý til Ingu hópstjóra á lau sem var hin ágætasta afþreying. Var svo að vinna sun og núna mánudag og er þá komin í 2 daga frí og svo 3 daga frí.
Á næstu helgi verður stelpudagur 2 og ætlum við að fara á skauta og sund og horfa svo á Eurovision heima hjá Unu...þó Eiki sé harður rokkari verður þemað hjá okkur bleikt!!!

bið að heilsa í bili...

þriðjudagur, maí 01, 2007

Esjan á verkalýðsdaginn

Ég var búin að auglýsa það grimmt (aðeins of sterkt til orða tekið) að ég og Hrafnhildur ætluðum á Esjuna í dag. Nokkrir sýndu áhuga ef fyrrplön mundu bregðast sem virtist ver líklegt en samt var það bara ég og Stebbi sem fórum upp.
Þetta var ágætisferð hjá okkur á ágætishraða en við fórum ekki alveg upp vegna slæms skyggnis...eins og síðast.

Ég fór svo í bað þegar ég kom heim, meikaði ekki að koma mér í sund og svo sváfum við öll fjölskyldan (ég Binni og Pjakkur) daginn meir og minna af okkur. Binni dreif sig núna til að horfa á leikinn, mamma og pabbi eru mat hjá Ásthildi frænku minnir mig (eru alla vega ekki heima og svara ekki gsm).
Ég ætla bara dóla mér í því að fá mér að borða og setja myndir á netið en getið kíkt á myndirnar hans Stebba hérna.
Mínar koma svo inn seinna....vonandi í dag...

Apríl kveður...og mánuðurinn líka

sunnudagur, apríl 29, 2007

Komið sumar

Einhver ákvað að sumarið væri komið....ég er ekki alveg sammála...
En ég er búin að fara á Esjuna 1 sinni og er að fara aftur á þri. Hrafnhildur í vinnunni fór með mér um daginn og ætlar aftur núna. Stebbi ætlar líka og kannski Karen og Ásta M. Það verður fríður hópur sem fer á fjallið á verkalýðsdaginn....svo í sund á eftir.
Bryn kom í bæinn á síðasta vetrardag því hún var að fara til London in the crack of dawn á sumardaginn fyrst. Við skemmtum okkur vel eins og í gamla daga og bíð ég bara eftir því að hún flytji í bæinn aftur.
Ég og Una erum svo byrjaðar að undirbúa stelpudaginn aftur og verður hann 12.maí núna í ár, sama dag og kosningar og Eurovísion, þannig það verður þéttskipaður dagur hjá okkur.

Fer svo að setja inn myndir af vogleðinni og sumardeginum fyrst og eitthvað meira..


bæbæ
Apríl Eik

sunnudagur, apríl 15, 2007

Söngvakeppni Framhaldsskólanna

ég er EKKI sátt við úrslitin...skítapleis og ekkert annað....Hamrahlíð var laaaaaangbest þó þeir hafi ekki sungið heilan texta og bara raddað lag....en common...það voru margir aðrir sem sungu mikið betur en þessu gaur, þó hann hafi sungið elsta lagið með Deep Purple!!!!

vildi bara koma þessu á framfæri

til hamingju Sæunn enn og aftur

ég er dottin í það...bæ

föstudagur, apríl 13, 2007

Til hamingju

Þetta er frábær dagur í söluverinu...Sæunn hópstjóri sem er búin að vera að reyna að verða ólétt síðan löngu áður en ég byrjaði hérna fékk sitt fyrsta JÁ í dag. Við erum öll búin að vera að halda í okkur andanum og þegar fréttirnar bárust fóru allir næstum því að gráta :oD
Það verður svo gaman að fylgjast með og vona það besta með þeim hjónum .

síðan hennar er http://barnaland.is/barn/44006/
ef einhver vill kíkja á þetta.

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Páskarnir 2007

Páskarnir í ár voru bara nokkuð góðir...ég er alla vega mjög sátt.
Ég var að vinna til kl.22 á miðvikudaginn og þar sem Una var ekkert að gera dró ég hana út með mér. Binni var að hitta gamla skólafélaga þannig ég ákvað bara að hitta vinkonu mína líka.
Við byrjuðum á því að fara heim til mín þar sem ég hafði mig aðeins til og svo til Unu þar sem hún hafi sig til. Við fórum svo í bjór og spjall á Ölver sem vildi svo skemmtilega til að Binni var líka þar. Allt í góðu. Binni nennti svo ekki að vera mikið lengur og fór heim um 2 leitið sem telst nú nógu seint fyrir marga. Ég og Una fórum hins vegar á smá pöbbarölt, byrjuðum á Dillon, dönsuðum þar aðeins. Fórum svo á Celtic og út aftur. Kíktum aðeins á Hverfisbarinn bara upp á fönnið þar sem það var engin röð, fengum okkur sitthvorn bjórinn og fórum svo út með helminginn, not our kind of people.... Við kíktum á Kofa Tómasar frænda en sama og á Celtic, beint út aftur. Við fengum svo stimpil til að fara frítt inn á Pravda sem við nýttum okkur og dönsuðum aðeins meira. Þaðan átti leiðin að liggja á Amsterdam en þar sem við þurftum að borga okkur inn snérum við við og fórum á Dubliners. Þar hittum við gamlan kærasta hennar Unu sem bauð okkur í glas. Þá var nú vel liði á kvöld og sumir orðnir þreyttir og eitthvað meirar. Við komum við á Hlöllabátum og fegnum okkur "morgunmat" og ég keypti stóra pizzu á Pizza Pronto fyrir Binna, honum finnst þær svo góðar, mér reyndar líka.
Þetta var bara miðvikudagurinn.

Fimmtudaginn var bara afslöppun með þó góðum göngutúr og sama á föstudaginn með góðum hjólatúr.

Laugardagurinn var eitthvað á þekju en það var sömuleiðis kíkt aðeins út þá. Una fékk Allý vinkonu sína til að kíkja í spil til okkar og þegar því var lokið (ég og Binni RÚSTUÐUM háskólanemunum!!!) fórum við niður í bæ. Binni hitti félaga sína þar en ég og Una hittum Maríurnar á Ölstofunni. Una fór svo fyrr heim einhverra hluta vegna þannig ég, Allý og Maríurnar sátum eftir og kjöftuðum. Það var loka kl.3, náðum að draga það til svona hálf fjögur, þá mætti ég Binna á leiðinni niður eftir og við fórum saman heim...ddöööö...fengum okkur sitthvora samlokuna og lognuðumst svo útaf.

Á sunnudaginn fengum við páskaegg og lamb hjá mömmu...Júlli bróðir mætti með stelpurnar sínar og svo Róbert bróðir líka.
Eftir matinn var setið og spjallað á melltunni og svo bara drýfa sig heim.

Í gær, annan í páskum, var aftur móti tekin U-beygja í mataræði og steiktu fiskur í matinn hjá okkur hjónaleysunum. Við skelltum okkur svo í bíó á Wild Hogs sem var bara hin ágætasta skemmtun.

Núna er svo vinnuvikan byrjuð aftur á fullar og ræktin/átakið líka.

Bið að heilsa í bili...

Apríl Eik

mánudagur, apríl 02, 2007

1. apríl

Mikið rétt mánuðurinn minn er byrjaður. Ég gerði þau miklu mistök að lýsa því yfir við Binna að hann gæti ekki látið mig hlaupa 1. apríl þar sem ég heiti nú Apríl....ég hafði rangt fyrir mér....
Ég fer að að vinna kl.10 um morguninn og Binni hringir í mig og spyr hvort ég hafi séð Fréttablaðið, sem ég hafði ekki séð. Hann segir mér að fletta upp á blaðsíðu 16 og sjá hvað er skrifað um nafnið mitt þar. Ég fe á netið og fletti upp á visir.is og á bls 16 í Fréttablaðinu er grein um mannanöfn, alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar einhvers staðar fram. Þannig ég tek mig til og prenta út greinina og les hana í gegn, nokkuð góð grein b.t.w., nema hvað ég sé hvergi nafnið mitt. Ég fer aftur á síðuna og ath hvort það sé í hinni greininni, þar er talað um nöfn sem mannanafnanefnd hefur samþykkt, aftur alls ekki ólíklegt að nafnið mitt komi þar fram en ég bara finn það ekki. Loks hringi ég í Binna og spyr hann útí þetta, af því ég finn þetta ekki....hann segir: "jú þetta er ofarlega á síðunni, ofar, ofar, aðeins ofar....1.apríl!!!!!" Ég var svo rosalega fúl útí hann að ég held hann þori ekki að reyna að láta mig hlaupa 1.apríl afur :o/

Bíðið svo bara og sjá hvað ég geri til að hefna mín...kannski ekki næsta ár eða þar á eftir en það mun koma ;o)

Svo erum við eiginlega bara komin í páskafrí....

bið að heilsa í bili...

föstudagur, mars 30, 2007

Tímin flýgur....

Vorum á árshátíð á síðustu helgi og það er strax komin helgi aftur!!!!
Það verður bara rólegt hjá okkur á helginni...ég verð að vinna á helginni og Binni líklega eitthvað líka.
Svo eru það páskarnir í næstu viku...gott að komast í smá frí og hafa það gott.
Kannski við kíkjum upp í bústað en það er ekkert ákveðið, ekki einu sinni búið að ræða það.
Ég er aðeins byrjuð á að læra í fyrir skólann næsta vetur, svo ég verði ekki alveg útá þekkju næsta vetur.

Hef þetta ekki lengra í bili...

mánudagur, mars 26, 2007

A April. Shaken, not stirred.

Which movie was this quote from?

Get your own quotes:

vissi alltaf að ég væri kúl eins og Jxxxx Bxxx

vildi bara deila þessu með ykkur...





föstudagur, mars 23, 2007

Helgin framundan

Congratulations!




Your celebrity style icon is Gwyneth Paltrow!



You prefer classic, elegant designs. People notice how you look, not just what you�re wearing. That�s the key to a perfect outfit!



What's Your Celebrity Style?

Try another SheKnows quiz.

tók þetta próf af síðunni hennar Unu...kemur mér ekki bit á óvart að ég skuli vera "classic" það er annað orð fyrir að fylgja straumnum en ekki hátískunni ;o)

alla vega...

Ég og Binni erum að fara á aðra ársátíð núna á morgun...það er Liverpool klúbburinn sem við erum að fara hjá núna...annars er bara voða lítið að frétta. Ég er bara að drepa tímann þanngað til ég fer í ræktina (fór nefnilega ekki í morgun, það er svo gott að lúlla)

Bið að heilsa...ætla að setja inn myndir af hinni árshátíðinni meðan ég er að hjóla á fullu

fimmtudagur, mars 15, 2007

H.Í.

Sótti um Hjúkrun í H.Í. í dag, sendi afrit af skírteininu á morgun þá er ég bara í góðum málum.
Annars er ég bara búin að vera í fríi í dag og í gær. Gerði undur og stórmerki í gær...tók til í allri í íbúðinni, þurrka af, skúra skúbba, ryksuga og ég veit ekki hvað og hvað.
Binni er búinn að vera að vinna með Grétari bróður sínum út vikuna og hefur það bara fínt. Þeir eru búnir að vera mikið í Grindavík sem þýðir góður mömmumatur í hádeginu.
Ég ákvað að sýna snilli mína í eldhúsinu og elda það sem ég geri best...lasagna, bara nokkuð gott.

Ég er svo að vinna á helginni og Binni eitthvað líka.

Bið að heilsa í bili...

ps.
sorry með nafnið þitt Una, hugsaði samt alveg Una Kristín þegar ég skrifaði þetta :o/

mánudagur, mars 12, 2007

Svona eru vinir manns

Friendship Between Women:
A woman didn't come home one night. The next day she told her husband that she had slept over at a friend's house. The man called his wife's 10 best friends. None of them knew about it.

Friendship between Men:
A man didn't come home one night. The next day he told his wife that he had slept over at a friend's house. The woman called her husband's 10 best friends. Eight of them confirmed that he had slept over, and two claimed that he was still there.

Helgin búin

Þá er helgin liðin og eins og mig grunaði þá nennti ég ekki að skrifa neitt á sunnudaginn. Árshátíðin heppnaðist vel, maturinn meiriháttar og góð skemmtiatriði. Todmobile var að spila og voru þau mjög góð enda ekki við örðu að búast. Ég skreið heim um 3 leitið, Binni hafði farið fyrr heim endan var að hann að vinna til kl.2 daginn áður og fór að vinna kl.9 um morguninn fyrir árshátíðina...smá vinnualki hér á ferð.
Við vorum svo bara róleg í gær, smá þynnka í gangi en ekkert alvarlegt. Fengum okkur ís, subway og burger king að borða (ég fékk subway og binni burger king)

svo er bara að bíða eftir næstu árshátíð, sem verður líklega liverpool félagið. ég sé hins vegar til með hvort ég fari á það...

bið að heilsa í bili

föstudagur, mars 09, 2007

Femínistar og rauðsokkadjöflar

Ég hef ekki verið mikið fyrir að tjá mig um asnahugsunarhátt femínista og rauðsokka en núna verð ég bara að láta í mér heyra.
Það er þetta mál með myndina af stelpunni í Smáralindar blaðinu...ekki nóg með það hefur einhver kellingartrunta farið að æsa sig heldur allur femínistaskarinn farin að taka upp lætin sem voru hérna þegar klámmyndafólki ætlaði að koma hingað og hafa gaman.
Ég er búin að vera að fylgjast svolítið með þessu, eiginlega bara til að ergja sjálfa mig. En svona er málið, Doktor Guðbjörg Hildur Kolbeins, bloggar einhvern óhroða um þessa mynd...

Hér er pistill hennar Guðbjargar

Auglýsingabæklingur frá Smáralind var borinn í hús í dag. Á forsíðunni má sjá unga stúlku á háum hælum í velþekktri stellingu úr klámmyndum. Hún er tilbúin til þess að láta taka sig aftan frá. Með munninn opinn býður hún lesendum af karlkyni að setja skaufa sína upp í sig.

Forsíðumyndin blandar saman sakleysi barnæskunnar (stúlkan er umkringd böngsum og loðdýrum) við tákn úr klámi (líkamsstellingin, opni munnurinn og háu hælarnir). Útkoman verður hin saklausa hóra, hin hreina mey sem í einni svipan verður klámmyndadrottning. Er slík notkun á táknum, sem eru flestum fullorðnum vel kunnug, viðeigandi á bækling sem er ætlaður fermingarbörnum?

Á öðrum stað í auglýsingablaðinu eru myndir af þekktri söngkonu sem máluð er eins og Barbie-dúkka. Í texta segir: „Barbie loves MAC er ný litalína sem kemur aðeins í takmarkaðan tíma sérstaklega hönnuð fyrir allar lifandi dúkkur.“ Eru stúlkurnar, sem eru um það bil að fara að fermast, aðeins lifandi dúkkur?

Skilaboðin sem auglýsingablað Smáralindar sendir ungum stúlkum eru þessi: Verið undirgefnar kynlífsdúkkur.

þessa mynd sem flestir ef ekki allir venjulega hugsandi fólk sjá ekkert klámfengt við. Hún er skotin svo í kaf og tekur færsluna af síðunni sinni. Svo eru að poppa upp hér og þar femínista blogg þar sem kvenmen eru að fordæma kynlíf örðuvísi en trúboðsstellinguna. Hér er til dæmis ein síða þar sem formaður eða einhver talskona Femínistafélagsins þar sem hún er að koma með einhverja skilgreiningu á klámi!!! Þið getið skoðað þessa færslu hérna.

Það besta fannst með samt þar sem ein rauðsokkan commentaði hjá kærasta einnar stelpunar hérna í vinnunni. innhald færslunar hans er kannski ekki aðalmáli, bara að lýsa sinni skoðun á banni klámmyndafólksins til landsins.
Það sem mig langar til að benda á er að sú sem skrifar, skrifar ekki undir nafni sem er bara heigulsháttur og svo er málfarið eitthvað svo skrítið að maður þarf að lesa þetta nokkru sinnum til að skilja þetta alveg, alla vega nokkrar setningar.

Rauðsokka skrifaði
Mér finnst þú nú bara vera hreint ömurlegur. Ansi bágborinn málstaður að slást í lið með klámmyndagerðarmönnum. Mér finnst alveg sjálfsagt banna lögbrjótum að koma hingað til lands þótt glæpir þeirra hafi ekki allir verið framdir hér. Gætir þú sætt þig við það að barnaníðingum frá "barnaníðingslandi" landinu þar sem það er leyft yrði hleypt hingað til lands bara vegna þess að þeir voru ekki að níðast á börnum hér á landi. ? Svo var það nú ekki þannig að þeim hefði verið meinað að koma hingað. Business sjónmið hótelrekandans réðu þar mestu og þá vegna almenningsálitsins. Þótt einn og einn afdala rúnkpési eins og þú sitjið heima sveittir með klámmyndina á sjónvarpinu og flösu niður á bak. Ojj segi ég og skrifa. OJJ

Ef ég vissi hvað þessi kvenmaður héti mundi ég senda henni egg og klámmynd, hún hefði nú bara gott að því.

miðvikudagur, mars 07, 2007

Árshátíð Símans

Þá er árshátíðin hjá Símanum núna næsta laugardag. Ég lærði af mistökunum í fyrra og ætla ekki að vera að vinna hvorki fyrr um daginn eða daginn eftir ;o)
Annars var ég að skoða myndir frá því í fyrra árshátíðna, stelpu daginn og Benidorm....alltaf kann maður betur og betur að meta myndavélagleði hjá manni svona eftir á ;o)
Annars er ekki mikið né flókið plan fyrir laugardaginn, fer í spinning kl.9, fer í Kringluna að klára að versla það sem ég þarf (skraut í hárið og fl.) heim í bað/sturtu. Hafa til hár og förðun, föt og svo kl.17 er fordrykkur og þaðan er farið í Laugardalshöllina kl.19 (rútur ferja fólkið)
Svo verður (eins og stendur á mörgum miðunum) kátt í Höllinni fram á rauða nótt...muna bara að hafa myndavélina vel hlaðna ;o)

Meira var það nú ekki...sjáum svo til með hvort ég nenni að skrifa eitthvað á sunnudaginn...

ps.
Ég var að taka aðeins til á linkunum mínum og hef bara þá sem ég skoða eitthvað reglulega eða þá sem skrifa eitthvað reglulega (sem þýðir að ég kíki þanngað reglulega) þannig ef einhver móðgast þá bara só bí it

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Komin heim og byrja að vinna

Komin til tími til að skrifa eitthvað.
Við vorum fyrir norðan 16 - 19 febrúar, og höfðum það sko mjööög gott. Við nýttum lau og sunn í að skoða fornar æskuslóðir foreldra hans Binna og svo hvar móðurforeldrar systkina hans Binni bjuggu á sveitabæ. Jarðaförin var svo kl.13:30 á mánudaginn, við bjuggumst við því að fara heim á þri en við ákv svo bara að skella okkur suður og tók ferðin 4 klt.
Þegar við komum heim ætluðum við að verða voða duglega enda í fríi frá 20. feb til 1 mars., fara í ræktina og taka til á heimilinu og guð má vita hvað en það gerðist víst ekki ella vega ekki eins mikið og við vonuðumst.
Ég byrja svo að vinna aftur á morgun, Binni er enn þá að býða eftir að heyra frá Grétari bróðir sínum um hvort hann eigi að koma á morgun eða eftir helgi.
Svo 10.mars er árshátíðin hjá Símanum ef marka má hátíðina í fyrra þá verður heljarinnar fjör.

Annars bið ég bara að heilsa og þakkar fyrir samúðar óskir og stuðninginn.

mánudagur, febrúar 12, 2007

Bergþór Njáll Guðmundsson

Bergþór, pabbi hans Binna, lést á föstudagsmorguninn 9.febrúar á hjúkrunarheimilinu á Víðinesi. Þau voru fjögur af börnunum hans hjá honum, Binni, Inga, Gummi og Mæja. Við fengum að vita á þriðjudaginn í síðustu viku að hann ætti stutt eftir og var Binni hjá honum nokkrar nætur, ásamt fleiri systkynum. Við tókum helgina rólega en vorum samt ekki mikið heima, fórum til mömmu hans Binna út í Grindavík, til foreldra minna og Emmu systir hans Binna, svona til að dreyfa huganum aðeins.
Jarðaförin verður svo á Akureyri á mánudaginn en kistulagningin á föstudaginn þannig við verðum næstu helgi fyrir norðan hjá Helga bróðir hans Binna. Við förum norður á fimmtudaginn og komum aftur heim á þriðjudaginn. Þá tekur hið daglega líf aftur við.

Meira var það ekki.

Hvíl í friði Beggi.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Helgin

Þá er helgin liðin og komin mánudagur aftur...
Það átti víst að vera svaka stelpudagur á laugardaginn en hann varð aðeins í minni kantinum þar sem 1/4 hópsins tilkynnti fotföll (Ester) þannig við "systurnar" (ég, Lára og Una) skelltum okkur í Bláa Lónið í nokkra klt. eftir lónið fórum við að spísa á Laugaás, ætluðum upphaflega að fá okkur Gratín en það breyttist fljótlega í Nauta og humarveislu sem var bara gott. Ég og Una splittuðum rauðvíninu okkar á milli en Lára greyið var að keyra.
Við fórum svo heim til Láru að horfa á Eurovision og hvetja hann Eika til dáða sem virkaði svona glimmrandi líka. Eftir Euro horfðum við á Stick it sem var mun skemmtilegri en ég hafði búist við (þeir notast við fimleikastelpur sem kunna að leika en ekki öfugt), svo sofnuðum við Lára yfir sjónvarpinu meðan Una hafði sig til fyrir djammið. Ég fór heim en Una eitthvað meira á djammið. Ég, Binni og Pjakkur eyddum svo sunnudeginum meira og minna sofandi fram í sofa og inní rúmi.
Meira var nú ekki gert á helginni, nema kannski að ég náði að koma mér í spinning kl. 9 á laugardaginn!!! geri aðrir betur...


bæbæ

föstudagur, janúar 19, 2007

Helgin framundan

Þá er enn komin helgi, ekki mikið planað að þessu sinni...Binni þarf að horfa á Liverpool leikinn og svo HM í handbolta, meðan ætla ég að hafa það fínt í Kringlunni með henni Ester.
Annað er nú ekki planað hjá okkur...

Vildi bara svona láta vita við höfum það bara fínt

meira svo kannski eftir helgi...

kv.
Apríl, Binni og Pjakkur

ps.
var ég búin að nefna það að ég er að fara í hjúkrun næsta haust...

pps.
svo endilega farið í bíó á Dreamgirls, þegar hún kemur í bíó. Tónlistin er frábær og Jennifer Hudson er mögnuð söngkona

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Nýjustu fréttir...

nei ég er ekki ólétt....
ég ætla að reyna við Hjúkkuna aftur næsta haust...búin að ná í gömlubækurnar og allt ;o) og þar sem þetta er komið á netið verð ég víst að ganga á eftir því.
Annars er ekkert að frétta...við erum komin á fullt í ræktina og full bjartsýni um frábæran árangur. Ég er að lyfta með henni Björk (sem er að vinna með Binna) hún er svona vaxtaræktar kona og mun léttilega taka mig í gegn....

Ekki meira í bili...

Ég er orðin svolítið spennt fyrir að fara í skóla næsta vetur...

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Jólin og áramótin liðin...

Þá er "skemmtilegasti" tími ársins liðin og átakið Bumban burt hafið, rosalega gott að fá soðna nætursaltaða ýsu og kartöflur....
Við vorum hjá m&p um jólin sem var bara fínt, við fengum öll fullt af gjöfum og Binni fékk stæðsta og bestasta pakkann...Fender kassagítar. Það skemmtilega við það var hann var farin að tala um að langa að læra á gíta rétt fyrir jól (lööööngu eftir að ég var búin að kaupa hann) og ætlaði meira að segja að kaupa sér svona eftir áramót...heppinn...
Ég fékk stelpudót aðallega, ilmvötn og krem og veski... sátt við það :o)
Við fórum svo til mömmu hans Binna í jólaboð á jóladag og lágum svo í leti á 2. í jólum. Það vildi svo skemmtilega til að Binni var í vaktafríi mið og fim, þannig við mættum ekki í vinnu fyrr en á fös og ég var svo í fríi til 3.jan....bara gott mál. Við vorum svo áramótin með Júlla bróðir og familliu heima hjá m&p í voða stuði. Eftir áramótin fóru Júlli og þau fljótlega heim en Júlli kom og sótti mig og Binna og við vorum hjá þeim vægast sagt framundir morgun, það var nokkuð gott að fá sér 20-30 mín göngutúr heim áður en við lögðumst í koju. Binni vaknaði svo fyrir allar aldir til að horfa á einhvern Liverpool leik. Ég leyfði mér hins vegar að lúlla nokkru sinnum yfir daginn.
Núna er bara gamla góða reglulega lífið komið á, jólatréið fór út á svalir 2.jan og allt hitt dótið komið í kassa...kassinn er hins vegar ekki kominn í geymsluna.

Núna er það svo átakið Bumban burt fyrir sumarið...

Gleðilegt ár